Fréttir

Tjón sem slagar upp í 90 milljónir

Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um brunann í Hafnarfirði, þar sem eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði sem fólk bjó í. Við verðum í beinni frá vettvangi með slökkviliðinu, og greinum frá nýjustu tíðindum þaðan.

Innlent

Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar.

Innlent

Hrútar þuklaðir á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum

Það verður mikið um þukl á Sauðfjársetrinu á Ströndum í dag því þar fer fram árlegt Íslandsmót þar sem hrútar eru þuklaðir í bak og fyrir. Þá verða nokkur úrvals líflömb frá bændum á Ströndum og í Reykhólasveit í vinning í happdrætti dagsins.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um útlendingamálin, en félagsmálaráðherra segir framkvæmd laga þar að lútandi ekki nógu góða. Aldrei hafi verið lagt upp með að fólk endaði á götunni. 

Innlent

Ekki gerð refsing fyrir stór­fellt heimilis­of­beldi

Maður var fundinn sekur en ekki gerð refsing vegna stórfelldra brota í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Samkvæmt dóminum, sem féll á föstudag í Héraðsdómi Reykjaness, er sagt að maðurinn hafi verið ósakhæfur og að fangelsisvist myndi ekki gera honum gott.

Innlent

Há­lendið, pólitíkin og staða flótta­fólks í Sprengi­sandi

Há­lendið og fram­tíð þess, staðan í pólitíkinni og staða fólks sem synjað hefur verið um al­þjóð­lega vernd en hefur lent á götunni verða til um­ræðu í þjóð­mála­þættinum Sprengi­sandi á Bylgjunni klukkan tíu. Í þættinum fær Kristján Kristjáns­son til sín góða gesti og fer yfir þau mál­efni sem efst eru á baugi í sam­fé­laginu hverju sinni.

Erlent

Skjálfti upp á 2,9 í gær­kvöldi

Jarðskjálfti að stærðinni 2,9 mældist norður af Keili klukkan rúmlega 22:00 í gærkvöldi. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst á Reykjanesskaga frá því að eldgosinu við Litla-Hrút lauk formlega, þann 15. ágúst.

Innlent

Tíu ára fangelsi vegna dauða leikara úr The Wire

Ir­vin Carta­gena, dóp­sali í New York borg í Banda­ríkjunum, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa út­vegað leikaranum Michael K Willi­ams, sem þekktastur er fyrir hlut­verk sitt í HBO þáttunum The Wire, heróín sem búið var að blanda saman við fentaníl en efnið dró leikarann til dauða.

Erlent

Fimm hjá hinu opin­bera með hærri tekjur en for­setinn

Forstjóri Landspítala raðar sér efst á lista yfir tekjuhæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera. Runólfur Pálsson var með 4,5 milljónir króna á mánuði að jafnaði í tekjur á síðasta ári, miðað við greitt útsvar en næstur er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar með 4,1 milljón króna á mánuði.

Innlent

Lundi með gigt í Vestmannaeyjum

Lundi í Vestmannaeyjum, sem heitir Karen er nú í sérstakri meðferð því hún er með gigt og líður oft illa vegna þess. Á milli verkja fær hún að fara í dagdvöl með hinum lundunum en hún er einstaklega klár að synda.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við talskonu Stígamóta, sem segir að þolendur mansals sem sendir eru á götur Íslands séu verulega útsettir fyrir ofbeldi og að hér á Íslandi leynist fjöldi manna sem vilja níðast á konunum.

Innlent

Eld­gleypar á Menningar­nótt

Eldgleypar skemmtu vegfarendum við Ráðhús Reykjavíkur, á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, í tilefni af Menningarnótt eins og sést á þessum myndum ljósmyndara Vísis. Einnig mátti sjá skuggalega hersingu Svarthöfða og félaga hans úr Stjörnustríði þramma Vonarstrætið.

Innlent

Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi

Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir.

Erlent

Hælis­leit­endur ekki fengið pláss í Konu­koti

Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými.

Innlent

Beint frá býli bændur bjóða landsmönnum heim

Bændur á sex stöðum á landinu ætla að bjóða landsmönnum í heimsókn til sín á morgun en þá er “Beint frá býli dagurinn” í tilefni af fimmtán ára afmæli samtakanna. Afmæliskaka, kaffi og djús verður í boði á öllum stöðunum, auk þess sem bændur og búalið munu kynna og selja vörur sínar.

Innlent