Fréttir

Vilja sérstaka umræðu um efnahagsmál á þingi sem fyrst

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að haldin verði sérstök umræða um efnahagsmál sem fyrst í ljósi enn einnar stýrivaxtahækkunar peningastefnunefndar Seðlabankans. Meginvextir bankans standa nú í 8,75% og verðbólga mældist 9,9% í apríl.

Innlent

Bílar fuku af veginum í Öræfum

Nokkur vandræði sköpuðust á Öræfu í morgun þar sem bílar fuku út af veginum vegna mikils hvassviðris. Sérstaklega var hvasst við Fjallsárlón en í tilkynningu frá Landsbjörg segir að ferðafólk hafi almennt verið í vandræðum.

Innlent

„Munar um hvern einasta hval“

Rán Flygenring, teiknari og aktívisti, segir hvalveiðar á Íslandi grótekst dæmi um hverju hægt er að ná fram með peningum og frekju. Hún birti í dag myndaþátt eigin teikninga á Vísi þar sem hún skýtur föstum skotum á hvalveiðar á Íslandi.

Innlent

Herð­a lög um þung­un­ar­rof í enn einu rík­in­u

Öldungadeildarþingmenn í ríkisþingi Suður-Karólínu samþykktu í gær að banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Fæstar konur vita að þær eru þungaðar innan sex vikna og er í raun verið að alfarið banna þungungarof í ríkinu en Repúblikanar hafa gripið til sambærilegra aðgerða víða um Bandaríkin.

Erlent

Nauð­syn­legt að laga gufu­lögnina á ný til að geta haldið úti sund­kennslu

Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur falið Geir Sveinssyni bæjarstjóra að leita leiða til að lagfæra gufulögn sem liggur að Sundlauginni í Laugarskarði í bænum. Gufulögnin hefur lengi ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægur hiti á lauginni sem hefur orðið til þess að ítrekað hefur þurft að fella niður sundæfingar.

Innlent

Fimm­tán ára danskar stúlkur ráði sjálfar þungunar­rofi

Danska ríkisstjórnin hyggst lækka lágmarksaldur stúlkna sem geta gengist undir þungunarrof án samþykkis foreldra. Núgildandi lög kveða á um að stúlkur yngri en átján ára þurfi samþykki foreldra, en breytingin fæli í sér að sá aldur yrði lækkaður í fimmtán.

Erlent

Hvalur biður ráðherra um undanþágu til að geta hafið veiðar

Hvalur hf. hefur sótt um undanþágu frá starfsleyfi til ráðherra til að geta hafið starfsemi og hvalveiðar í sumar. Samkvæmt úttekt heilbrigðiseftirlits þyrfti að gera úrbætur á frágangi við olíutank áður en slíkt yrði gefið út. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands telur samt ólíklegt að leyfið muni stranda á því.

Innlent

Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin

Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi.

Erlent

Afar ósáttur við auglýsingar BSRB sem hann telur ólöglegar

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, er allt annað en sáttur við auglýsingar BSRB í nafni Reykjanesbæjar þar sem óskað er eftir nægjusömum starfskrafti. Félagsmenn í Starfsmannafélagi Suðurnesja lögðu niður störf í grunnskólum í dag og fjölmenntu á bókasafn bæjarsins í morgun og hittu fyrir bæjarstjórann.

Innlent

Claudia ein mætt í Hæsta­rétt og farið fram á sextán ár yfir Angjelin

Málflutningur í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Hæstarétti í morgun og heldur áfram fram eftir degi. Landsréttur dæmdi í málinu í október í fyrra og sakfelldi þar þrjá sakborninga, sem höfðu verið sýknaðir í héraði, og þyngdi dóm Angjelins Sterkaj, sem hefur játað að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021.

Innlent

Seg­ir notk­un sam­fé­lags­miðl­a geta skað­að börn

Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga.

Erlent

Zatrzymani za używanie fałszywych pieniędzy

Dwóch Rumunów zostało skazanych na karę więzienia w zawieszeniu, za używanie fałszywych pieniędzy w sklepach i w Háspennusal. Zakupy przy użyciu fałszywych pieniędzy, robiła także biedna Rumunka.

Polski

Dregur úr vindi í kvöld

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt á landinu í dag, tíu til átján metrum á sekúndu en hægari um tíma á Norðurlandi. Víða verða skúrir eða slydduél en skýjað með köflum suðvestantil en birtir til þar er líður á daginn.

Veður

Mesta brott­fall í Evrópu

Brottfall ungs fólks úr námi er á uppleið aftur eftir covid faraldurinn og er nú það hæsta í Evrópu. Tvöfalt fleiri drengir hverfa á brott úr námi en stúlkur. Dósent í félagsfræði segir vandann hefjast í grunnskólum.

Innlent