Fréttir

Riða greindist í kind í Húna­þingi vestra

Kind frá bænum Stórhóli í Húnaþingi vestra greindist með riðu í nýlegri sýnatöku. Matvælastofnun er byrjuð að undirbúa aðgerðir þar sem faraldsfræðilegum upplýsingum verður safnað og áhersla lögð á að rekja hvert kindur af bænum hafa verið fluttar.

Innlent

Vilja að Kjósar­hreppur verði ekki lengur kenndur við Mos­fells­bæ

Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi.

Innlent

Íran hótar að grípa til að­gerða

Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun.

Erlent

„Hvalir fram­leiða ekki súr­efni“

Hafrannsóknarstofnun hefur skilað inn umsögn um frumvarp um bann við hvalveiðum þar sem stofnunin tekur ekki formlega afstöðu með eða á móti en gagnrýnir harðlega staðhæfingar í greinargerð með frumvarpinu.

Innlent

Út­skrifaðist með áttundu há­skóla­gráðuna 74 ára gömul

Kristín Thorberg útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri síðastliðið vor. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Kristín fagnar 75 ára afmæli sínu á næstunni og lögfræðigráðan var hennar áttunda háskólagráða. Hún er hvergi nærri hætt.

Innlent

Katrín ekki höfð með í ráðum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr.

Innlent

Hefur tálgað þúsundir jólasveina úr alaskavíði

Þó það séu enn um tveir mánuðir til jóla þá situr handverkskona í Kópavogi ekki auðum höndum enda tálgar hún út jólasveina og málar þá eins og engin sé morgundagurinn fyrir jólin. Hún hefur tálgað mörg þúsund slíka sveina í gegnum árin.

Innlent

Ísraelar hafi farið yfir línuna

Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug.

Erlent

Fimm­tán skotnir í hrekkja­vöku­partíi

Að minnsta kosti fimmtán voru skotnir í hrekkjavökupartíi í borginni Chicago í Bandaríkjunum í nótt. Tveir særðust alvarlega. Árásarmaðurinn reyndi að flýja á tveimur jafnfljótum en var handtekinn skammt frá vettvangi.

Erlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lagt er til  að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir mikinn fjölda geta leitað til nefndar um sanngirnisbætur. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Flóttamannastraumur vekur harðar deilur

Um 10.000 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja í þessum mánuði og hefur straumur þeirra sjaldan verið eins mikill. Stjórnvöld ráðgera að dreifa fólkinu um Spán við mikla andstöðu hægri flokkanna sem fyrir vikið eru sakaðir um lóðbeint kynþáttahatur.

Erlent

Egill hvetur til lestrar og stillingar

Egill Helgason hvetur fólk til stillingar þegar kemur að umræðu um mál séra Friðriks Friðrikssonar og ásakanir sem á hann hafa verið bornar. Hann segist steinhissa á hversu margir hafi tjáð sig án þess að hafa lesið nýútkomna bók um Friðrik.

Innlent

Ó­hæfir em­bættis­menn valdi skatt­greið­endum fjár­hags­tjóni

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, annars eiganda skemmtistaðarins B, telur lögreglu hafa farið algjöru offari þegar kom að eftirliti á staðnum og sakar hana um valdníðslu. Þá telur hann að sýslumaður hafi brotið meginreglur stjórnsýslulaga með þeirri ákvörðun að svipta staðinn tímabundnu rekstrarleyfi. 

Innlent

Á­fram­haldandi þensla við Þor­björn

Land heldur áfram að rísa umhverfis Þorbjörn og Svartsengi. Þetta staðfesta nýjustu gögn Veðustofunnar. Von er á nýjum gervihnattamyndum síðar í dag sem þó verður líklega ekki hægt að lesa úr fyrr en á morgun. 

Innlent

Bezos sýndi nýtt tunglfar

Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar.

Erlent

Sérhæfð sjúkraþyrla og akstursleiðir skólabíla á Suðurlandi

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi leggja mikla áherslu á að sérhæfðri sjúkraþyrlu verði komið fyrir á Suðurlandi og verði hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá skora sveitarstjórnarmenn á innviðaráðherra að allar akstursleiðir skólabíla verði bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna.

Innlent