Handbolti

Strákarnir okkar með fullt hús eftir sigur á Brössum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur með verðlaunin í leikslok.
Haukur með verðlaunin í leikslok. mynd/hsí
U19 ára landslið karla vann sinn annan sigur á HM í Norður-Makedóníu er liðið vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 30-26.

Brassarnir byrjuðu aðeins betur og voru yfir eftir tíu mínútur en íslensku strákarnir tóku við sér og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 18-15.

Ísland spilaði þéttan varnarleik í síðari hálfleik og hleypti Brössunum aldrei inn í leikinn. Lokatölur svo fjögurra marka sigur stráknana okkar, 30-26.

Vals-maðurinn, Arnór Snær Óskarsson, var markahæstur í liði Íslands með sex mörk en Dagur Gautason og Haukur Þrastarson gerðu fimm mörk hvor.

Haukur var valinn besti leikmaður leiksins en á morgun er frídagur hjá íslenska liðinu. Á föstudaginn bíður leika þeir svo gegn Portúgal klukkan 8.30 að íslenskum tíma.

Markarskorarar Íslands: Arnór Snær Óskarsson 6, Dagur Gautason 5, Haukur Þrastarson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Stiven Tobar Valencia 3, Jón Bald Freysson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Tumi Steinn Rúnarsson 1, Einar Örn Sindrason 1, Eiríkur Guðni Þórarinsson 1.

Sigurður Dan Óskarsson varði 12 skot í leiknum og Svavar Ingi Sigmundsson varði 1 skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×