Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 56.-67. sæti eftir fyrsta hringinn á Swinging Skirts mótinu í Tævan. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.
Ólafía lék fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari.
Hún var á einu höggi yfir pari eftir fyrri níu holurnar en spilaði seinni níu á þremur höggum yfir pari. Skrambi á 5. holu setti stórt strik í reikning Ólafíu sem þarf að spila betur á morgun.
Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu er í forystu en hún lék fyrsta hringinn á sex höggum undir pari. Hún er með þriggja högga forystu á löndu sína, Sei Young Kim, Ariya Jutanugarn frá Tælandi og Megan Khang frá Bandaríkjunum.
Mótið í Tævan er 23. mótið sem Ólafía tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni í ár.
Ólafía á fjórum yfir pari eftir fyrsta hring
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti


„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn




