Snorri Steinn og Árni Þór á leið í Val Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júní 2017 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson vann silfurverðlaun í Peking og brons á EM í Austurríki með Íslandi. vísir/stefán Snorri Steinn Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Árni Þór Sigtryggson, sem síðast spilaði í þýsku 2. deildinni, eru á leið í Val og munu spila með liðinu í Olís-deildinni á næstu leiktíð, samkvæmt heimildum Vísis. Ekki þarf að fjölyrða um hversu gríðarlegur liðsstyrkur þetta er en Íslandsmeistararnir hafa verið að safna liði á fyrstu vikum eftir mót og eru nú þegar búnir að fá til sín markvörðinn efnilega Einar Baldvin Baldvinsson frá Víkingi og Magnús Óla Magnússon heim úr atvinnumennsku frá Ricoh í Svíþjóð.Vísir greindi frá því í lok maí að yfirgnæfandi líkur væru á því að Snorri Steinn myndi spila í Olís-deildinni á næstu leiktíð en hann hefur verið í viðræðum við franska félagið Nimes sem hann spilar með um starfslokasamning. Þetta er allt að ganga upp hjá Valsmönnum en auk þess að spila með Val gengur Snorri Steinn inn í þjálfarateymið og verður spilandi þjálfari hjá Íslands- og bikarmeisturunum. Hvort Óskar Bjarni Óskarsson og Guðlaugur Arnarsson verði báðir í teyminu áfram hefur ekki fengist staðfest.Árni Þór Sigtryggson er líka á heimleið.mynd/aueSterk örvhent skytta Ekkert hefur gengið að ná í Valsmenn til að fá þetta staðfest en samkvæmt heimildum Vísis hafa þeir ákveðið að halda spilunum þétt að sér þar til þetta verður allt tilkynnt á blaðamannafundi undir lok mánaðar þegar að Snorri Steinn kemur heim frá Frakklandi. Þrátt fyrir að vera 35 ára gamall hefur Snorri Steinn sjaldan ef aldrei verið í betra formi. Leikstjórnandinn magnaði, sem á 257 leiki og 846 mörk fyrir íslenska landsliðið að baki, endaði sem níundi markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð en hann skoraði 127 mörk á tímabilinu. Akureyringurinn Árni Þór Sigtryggsson er einnig búinn að semja við Val, samkvæmt heimildum Vísis, en hann kemur til Hlíðarendafélagsins frá Aue í Þýskalandi þar sem hann spilaði frá 2013. Hann hefur verið atvinnumaður í Þýskalandi frá árinu 2010. Aue leikur í þýsku 2. deildinni. Árni Þór er 32 ára gömul örvhent skytta sem spilaði fjóra landsleiki fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma en Árni er gríðarlega sterkur varnarmaður. Hjá Aue spilaði hann undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtrygssonar sem nú þjálfar Balingen í þýsku 1. deildinni. Árni Þór lítið tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann. Hann sagðist vera búinn að ná samningum við íslenskt félag en vildi ekki gefa neitt út um það fyrr en félagið sjálft væri búið að tilkynna hann sem nýjan leikmann. Skyttan öfluga skoraði 109 mörk í 38 leikjum fyrir Aue á síðustu leiktíð í þýsku 2. deildinni og á vafalítið eftir að setja inn svip á Olís-deildina. Olís-deild karla Tengdar fréttir Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Árni Þór Sigtryggson, sem síðast spilaði í þýsku 2. deildinni, eru á leið í Val og munu spila með liðinu í Olís-deildinni á næstu leiktíð, samkvæmt heimildum Vísis. Ekki þarf að fjölyrða um hversu gríðarlegur liðsstyrkur þetta er en Íslandsmeistararnir hafa verið að safna liði á fyrstu vikum eftir mót og eru nú þegar búnir að fá til sín markvörðinn efnilega Einar Baldvin Baldvinsson frá Víkingi og Magnús Óla Magnússon heim úr atvinnumennsku frá Ricoh í Svíþjóð.Vísir greindi frá því í lok maí að yfirgnæfandi líkur væru á því að Snorri Steinn myndi spila í Olís-deildinni á næstu leiktíð en hann hefur verið í viðræðum við franska félagið Nimes sem hann spilar með um starfslokasamning. Þetta er allt að ganga upp hjá Valsmönnum en auk þess að spila með Val gengur Snorri Steinn inn í þjálfarateymið og verður spilandi þjálfari hjá Íslands- og bikarmeisturunum. Hvort Óskar Bjarni Óskarsson og Guðlaugur Arnarsson verði báðir í teyminu áfram hefur ekki fengist staðfest.Árni Þór Sigtryggson er líka á heimleið.mynd/aueSterk örvhent skytta Ekkert hefur gengið að ná í Valsmenn til að fá þetta staðfest en samkvæmt heimildum Vísis hafa þeir ákveðið að halda spilunum þétt að sér þar til þetta verður allt tilkynnt á blaðamannafundi undir lok mánaðar þegar að Snorri Steinn kemur heim frá Frakklandi. Þrátt fyrir að vera 35 ára gamall hefur Snorri Steinn sjaldan ef aldrei verið í betra formi. Leikstjórnandinn magnaði, sem á 257 leiki og 846 mörk fyrir íslenska landsliðið að baki, endaði sem níundi markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð en hann skoraði 127 mörk á tímabilinu. Akureyringurinn Árni Þór Sigtryggsson er einnig búinn að semja við Val, samkvæmt heimildum Vísis, en hann kemur til Hlíðarendafélagsins frá Aue í Þýskalandi þar sem hann spilaði frá 2013. Hann hefur verið atvinnumaður í Þýskalandi frá árinu 2010. Aue leikur í þýsku 2. deildinni. Árni Þór er 32 ára gömul örvhent skytta sem spilaði fjóra landsleiki fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma en Árni er gríðarlega sterkur varnarmaður. Hjá Aue spilaði hann undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtrygssonar sem nú þjálfar Balingen í þýsku 1. deildinni. Árni Þór lítið tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann. Hann sagðist vera búinn að ná samningum við íslenskt félag en vildi ekki gefa neitt út um það fyrr en félagið sjálft væri búið að tilkynna hann sem nýjan leikmann. Skyttan öfluga skoraði 109 mörk í 38 leikjum fyrir Aue á síðustu leiktíð í þýsku 2. deildinni og á vafalítið eftir að setja inn svip á Olís-deildina.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Sjá meira
Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn