Lewis með 35 stig í fyrsta leiknum eftir fertugsafmælið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2016 09:45 Lewis fer hér framhjá Hjálmari Stefánssyni, leikmanni Hauka, sem er 20 árum yngri en hann. vísir/anton Allt fertugum fært segir einhvers staðar og Darrel Keith Lewis sýndi það svo sannarlega í gær þegar Tindastóll vann öruggan sigur á Snæfelli, 114-85, í Domino's deild karla í körfubolta. Lewis varð fertugur á laugardaginn og leikurinn í Síkinu í gær var því hans fyrsti eftir stórafmælið. Og Lewis hélt upp á áfangann með því að eiga frábæran leik. Lewis gerði sér lítið fyrir og skoraði 35 stig, sem er það næstmesta sem hann hefur gert á tímabilinu. Eini leikurinn þar sem hann skoraði meira var gegn ÍR í 1. umferð deildarinnar. Lewis hitti úr 15 af 22 skotum sínum utan af velli í leiknum í gær, sem gera 68% skotnýtingu. Hann var hins vegar í vandræðum á vítalínunni og setti aðeins eitt af fimm vítum sínum niður.Lewis er með 21,2 stig að meðaltali í leik í vetur.vísir/ernirLewis tók einnig níu fráköst og gaf sex stoðsendingar og var alls með 39 framlagsstig, flest allra á vellinum. Myron Dempsey stóð Lewis ekki langt að baki en hann gerði 34 stig og hitti úr 84% skota sinna utan af velli. Sigur Stólanna var aldrei í hættu en staðan í hálfleik var 54-37, heimamönnum í vil. Þetta var þriðji sigur Tindastóls í röð. Lewis kom fyrst hingað til lands árið 2002 þegar hann gekk í raðir Grindavíkur. Hann spilaði þrjú tímabil í gula búningnum áður en hann fór til Ítalíu og svo til Grikklands. Lewis sneri aftur til Íslands 2012 og samdi við Keflavík sem hann lék með í tvö ár áður en hann fór til Tindastóls fyrir síðasta tímabil. Lewis fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember 2004. Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Allt fertugum fært segir einhvers staðar og Darrel Keith Lewis sýndi það svo sannarlega í gær þegar Tindastóll vann öruggan sigur á Snæfelli, 114-85, í Domino's deild karla í körfubolta. Lewis varð fertugur á laugardaginn og leikurinn í Síkinu í gær var því hans fyrsti eftir stórafmælið. Og Lewis hélt upp á áfangann með því að eiga frábæran leik. Lewis gerði sér lítið fyrir og skoraði 35 stig, sem er það næstmesta sem hann hefur gert á tímabilinu. Eini leikurinn þar sem hann skoraði meira var gegn ÍR í 1. umferð deildarinnar. Lewis hitti úr 15 af 22 skotum sínum utan af velli í leiknum í gær, sem gera 68% skotnýtingu. Hann var hins vegar í vandræðum á vítalínunni og setti aðeins eitt af fimm vítum sínum niður.Lewis er með 21,2 stig að meðaltali í leik í vetur.vísir/ernirLewis tók einnig níu fráköst og gaf sex stoðsendingar og var alls með 39 framlagsstig, flest allra á vellinum. Myron Dempsey stóð Lewis ekki langt að baki en hann gerði 34 stig og hitti úr 84% skota sinna utan af velli. Sigur Stólanna var aldrei í hættu en staðan í hálfleik var 54-37, heimamönnum í vil. Þetta var þriðji sigur Tindastóls í röð. Lewis kom fyrst hingað til lands árið 2002 þegar hann gekk í raðir Grindavíkur. Hann spilaði þrjú tímabil í gula búningnum áður en hann fór til Ítalíu og svo til Grikklands. Lewis sneri aftur til Íslands 2012 og samdi við Keflavík sem hann lék með í tvö ár áður en hann fór til Tindastóls fyrir síðasta tímabil. Lewis fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember 2004.
Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira