Kristbjörg Þórisdóttir: Tækifærið er núna! Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 27. maí 2010 10:23 Þann 1. janúar 2011 verða málefni fatlaðra flutt yfir til sveitarfélaganna. Við það skapast langþráð tækifæri til breytinga. Í raun má segja að tíminn núna sé ekki ósvipaður þeim tímapunkti þegar altækar stofnanir voru lagðar niður að mestu og sambýli reist víðs vegar um samfélagið. Nýir tímar kalla á nýja hugmyndafræði og aðrar lausnir. Fatlað fólk á sama rétt og annað fólk á því að lifa eðlilegu og góðu lífi og blómstra í samfélaginu. Þessi réttindi eru tryggð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem undirritaður var af fulltrúm Íslands þann 30. mars 2007. Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks (Convention on the rights of persons with disabilites) er tímamótaskref að réttlátara samfélagi. Nýverið kynnti félagsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar þá fyrirætlun að fullgilda samninginn. Meðal annars þarf að ráðast í heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðra nr.59/1992 og er lagt til að þau muni þá nefnast lög um réttindi fatlaðs fólks auk ýmissa annarra lagabreytinga.Notendastýrð persónuleg aðstoð Eitt af því sem þarf að festa í lög eru lög um Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA) sem fjallar í stuttu máli um það að fatlaðir einstaklingar eigi rétt á því að stjórna lífi sínu sjálfir þrátt fyrir þörfina fyrir aðstoð annarra. Með þessari aðferð er verið að tryggja að fólk fái þá aðstoð sem það þarf á hverjum tímapunkti en ekki staðlaða þjónustu sem oft er dýr og nýtist kannski illa. Þennan rétt má tryggja með því að veita fötluðu fólki kost á því að ráða sér aðstoðarfólk sjálft í stað þess að þurfa að búa á ákveðnum stað þar sem veitt er þjónusta sem það skipuleggur ekki sjálft. Stoðþjónustan er þannig skilin frá búsetunni. Viðkomandi einstaklingur gæti stofnað samvinnufélag um þjónustuna sem hann er eigandi að og rekur. Fjármagnið fer þá beint til samvinnufélagsins og fylgir einstaklingnum. Þeir notendur sem geta ekki haldið utan um félagið sjálfir gætu haft umboðsmann sem sér um það og dæmi er um slíkt hér á landi. Foreldrar gætu einnig mögulega séð um verkefnið fyrir hönd barna sinna til 18 ára aldurs. Tilraunaverkefni um þetta fyrirkomulag hafa sýnt fram á að kostnaður er svipaður þeim sem væri af hefðbundinni þjónustu í tilvikum þar sem um mikla þjónustuþörf er að ræða. Nú þegar liggur fyrir tillaga til þingsályktunar sem lögð var fyrir á yfirstandandi þingi og er fyrsti flutningsmaður hennar Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknar. Aðrir flutningsmenn eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þuríður Backman, Margrét Tryggvadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Ísland er eina landið af Norðurlöndunum sem ekki hefur sett lög um NPA en slík lög voru samþykkt 1993 í Svíþjóð og tóku gildi 1994 (1002/93:159 Lag om assistansersattning). Þau hafa verið hinum Norðurlöndunum fyrirmynd og eru oft nefnd LASS lögin. Við yfirfærslu málefna fatlaðra skapast tækifæri til þess að endurskoða allt kerfið í heild sinni með samþættingu við félagsþjónustukerfi sveitarfélaganna. Ég hvet því verðandi sveitarstjórnarmenn að kynna sér vel þessi málefni og veita þeim brautargengi á næsta ári. Þannig er stigið stórt skref að því að tryggja fötluðu fólki það líf sem flestir telja sjálfsagt og á að vera tryggt okkur öllum samkvæmt mannréttindasáttmálum og lögum. Höfundur skipar 12. sæti Framsóknar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2011 verða málefni fatlaðra flutt yfir til sveitarfélaganna. Við það skapast langþráð tækifæri til breytinga. Í raun má segja að tíminn núna sé ekki ósvipaður þeim tímapunkti þegar altækar stofnanir voru lagðar niður að mestu og sambýli reist víðs vegar um samfélagið. Nýir tímar kalla á nýja hugmyndafræði og aðrar lausnir. Fatlað fólk á sama rétt og annað fólk á því að lifa eðlilegu og góðu lífi og blómstra í samfélaginu. Þessi réttindi eru tryggð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem undirritaður var af fulltrúm Íslands þann 30. mars 2007. Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks (Convention on the rights of persons with disabilites) er tímamótaskref að réttlátara samfélagi. Nýverið kynnti félagsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar þá fyrirætlun að fullgilda samninginn. Meðal annars þarf að ráðast í heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðra nr.59/1992 og er lagt til að þau muni þá nefnast lög um réttindi fatlaðs fólks auk ýmissa annarra lagabreytinga.Notendastýrð persónuleg aðstoð Eitt af því sem þarf að festa í lög eru lög um Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA) sem fjallar í stuttu máli um það að fatlaðir einstaklingar eigi rétt á því að stjórna lífi sínu sjálfir þrátt fyrir þörfina fyrir aðstoð annarra. Með þessari aðferð er verið að tryggja að fólk fái þá aðstoð sem það þarf á hverjum tímapunkti en ekki staðlaða þjónustu sem oft er dýr og nýtist kannski illa. Þennan rétt má tryggja með því að veita fötluðu fólki kost á því að ráða sér aðstoðarfólk sjálft í stað þess að þurfa að búa á ákveðnum stað þar sem veitt er þjónusta sem það skipuleggur ekki sjálft. Stoðþjónustan er þannig skilin frá búsetunni. Viðkomandi einstaklingur gæti stofnað samvinnufélag um þjónustuna sem hann er eigandi að og rekur. Fjármagnið fer þá beint til samvinnufélagsins og fylgir einstaklingnum. Þeir notendur sem geta ekki haldið utan um félagið sjálfir gætu haft umboðsmann sem sér um það og dæmi er um slíkt hér á landi. Foreldrar gætu einnig mögulega séð um verkefnið fyrir hönd barna sinna til 18 ára aldurs. Tilraunaverkefni um þetta fyrirkomulag hafa sýnt fram á að kostnaður er svipaður þeim sem væri af hefðbundinni þjónustu í tilvikum þar sem um mikla þjónustuþörf er að ræða. Nú þegar liggur fyrir tillaga til þingsályktunar sem lögð var fyrir á yfirstandandi þingi og er fyrsti flutningsmaður hennar Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknar. Aðrir flutningsmenn eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þuríður Backman, Margrét Tryggvadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Ísland er eina landið af Norðurlöndunum sem ekki hefur sett lög um NPA en slík lög voru samþykkt 1993 í Svíþjóð og tóku gildi 1994 (1002/93:159 Lag om assistansersattning). Þau hafa verið hinum Norðurlöndunum fyrirmynd og eru oft nefnd LASS lögin. Við yfirfærslu málefna fatlaðra skapast tækifæri til þess að endurskoða allt kerfið í heild sinni með samþættingu við félagsþjónustukerfi sveitarfélaganna. Ég hvet því verðandi sveitarstjórnarmenn að kynna sér vel þessi málefni og veita þeim brautargengi á næsta ári. Þannig er stigið stórt skref að því að tryggja fötluðu fólki það líf sem flestir telja sjálfsagt og á að vera tryggt okkur öllum samkvæmt mannréttindasáttmálum og lögum. Höfundur skipar 12. sæti Framsóknar í Mosfellsbæ.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar