Fleiri fréttir

Ronaldo dæmdur í fimm leikja bann

Cristiano Ronaldo hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að ýta við dómara í 1-3 sigri Real Madrid á Barcelona í spænska Ofurbikarnum í gær.

Barcelona búið að kaupa Paulinho

Barcelona hefur gengið frá kaupunum á brasilíska miðjumanninum Paulinho frá Guangzhou Evergrande. Kaupverðið er 36,4 milljónir punda.

Coutinho fer ekki með til Þýskalands

Liverpool tilkynnti í morgun hvaða 22 leikmenn fara með til Þýskalands þar sem liðið spilar gegn Hoffenheim á morgun í Meistaradeildinni.

Leik FH og KR frestað

FH og KR áttu að mætast í risaleik næstkomandi sunnudag í Pepsi-deild karla en stuðningsmenn liðanna verða að bíða aðeins lengur eftir því að sjá þennan stóra leik.

Gerði meisturunum lífið leitt

Burnley kom öllum á óvart með því að vinna Englandsmeistara Chelsea, 2-3, á Stamford Bridge í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.

Fullkomin endurkoma týnda sonarins

Wayne Rooney skoraði sigurmark Everton í fyrsta leik sínum fyrir félagið í 13 ár. Rooney sneri aftur til Everton í sumar og tekur þátt í hollenskri byltingu Ronalds Koeman.

Ólýsanlegt að gera þetta með ÍBV

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði markið sem tryggði ÍBV fyrsta stóra titilinn í 19 ár. Hann segir Eyjamenn hafa spilað vel í bikarúrslitaleiknum gegn FH og að leikáætlun þeirra hafi gengið fullkomlega upp. Gunnar Heiðar nýtur þess að vera heill, spila og skora mörk.

Ólafur Þór: Betra liðið vann

Þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, var ánægður með frammistöðu síns liðs í 1-0 sigri á Val í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í dag.

Fram vann nauman sigur á botnliði Leiknis

Fram lenti í heilmiklum vandræðum gegn botnliði Inkasso-deildarinnar, Leikni frá Fáskrúðsfirði á heimavelli en vann að lokum 3-2 sigur og lyfti sér um leið upp fyrir Selfoss í 8. sæti deildarinnar.

ÍBV í úrslitin eftir sigur í vítaspyrnukeppni

Eyjakonur komust í úrslit Borgunarbikars kvenna annað árið í röð með sigri gegn Grindavík í undanúrslitum í dag en eftir það þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að útkljá leikinn og þar voru Eyjakonur sterkari.

Rúnar fékk fjögur á sig í fyrsta tapinu

Fyrsta tap Nordsjælland á tímabilinu leit dagsins í ljós í dag er þeir lentu 0-4 undir en náðu að minnka muninn í eitt mark gegn Midtjylland á útivelli.

Dortmund setur Dembele í ótímabundið bann frá æfingum

Dortmund setti í dag Ousmane Dembele í ótímabundið bann frá æfingum liðsins á meðan þeir taka fyrir tilboð Barcelona í franska ungstirnið en Dembele skrópaði á æfingu eftir að fyrsta tilboði var hafnað.

Mikilvægur sigur hjá Dagnýju og stöllum

Dagný Brynjarsdóttir lék fyrsta klukkutímann í 3-2 sigri Portland Thorns á Chicago á útivelli í NWSL-deildinni í fótbolta í nótt en með sigrinum náði Portland öðru sætinu.

Zidane framlengir hjá Real Madrid

Zinedine Zidane skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning hjá spænska stórveldinu Real Madrid en hann hefur stýrt liðinu undanfarna 18 mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir