Fótbolti

Norrköping missti af mikilvægum stigum á heimavelli

Jón Guðni nældi í gult spjald í dag
Jón Guðni nældi í gult spjald í dag mynd/norrköping

Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson voru báðir í byrjunarliði Norrköping í 0-1 tapi gegn Djurgarden á heimavelli í dag en Norrköping varð þar af þremur mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti.

Jón Guðni og Guðmundur léku báðir allan leikinn og krækti Jón Guðni í gult spjald á meðan en Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted sátu á bekknum allan tímann.

Með sigrinum fer Djurgarden upp í 2. sæti deildarinnar með 33 stig en Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 30. stig, þremur stigum frá Evrópusæti.

Íslendingalið Hammarby glutraði niður tveimur stigum á lokamínútunum í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Östersunds.

Östersunds jafnaði metin á 93. mínútu en Arnór Smárason var nýkominn af velli á þeim tímapunkti á meðan Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn.

Fyrr í dag urðu AIK af mikilvægum stigum í 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Eskilstuna á heimavelli en AIK er nú stigi á eftir Djurgarden og Sirius í baráttunni um Evrópusæti.

Haukur Heiðar Hauksson, bakvörðurinn í liði AIK, lék allan leikinn í dag og nældi sér í gult spjald á meðan. Þá kom Árni Vilhjálmsson inn af bekknum í 1-2 tapi Jonköpings gegn Örebro.

Í Noregi skyldu Alesund og Viking jöfn 1-1 á heimavelli Alesund en Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum og Daníel Leó Grétarsson byrjaði leikinn.

Viðar Ari Jónsson var á sínum stað í byrjunarliði Brann sem vann 2-0 sigur á Odd en það var fyrsti sigur Brann í deildinni í tæplega tvo mánuði.

Þá skyldu Íslendingaliðin Randers og Bröndby jöfn 0-0 með Hannes Þór Halldórsson og Hjört Hermannsson í liðunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira