Íslenski boltinn

Fram vann nauman sigur á botnliði Leiknis

Guðmundur hefur verið heitur að undanförnu.
Guðmundur hefur verið heitur að undanförnu. Vísir/Andri Marinó

Fram lenti í heilmiklum vandræðum á heimavelli gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði en vann að lokum 3-2 sigur og lyfti sér um leið upp fyrir Selfoss í 8. sæti Inkasso-deildarinnar.

Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 25. mínútu en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum frá Jesus Suarez og leiddi Leiknir í hálfleik 2-1, nokkuð óvænt.

Guðmundur var aftur á ferðinni í upphafi seinni hálfleiks og jafnaði metin fyrir Fram á 50. mínútu leiksins en aðeins mínútu síðar var Fram búið að skora aftur.

Var þar á ferðinni Brynjar Kristmundsson en það reyndist vera síðasta mark leiksins og dugði Fram til sigurs.

Fleiri fréttir

Sjá meira