Íslenski boltinn

Fram vann nauman sigur á botnliði Leiknis

Guðmundur hefur verið heitur að undanförnu.
Guðmundur hefur verið heitur að undanförnu. Vísir/Andri Marinó

Fram lenti í heilmiklum vandræðum á heimavelli gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði en vann að lokum 3-2 sigur og lyfti sér um leið upp fyrir Selfoss í 8. sæti Inkasso-deildarinnar.

Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 25. mínútu en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum frá Jesus Suarez og leiddi Leiknir í hálfleik 2-1, nokkuð óvænt.

Guðmundur var aftur á ferðinni í upphafi seinni hálfleiks og jafnaði metin fyrir Fram á 50. mínútu leiksins en aðeins mínútu síðar var Fram búið að skora aftur.

Var þar á ferðinni Brynjar Kristmundsson en það reyndist vera síðasta mark leiksins og dugði Fram til sigurs.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira