Fótbolti

Zidane framlengir hjá Real Madrid

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. vísir/getty

Zinedine Zidane skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning hjá spænska stórveldinu Real Madrid en hann hefur stýrt liðinu undanfarna 18 mánuði.

Tók hann við af Rafa Benitez þann 4. janúar síðastliðinn en strax á fyrsta tímabili tókst honum að stýra liðinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu.

Stýrði hann liðinu aftur til sigurs í Meistaradeild Evrópu í maí síðastliðnum en það var í fyrsta sinn sem liði tekst að verja titilinn í Meistaradeild Evrópu.

Ásamt því varð Real Madrid spænskur meistari í aðeins annað skiptið á síðustu níu árum en Real Madrid mætir erkifjendum sínum í Barcelona í fyrri leik spænska Ofurbikarsins annað kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira