Fótbolti

Di María á­kveðinn að snúa ekki aftur heim eftir morð­hótanir

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Di María óttast öryggi fjölskyldu sinnar og treystir sér ekki til að flytja heim til Rosario í Argentínu.
Di María óttast öryggi fjölskyldu sinnar og treystir sér ekki til að flytja heim til Rosario í Argentínu. Ira L. Black/Getty Images

Vegna hótana í garð fjölskyldu hans hefur Ángel Di María ákveðið að snúa ekki heim til Argentínu þegar samningur hans við Benfica rennur út í sumar.

Di María ætlaði sér að að uppfylla langþráðan draum og snúa aftur til uppeldisfélags síns, Rosario Central, í sumar eftir langan feril með mörgum af stærstu félögum Evrópu.

Félagið beið af mikilli eftirvæntingu og tók treyju númer 11 frá fyrir hann.

Argentínski miðilinn TYC Sports greinir nú frá því að Di María muni ekki snúa heim vegna hótana sem bárust fjölskyldumeðlimum hans frá glæpagengjum í borginni Rosario. 

Óvíst er hvað Di María ákveður að gera eftir Copa America í sumar en það verður hans síðasta mót með argentínska landsliðinu.

Talið er að hann vilji vera áfram hjá Benfica en samningur hans við félagið rennur út í júní og framlengingartilboð hefur ekki borist enn.

Þá hefur Inter Miami, liðið sem samlandi hans Lionel Messi leikur fyrir, sýnt leikmanninum áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×