Enski boltinn

Sjáðu markasúpuna á Old Trafford og allt það helsta sem gerðist um helgina | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vinirnir Paul Pogba og Romelu Lukaku skoruðu báðir í sigrinum á West Ham.
Vinirnir Paul Pogba og Romelu Lukaku skoruðu báðir í sigrinum á West Ham. vísir/getty
Fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í gær með tveimur leikjum.

Romelu Lukaku skoraði tvívegis þegar Manchester United rúllaði yfir West Ham, 4-0, á Old Trafford. Frakkarnir Anthony Martial og Paul Pogba komust einnig á blað.

Tottenham vann 0-2 sigur á Newcastle United á útivelli. Jonjo Shelvey, leikmaður Newcastle, fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks og Spurs gekk á lagið eftir það.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan sem og samantektarmyndbönd frá 1. umferðinni í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd 4-0 West Ham
Newcastle 0-2 Tottenham
Uppgjör sunnudagsins
Mörk helgarinnar
Markvörslur helgarinnar
Augnablik umferðarinnar
Uppgjör helgarinnar

Tengdar fréttir

Gerði meisturunum lífið leitt

Burnley kom öllum á óvart með því að vinna Englandsmeistara Chelsea, 2-3, á Stamford Bridge í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.

Fullkomin endurkoma týnda sonarins

Wayne Rooney skoraði sigurmark Everton í fyrsta leik sínum fyrir félagið í 13 ár. Rooney sneri aftur til Everton í sumar og tekur þátt í hollenskri byltingu Ronalds Koeman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×