Alli braut ísinn fyrir Tottenham í góðum sigri

skrifar
Alli fagnar því að hafa náð að brjóta ísinn í dag.
Alli fagnar því að hafa náð að brjóta ísinn í dag. vísir/getty

Dele Alli skoraði mark og sótti rautt spjald á Jonjo Shelvey í 2-0 sigri Tottenham á St. James Park í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem lauk rétt í þessu.

Tottenham var sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu en náði ekki að brjóta ísinn fyrr en á 61. mínútu þegar Dele Alli stýrði boltanum í netið af stuttu færi eftir góðan undirbúning Christian Eriksen.

Stuttu áður hafði Shelvey fengið rautt spjald fyrir að traðka á Alli beint fyrir framan nefið á Andre Merriner, dómara leiksins. Glórulaust hjá Shelvey og algjörlega tilefnislaust.

Bakvörðurinn Ben Davies kláraði leikinn fyrir Tottenham á 70. mínútu þegar hann setti boltann í netið af stuttu færi eftir góðan undirbúning frá Alli, Harry Kane og Eriksen.

Kane fékk færi til að skora 100. mark sitt fyrir félagið á næstu mínútum en besta tilraun hans fór í stöngina en honum hefur enn ekki tekist að skora í leik í ensku úrvalsdeildinni í ágúst.

Bein lýsing

Leikirnir




    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.