Fótbolti

Barcelona búið að kaupa Paulinho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paulinho hefur leikið í Kína undanfarin tvö ár.
Paulinho hefur leikið í Kína undanfarin tvö ár. vísir/getty
Barcelona hefur gengið frá kaupunum á brasilíska miðjumanninum Paulinho frá Guangzhou Evergrande. Kaupverðið er 36,4 milljónir punda.

Hinn 29 ára gamli Paulinho skrifaði undir fjögurra ára samning við spænsku bikarmeistarana.

Paulinho sló í gegn með brasilíska landsliðinu í Álfukeppninni 2013 og var í kjölfarið keyptur til Tottenham. Hann gerði engar rósir hjá Lundúnaliðinu og var seldur til Guangzhou sumarið 2015. Paulinho lék 95 leiki fyrir kínverska liðið og skoraði 28 mörk.

Paulinho, sem á að baki 41 leik fyrir brasilíska landsliðið, er fjórði leikmaðurinn sem Barcelona kaupir í sumar. Áður voru Gerard Deulofeu, Nélson Semedo og Marlon Santos kom til Katalóníufélagsins.

Barcelona seldi hins vegar Neymar til Paris Saint-Germain og er enn að leita af eftirmanni hans. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar eru Philippe Coutinho og Ousmane Dembélé.


Tengdar fréttir

Coutinho fer ekki með til Þýskalands

Liverpool tilkynnti í morgun hvaða 22 leikmenn fara með til Þýskalands þar sem liðið spilar gegn Hoffenheim á morgun í Meistaradeildinni.

Dortmund setur Dembele í ótímabundið bann frá æfingum

Dortmund setti í dag Ousmane Dembele í ótímabundið bann frá æfingum liðsins á meðan þeir taka fyrir tilboð Barcelona í franska ungstirnið en Dembele skrópaði á æfingu eftir að fyrsta tilboði var hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×