Enski boltinn

Mourinho: Spilamennskan og sjálfstraustið það sem skiptir máli í dag

Mourinho klappar fyrir sínum mönnum yfir leiknum í dag.
Mourinho klappar fyrir sínum mönnum yfir leiknum í dag. Vísir/getty
„Það að byrja á sigri og að vera komnir á toppinn skiptir ekki öllu, spilamennskan og sjálfstraustið í liðinu er það sem skipti mig máli í dag,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sáttur að leikslokum eftir 4-0 sigur gegn West Ham í dag.

„Það voru leikir eins og þessi í fyrra sem við stjórnuðum öllum leiknum en náðum ekki að klára, við töpuðum tveimur stigum gegn West Ham til dæmis hérna í fyrra en í dag tökum við þrjú stig. Í stað þess að setjast aftur eftir annað markið þá sóttum við í leit að þriðja markinu.“

Þrátt fyrir öruggan sigur sagði Mourinho að það mætti bæta ýmislegt.

„Við byrjuðum ekkert frábærlega, við vorum stressaðir á fyrstu mínútunum en við snerum þessu okkur í hag og spiluðum fullir sjálfstrausts. Leikurinn opnaðist aðeins upp á ný eftir annað markið en við gátum slappað af og náðum að bæta við mörkum.“

Lukaku byrjar vel í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði í tvígang í leiknum.

„Það er gott fyrir leikmenn að byrja vel í nýjum liðum, sérstaklega þegar framherjar ná að byrja vel og skora mörk strax í fyrsta leik. Það er jákvætt fyrir Lukaku að ná að skora í dag rétt eins og það var jákvætt fyrir Rooney, Morata og Lacazette.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×