Enski boltinn

Sjáðu öll mörkin á dramatískum laugardegi í enska boltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Enski boltinn er farinn af stað með látum en sjö leikir fóru fram í gær og var nóg um að vera á annasömum degi.

Englandsmeistarar Chelsea fengu óvæntan skell á heimavelli gegn Burnley. Heimamenn lentu 3-0 undir í fyrri hálfleik og misstu tvo menn af velli með rautt spjald. Meistararnir náðu að koma til baka í síðari hálfleik en það reyndist ekki nóg.

Liverpool sýndi allar sínar bestu og verstu hliðar í gær. Liðið skoraði þrjú mörk gegn Watford á útivelli en fékk líka þrjú á sig, þar af jöfnunarmarkið í uppbótartíma.

Endurkoma Wayne Rooney á Goodison Park með Everton var mögnuð en hann skoraði sigurmark sinna mann strax í fyrsta leik sínum með liðinu eftir þrettán ára dvöl í Manchester United.

Allt þetta má sjá í samantektum leikjanna hér fyrir neðan, sem og allra annarra leikja í gær.

Watford 3 - 3 Liverpool

Crystal Palace 0 - 3 Huddersfield

Everton 1 - 0 Stoke

West Brom 1 - 0 Bournemouth

Southampton 0 - 0 Swansea

Chelsea 2 - 3 Burnley

Brighton 0 - 2 Manchester City


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira