Enski boltinn

Sjáðu öll mörkin á dramatískum laugardegi í enska boltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Enski boltinn er farinn af stað með látum en sjö leikir fóru fram í gær og var nóg um að vera á annasömum degi.

Englandsmeistarar Chelsea fengu óvæntan skell á heimavelli gegn Burnley. Heimamenn lentu 3-0 undir í fyrri hálfleik og misstu tvo menn af velli með rautt spjald. Meistararnir náðu að koma til baka í síðari hálfleik en það reyndist ekki nóg.

Liverpool sýndi allar sínar bestu og verstu hliðar í gær. Liðið skoraði þrjú mörk gegn Watford á útivelli en fékk líka þrjú á sig, þar af jöfnunarmarkið í uppbótartíma.

Endurkoma Wayne Rooney á Goodison Park með Everton var mögnuð en hann skoraði sigurmark sinna mann strax í fyrsta leik sínum með liðinu eftir þrettán ára dvöl í Manchester United.

Allt þetta má sjá í samantektum leikjanna hér fyrir neðan, sem og allra annarra leikja í gær.

Watford 3 - 3 Liverpool
Crystal Palace 0 - 3 Huddersfield
Everton 1 - 0 Stoke
West Brom 1 - 0 Bournemouth
Southampton 0 - 0 Swansea
Chelsea 2 - 3 Burnley
Brighton 0 - 2 Manchester City

Tengdar fréttir

Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum

Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×