Enski boltinn

Upphitun: Tölfræðin West Ham ekki í hag | Heldur gott gengi Rafa gegn Tottenham áfram?

Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni á morgun en í hádeginu taka nýliðar Newcastle á móti Tottenham en síðar um daginn mætir West Ham á Old Trafford þar sem þeir mæta Manchester United.

Pressan er heldur meiri á Old Trafford þar sem heimamenn mæta til leiks eftir tapið gegn Real Madrid á þriðjudaginn í Ofurbikar Evrópu.

Romelu Lukaku opnaði markareikning sinn í leiknum gegn Real Madrid en mikil pressa er á honum að taka við að skora mörkin af Zlatan Ibrahimovic.

Tölfræðin er West Ham ekki hagstæð en ekkert lið hefur tapað jafn mörgum leikjum í fyrstu umferð eins og West Ham (10).

Að sama skapi hefur aðeins Chelsea unnið jafn marga leiki og Manchester United á fyrsta leikdegi ensku úrvalsdeildarinnar eða sextán leiki.

Áhugavert verður að sjá hvernig Tottenham mætir til leiks en Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur aldrei tapað leik á heimavelli gegn Tottenham í átta tilraunum.

Þá er ýmsum stuðningsmönnum Tottenham eflaust eftirminnilegt þegar tíu leikmenn Newcastle unnu 5-1 sigur í lokaleik liðanna í ensku úrvalsdeildinni vorið 2015 sem þýddi að Arsenal skaust upp fyrir Tottenham í lokaumferðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira