Enski boltinn

Upphitun: Tölfræðin West Ham ekki í hag | Heldur gott gengi Rafa gegn Tottenham áfram?

Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni á morgun en í hádeginu taka nýliðar Newcastle á móti Tottenham en síðar um daginn mætir West Ham á Old Trafford þar sem þeir mæta Manchester United.

Pressan er heldur meiri á Old Trafford þar sem heimamenn mæta til leiks eftir tapið gegn Real Madrid á þriðjudaginn í Ofurbikar Evrópu.

Romelu Lukaku opnaði markareikning sinn í leiknum gegn Real Madrid en mikil pressa er á honum að taka við að skora mörkin af Zlatan Ibrahimovic.

Tölfræðin er West Ham ekki hagstæð en ekkert lið hefur tapað jafn mörgum leikjum í fyrstu umferð eins og West Ham (10).

Að sama skapi hefur aðeins Chelsea unnið jafn marga leiki og Manchester United á fyrsta leikdegi ensku úrvalsdeildarinnar eða sextán leiki.

Áhugavert verður að sjá hvernig Tottenham mætir til leiks en Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur aldrei tapað leik á heimavelli gegn Tottenham í átta tilraunum.

Þá er ýmsum stuðningsmönnum Tottenham eflaust eftirminnilegt þegar tíu leikmenn Newcastle unnu 5-1 sigur í lokaleik liðanna í ensku úrvalsdeildinni vorið 2015 sem þýddi að Arsenal skaust upp fyrir Tottenham í lokaumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×