Fótbolti

Rúnar fékk fjögur á sig í fyrsta tapinu

Rúnar Alex í leik með Nordsjælland.
Rúnar Alex í leik með Nordsjælland. vísir/getty

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Nordsjælland þurftu að sætta sig við 3-4 tap gegn Midtjylland í dönsku deildinni í dag eftir að hafa lent 0-4 undir snemma í síðari hálfleik.

Heimamenn í Midtjylland byrjuðu leikinn af krafti og komust 3-0 yfir undir lok fyrri hálfleiks en Paul Onuachu bætti við marki fyrir Midtjylland á 53. mínútu með öðru marki sínu og virtist hafa endanlega innsiglað sigurinn.

Gestirnir voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og minnkuðu muninn í þrígang en þriðja mark gestanna kom á 95. mínútu, stuttu áður en leikurinn var flautaður af.

Var þetta fyrsta tap Rúnars og félaga á þessu tímabili eftir fjóra sigurleiki í röð en honum hefur ekki tekist að halda hreinu á þessu tímabili í fimm leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira