Enski boltinn

Bristol City áhugasamt um Ögmund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ögmundur er á förum frá Hammarby.
Ögmundur er á förum frá Hammarby. vísir/getty
Ögmundur Kristinsson gæti verið á förum til enska B-deildarliðsins Bristol City samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Ögmundur er búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði Hammarby og er á förum frá sænska félaginu.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á Ögmundi hjá norskum og dönskum liðum, auk Bristol City.

Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er á mála hjá Bristol City og hefur verið frá síðasta sumri.

Frank Fielding, fyrrverandi markvörður enska U-21 árs landsliðsins, hefur varið mark Bristol City undanfarin ár. Svo gæti farið að hann fengi samkeppni frá hinum 28 ára gamla Ögmundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×