Fótbolti

Dortmund setur Dembele í ótímabundið bann frá æfingum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dembele í leik með Dortmund á dögunum.
Dembele í leik með Dortmund á dögunum. Vísir/getty

Þýska stórveldið Borussia Dortmund hefur ákveðið að setja Ousmane Dembele í ótímabundið bann frá æfingum liðsins ásamt því að sekta hann.

Dembele sem er aðeins 20 ára gamall hefur verið orðaður við Barcelona undanfarna daga en hann skrópaði á æfingu liðsins á fimmtudaginn.

Var hann sektaður af félaginu og bannað að mæta á æfingu fram á mánudag en félagið hefur nú kosið að framlengja banninu þar til málið verður leyst en honum sé frjálst að æfa einsamall.

Vill Dembele komast til Barcelona eftir aðeins eitt tímabil í herbúðum Dortmund en þýska félagið hefur þegar hafnað einu tilboði frá Börsungum sem eru á fullu að leitast við að styrkja lið sitt þessa dagana.

Dembele skrifaði undir fimm ára samning er hann gekk til liðs við Dortmund á síðasta ári en hann var valinn nýliði ársins og kosinn í lið ársins á fyrsta ári sínu í Þýskalandi.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira