Fótbolti

Dortmund setur Dembele í ótímabundið bann frá æfingum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dembele í leik með Dortmund á dögunum.
Dembele í leik með Dortmund á dögunum. Vísir/getty

Þýska stórveldið Borussia Dortmund hefur ákveðið að setja Ousmane Dembele í ótímabundið bann frá æfingum liðsins ásamt því að sekta hann.

Dembele sem er aðeins 20 ára gamall hefur verið orðaður við Barcelona undanfarna daga en hann skrópaði á æfingu liðsins á fimmtudaginn.

Var hann sektaður af félaginu og bannað að mæta á æfingu fram á mánudag en félagið hefur nú kosið að framlengja banninu þar til málið verður leyst en honum sé frjálst að æfa einsamall.

Vill Dembele komast til Barcelona eftir aðeins eitt tímabil í herbúðum Dortmund en þýska félagið hefur þegar hafnað einu tilboði frá Börsungum sem eru á fullu að leitast við að styrkja lið sitt þessa dagana.

Dembele skrifaði undir fimm ára samning er hann gekk til liðs við Dortmund á síðasta ári en hann var valinn nýliði ársins og kosinn í lið ársins á fyrsta ári sínu í Þýskalandi.

Fleiri fréttir

Sjá meira