Enski boltinn

Pochettino: Áttum skilið að vinna þennan leik

Pochettino er hann skipti Alli af velli.
Pochettino er hann skipti Alli af velli. Vísir/getty

Mauricio Pochettino var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur Tottenham gegn Newcastle í hádegisleik dagsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en það tók Tottenham rúmlega klukkutíma að brjóta niður nýliðanna á St. James Park.

„Við vissum að þeir vilja spila þétt og sitja aftarlega og það gerði okkur erfitt fyrir að hreyfa boltann vel, finna svæði sem við viljum finna og skapa færi. Þrátt fyrir það stjórnuðum við leiknum og áttum skilið að vinna þennan leik.“

Staðan var enn markalaus þegar Jonjo Shelvey var vikið af velli.

„Við eigum slæmar minningar frá þessum velli og það var mikilvægt að ná að svara fyrir það. Þetta var greinilegt rautt spjald og það hjálpaði okkur að ná betri stjórn á leiknum.“

Kyle Walker-Peters átti flottan leik í hægri bakverði en hann var valinn maður leiksins.

„Ég vildi ekki setja pressu á hann fyrir leikinn og tala hann upp en hann sýndi það í Bandaríkjunum að hann er tilbúinn í þetta. Hann verður hinsvegar að halda sér á jörðinni, þetta var bara einn leikur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira