Enski boltinn

Diego Costa: Conte er fjarlægur og ekki með persónutöfra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Costa og Conte þegar allt lék í lyndi.
Costa og Conte þegar allt lék í lyndi. vísir/getty
Diego Costa segir Chelsea og knattspyrnustjóra liðsins, Antonio Conte, til syndana í viðtali við Daily Mail.

Costa var markahæsti leikmaður Chelsea þegar liðið varð Englandsmeistari á síðasta tímabili. Í júní sendi Conte honum hins vegar skilaboð og sagði að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Chelsea.

Þrátt fyrir allt er Costa enn leikmaður Chelsea og félagið vill núna láta hann æfa með varaliðinu. Hann er hins vegar staddur í Brasilíu þessa stundina.

„Af hverju leyfa þeir mér ekki að fara ef þeir vilja mig ekki? Ég verð að gera það sem ég þarf að gera. Ég verð að hugsa um sjálfan mig. Ég hef verið góður strákur og reynt að gera það sem er rétt. Ég vil fara til Atlético Madrid,“ sagði Costa.

Að sögn framherjans öfluga var það ljóst strax í janúar að Conte vildi losna við hann.

„Ég var nálægt því að endurnýja samninginn minn en þeir hættu við. Ég gruna stjórann að standa á bak við það,“ sagði Costa.

„Hugmyndir hans eru mjög skýrar. Ég er búinn að sjá hvers lags maður hann er. Hann hefur sínar skoðanir og þær eru ekki að fara að breytast. Ég virði hann sem frábæran stjóra. Hann hefur gert frábæra hluti en ég er ekki hrifinn af honum sem manni. Hann er ekki náinn leikmönnunum sínum. Hann er mjög fjarlægur. Hann er ekki með persónutöfra.“


Tengdar fréttir

Gerði meisturunum lífið leitt

Burnley kom öllum á óvart með því að vinna Englandsmeistara Chelsea, 2-3, á Stamford Bridge í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×