Fótbolti

Hællinn stoppaði Rúrik en ekki félaga hans í Nürnberg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Vísir/Getty
Rúrik Gíslason og félagar í 1. FC Nürnberg komust í kvöld áfram í aðra umferð þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu.

Nürnberg vann þá 2-1 útisigur á MSV Duisburg sem spilar líka í þýsku b-deildinni.

Rúrik Gíslason gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla á hæl en hann hafði hjálpað sínu liði að vinna tvo fyrstu deildarleiki tímabilsins og var í byrjunarliðinu í leiknum á undan.

1. FC Nürnberg lítur mjög vel í upphafi tímabilsins með þrjá sigrar í þremur fyrstu deildar- og bikarleikjunum og markatalan er 6-0 Nürnberg í vil.

Mörk í leiknum skoruðu þeir Hanno Behrens (21. mínúta) og Georg Margreitter (41. mínúta) en Sebastian Kerk lagði upp bæði mörkin. Heimamenn minnkuðu muninn úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma en nær komust þeir ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×