Fótbolti

Mikilvægur sigur hjá Dagnýju og stöllum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dagný í leik á EM með íslenska landsliðinu en hún lék í rúmlega sextíu mínútur í nótt.
Dagný í leik á EM með íslenska landsliðinu en hún lék í rúmlega sextíu mínútur í nótt. vísir/getty
Dagný Brynjarsdóttir lék fyrsta klukkutímann í 3-2 sigri Portland Thorns á útivelli í NWSL-deildinni í fótbolta í nótt en með sigrinum náði Portland öðru sætinu.

Gestirnir frá Portland komust 2-0 yfir snemma leiks með mörkum frá Hayley Raso og Christine Sinclair en Chicago náði að jafna fyrir lok fyrri hálfleiks með mökrum frá Christen Press og Sofia Huerta.

Var staðan því 2-2 í hálfleik en eftir tuttugu mínútna leik í seinni hálfleik skoraði varnarmaðurinn Emily Sonnett þriðja mark Portland sem reyndist vera sigurmark leiksins.

Stuttu síðar var Dagnýju skipt af velli en liðsfélögum hennar tókst að landa sigrinum og komast upp fyrir Chicago í annað sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir North Carolina Courage sem á þó leik til góða.

Var þetta fimmti leikurinn í röð hjá Portland án ósigurs og fjórði sigurleikurinn í röð en Portland heldur áfram að brúa bilið á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×