Enski boltinn

Sálfræðitímar Shelvey ekki að skila neinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jonjo Shelvey olli félögum sínum í Newcastle miklum vonbrigðum í leiknum gegn Tottenham í gær er hann lét reka sig af velli fyrir fáranlega hegðun.

Shelvey traðkaði þá ofan á fæti Dele Alli að óþörfu. Andre Marriner dómari sá atvikið vel og gat lítið annað gert en rekið Shelvey af velli.

Þá var staðan í leiknum 0-0 en Spurs vann svo leikinn, 0-2.

Shelvey hefur átt í vandræðum með skapið í gegnum tíðina og hefur verið að vinna í sínum reiðivandamálum með sálfræðingi síðan hann var rekinn af velli um miðja síðustu leiktíð. Þeir tímar eru ekki að skila sínu ef mið er tekið af hegðun hans í gær.

„Ég var rekinn út af gegn Forest í fyrra og fór þá að hitta sálfræðing. Ég hagaði mér kjánalega þá og þarf að læra að halda kjafti og labba í burt í stað þess að blanda mér í vandræði,“ sagði Shelvey eftir leikinn í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×