Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

„Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“

„Við búum á Þórsgötunni í húsi með fjórum íbúðum og erum þar öll nema dóttirin sem býr í Bandaríkjunum. Þar ætlum við að anda í eitt ár en ég skal alveg viðurkenna að það hefur bjargað okkur alveg sálfræðilega að geta verið svona saman fjölskyldan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ekki víst hvers vegna kom ekki til eld­goss

Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður.

Innlent
Fréttamynd

Opnað á sölu húsa í Grinda­vík

Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu.

Innlent
Fréttamynd

„Sam­ræðurnar sem ég hef átt við sumt fólkið eru al­gjör­lega fá­rán­legar“

Eigendur húss í Grindavík sem eyðilagðist í eldgosinu í janúar þurfa sjálf að hreinsa járn og rusl af húsgrunninum til að geta leyst út förgunargjald frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þau þurfa sárlega á fjármununum að halda til að geta gengið frá kaupum á nýju húsnæði. Bæjaryfirvöld ætlast til þess að lóðin sé hreinsuð en vilja á sama tíma ekki að eigendur séu á staðnum, þar sem Grindavík er skilgreint hættusvæði.

Innlent
Fréttamynd

Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum

Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli.

Innlent
Fréttamynd

Bláa lónið opnað á ný

Allar starfsstöðvar Bláa lónsins hafa verið opnaðar á ný eftir lokun og rýmingu síðdegis á laugardag þegar allt benti til þess að eldgos væri yfirvofandi. 

Innlent
Fréttamynd

Dregur lík­lega til tíðinda í vikunni

Líklegt er að það dragi til tíðinda á ný á Reykjanesi í vikunni að mati Benedikts Ófeigssonar jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kvikuhólfið undir Svartsengi heldur áfram að fyllast en á morgun verður staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup.

Innlent
Fréttamynd

„Við getum búist við að þetta endur­taki sig“

Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum.

Innlent
Fréttamynd

Af­létta rýmingu í Grinda­vík

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Endur­meta rýmingu í kvöld

Lögreglan á Suðurnesjum hyggst endurmeta aðgengi að rýmdum svæðum í og við Grindavík í kvöld klukkan 19:00. Beðið er eftir því að Veðurstofan vinni úr gögnum af svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­stig lækkað á tveimur svæðum

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Í ljósi þróunar á virkninni frá því í gær hefur hættustig verið lækkað á tveimur svæðum. Á öðrum svæðum er hættumatið það sama og var í gildi fyrir atburðarás gærkvöldsins.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells

Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells.

Innlent
Fréttamynd

Upp­fært hættu­mat

Veðurstofa Íslands hefur uppfært nýtt hættumat og fylgir því hættumatskort sem skiptist upp í sjö hættusvæði. Hættan er talin mjög mikil á tveimur þeirra, lengju sem nær frá Klifhólahrauni norðan við Grindavík yfir Sundhnúksgíga og norður að Kálffellsheiði handan við hraunið frá því í desember í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á minna eld­gosi

Aflögunin sem nú mælist er mun minni en hefur áður mælst í aðdraganda eldgosa. Það gæti bent til þess að minni kvika sé á ferðinni nú en í fyrri eldgosum.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending frá Reykja­nes­skaga

Kvikuhlaup er hafið skammt frá Sýlingarfelli, rúmum einum kílómetra austan við fellið. Öflug og skyndileg skjálftavirkni er hafin við Stóra-Skógfell og við Sýlingarfell á Reykjanesi. Í fyrri eldgosum á Reykjanesi hafa slíkar hrinur verið undanfari eldgoss. Svæðið í kringum Grindavík hefur verið rýmt.

Innlent
Fréttamynd

Fimm til átta hundruð manns í Bláa lóninu

Unnið er að því að rýma Grindavík, Bláa lónið og svæðið í kringum Svartsengi vegna þeirrar skjálftavirkni sem tók sig upp á Sundhnúkagígsröðinni um klukkan 16 í dag. Mörg hundruð manns voru í Bláa lóninu þegar viðvörunarlúðrarnir fóru í gang. 

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Kviku­hlaup skammt frá Sýlingar­felli

Kvikuhlaup sem hófst skammt frá Sýlingarfelli um 16 í dag virðist hafa stöðvast í bili þar sem smáskjálftavirkni á svæðinu er hætt. Enn er þó of snemmt að fullyrða að kvikuhlaupinu sé lokið og að ekki komi til eldgoss.

Innlent
Fréttamynd

Tíu milljónir rúm­metra af kviku

Rólegt hefur verið yfir Reykjanesi í dag. Enn eru þó miklar líkur á að af eldgosi verði og er kerfið tilbúið í gos og heldur kvikumagn áfram að aukast.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er komið að þolmörkum“

Líklega mun gjósa á næstu þremur dögum að sögn eldfjallafræðingsins Þorvaldar Þórðarsonar. Hann spáir kraftmiklu eldgosi sem detti hratt niður og endist stutt. Á Veðurstofunni fylgjast sérfræðingar grannt með mælum og vefmyndavélum til að geta brugðist sem hraðast við.

Innlent
Fréttamynd

Altjón á yfir sex­tíu húsum í Grinda­vík

Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 

Innlent
Fréttamynd

Mat á skemmdum eigna í Grinda­­vík nánast lokið

Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku.

Innlent