Tíska og hönnun

Fréttamynd

Nýjasta stórstjarna Hollywood fer sínar eigin leiðir

Leikkonan Florence Pugh fer með aðalhlutverk í umtöluðu kvikmyndinni Don't Worry Darling sem frumsýnd verður á föstudaginn næsta í kvikmyndahúsum um allan heim. Florence, sem er 26 ára gömul, hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir glæsilegan stíl sinn, yfirvegað viðhorf og einlæga, sjarmerandi nærveru. Blaðamaður ákvað að fara yfir feril Florence og fá nánari innsýn í líf þessarar rísandi stórstjörnu.

Lífið
Fréttamynd

Með nælu og hatt til heiðurs langömmu

Mæðgurnar Katrín prinsessa af Wales og Karlotta heiðruðu minningu Elísabetar II Bretadrottningar við útför hennar í dag með skartgripavali sínu. Útförin fór fram í West­minster Abbey í Lundúnum og var henni streymt hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Lífið
Fréttamynd

„Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“

„Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Finnst lítið spennandi að fara í jakkaföt og skyrtu“

Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason hefur starfað innan tískuheimsins í langan tíma og farðað hinar ýmsu stórstjörnur, á borð við Íslandsvinkonuna Katy Perry og Dua Lipa. Hann elskar hvað tískan er breytileg og hefur farið í gegnum ólík tímabil í klæðaburði en hallast núna að andro stíl og hefur alltaf verið hrifinn af litum og munstrum. Ísak Freyr er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fyrstur manna á forsíðu breska Vogue

Leikarinn Timothée Chalamet fékk þann heiður að vera fyrstur manna til þess að sitja einn á forsíðu tímaritsins breska Vogue. Þar fetar hann í fótspor söngvarans Harry Styles, sem var fyrsti maðurinn til þess að gera slíkt hið sama hjá ameríska Vogue árið 2020.

Lífið
Fréttamynd

„Eins og að vera í íslensku felulitunum“

66°Norður gefur út Dyngju úlpuna í sérstakri útgáfu með jöklaprenti. Úlpan ber mynd sem ljósmyndarinn Benjamin Hardman tók af íslenskum jöklum. Hann hefur síðustu misseri vakið mikla athygli fyrir myndir sínar af íslenskri náttúru.

Lífið
Fréttamynd

„Rokkstjörnustælar og bling“

Litagleði, gelluvíbrur og rokkstjörnu stælar einkenna Júlíu Grönvaldt, sem starfar sem listrænn stjórnandi og stílisti við fjölbreytt verkefni tengd tísku, menningu og listum. Hún lærði tískumiðlun í Flórens á Ítalíu en flutti heim eftir námið til að vinna sem sjálfstætt starfandi og elskar að geta notað ástríðu sína á tísku í starfi. Júlía er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rata­jkowski segir skilið við eigin­mann sinn

Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski.

Lífið
Fréttamynd

Hugsa eigi um vöru­­merki eins og litla svarta kjólinn

Það getur ýmislegt mælt með því að breyta útliti rótgróins vörumerki en það er engin ástæða til að gera það ef markmiðið er bara að gera breytingar breytinga vegna. Hugsa á um vörumerki eins og litla klassíska svarta kjólinn í fataskápnum sem passar alltaf og fer líklega aldrei úr tísku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Biðinni eftir Björk lokið

Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“.

Tónlist
Fréttamynd

Úrhelli og sól til skiptis á sundfataviðburði Swimslow

Íslenska sundfatamerkið Swimslow fagnaði árstíðaskiptunum og fimm ára afmæli á Petersen svítunni með Aperol Spritz á fimmtudag. Glæsilegar ljósmyndir eftir Silju Magg úr nýjustu herferð merkisins prýddu veggi en herferðin var skotin á Langasandi á Akranesi og í nýju sjóböðunum í Hvammsvík.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Eina eintakið fauk út í logandi hraunið

Spilahöfundarnir Guðmundur Egilsson og Ásgeir Frímannsson lentu heldur betur í óhappi þegar þeim datt í hug að nýta eldgosið í markaðsefni: „Við vorum að vera sniðugir að taka upp markaðsefni fyrir spilið þegar spilakassinn okkar fauk út í logandi hraunið og brann til kaldra kola.“

Lífið
Fréttamynd

Hannaði silfur­men með safírum og demöntum fyrir Katy Perry

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Í of áberandi kjól fyrir Versali

Brynja Kúla Guðmundsdóttir er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og lýsir stíl sínum sem áberandi og litríkum. Hún segir ónauðsynlegt að takmarka sig við einhvern einn stíl og að engar reglur gildi í leik tískunnar. Brynja Kúla er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð“

„Þetta getur vissulega verið krefjandi á tímum en ég finn mig mjög vel í þessu hlutverki. Það sem skiptir mig og okkur öllu máli er að setja börnin í fyrsta sætið, passa uppá samskiptin og að öllum líði vel í breyttum aðstæðum,“ segir Camilla Rut í viðtali við Makamál. 

Lífið