Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 07:41 Bandaríkjamaðurinn Yvon Chouinard stofnaði útivistarfatnaðarframleiðandann Patagonia árið 1973. Hér er hann í einni verslun sinni árið 1993. Getty Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. Hinn 83 ára Chouinard segist vona að með þessu nýja eigendafyrirkomulagi verði hægt að tryggja að allur hagnaður fyrirtækisins, sem fari ekki í uppbyggingu þess, renni til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Áætlar hann að um 100 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar íslenskra króna, muni þannig renna til baráttunnar á ári hverju. BBC segir frá því að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 1973 og að tekjur þess á síðasta ári hafi numið um 1,5 milljarði Bandaríkjadala. Þá er talið að auðævi Chouinard hafi numið um 1,2 milljarði Bandaríkjadala, um 168 milljarðar íslenskra króna. „Þrátt fyrir mikilleika þess þá eru auðlindir jarðar ekki óendanlegar, og það má ljóst vera að við höfum gengið umfram þanþol,“ sagði Chouinard þegar hann rökstuddi ákvörðun sína að gefa fyrirtækið frá sér. „Í stað þess að kreista verðmæti úr náttúrunni og umbreyta í auð, þá erum við að nýta þann auð sem Patagonia skapar til að vernda uppsprettuna.“ Fyrirtækið, sem staðsett er í Kaliforníu, hefur síðustu ár gefið um prósent af árlegum hagnaði til grasrótarsamtaka sem vinna að sjálfbærni. Bandaríkin Tíska og hönnun Fjallamennska Loftslagsmál Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hinn 83 ára Chouinard segist vona að með þessu nýja eigendafyrirkomulagi verði hægt að tryggja að allur hagnaður fyrirtækisins, sem fari ekki í uppbyggingu þess, renni til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Áætlar hann að um 100 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar íslenskra króna, muni þannig renna til baráttunnar á ári hverju. BBC segir frá því að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 1973 og að tekjur þess á síðasta ári hafi numið um 1,5 milljarði Bandaríkjadala. Þá er talið að auðævi Chouinard hafi numið um 1,2 milljarði Bandaríkjadala, um 168 milljarðar íslenskra króna. „Þrátt fyrir mikilleika þess þá eru auðlindir jarðar ekki óendanlegar, og það má ljóst vera að við höfum gengið umfram þanþol,“ sagði Chouinard þegar hann rökstuddi ákvörðun sína að gefa fyrirtækið frá sér. „Í stað þess að kreista verðmæti úr náttúrunni og umbreyta í auð, þá erum við að nýta þann auð sem Patagonia skapar til að vernda uppsprettuna.“ Fyrirtækið, sem staðsett er í Kaliforníu, hefur síðustu ár gefið um prósent af árlegum hagnaði til grasrótarsamtaka sem vinna að sjálfbærni.
Bandaríkin Tíska og hönnun Fjallamennska Loftslagsmál Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira