Tíska og hönnun

Fréttamynd

Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira

„Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Það er ekkert bannað þegar það kemur að tísku“

Fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir hefur ferðast víða um heiminn í starfi sínu og má með sanni segja að tíska hafi mikil áhrif á hennar líf, þar sem hún lifir og hrærist í þeim heimi. Hún býr yfir fjölbreyttum stíl og fylgir engum boðum og bönnum þegar það kemur að klæðaburði. Alísa Helga er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Myndi ekki vilja láta finna mig dauða í ýmsum flíkum“

Búningahönnuðurinn og listamaðurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir, jafnan þekkt sem Sylvía Lovetank, hefur alla tíð verið samkvæm sjálfri sér í fatavali. Hún segir mikilvægast að hlusta á hjartað þegar það kemur að persónulegum stíl en tíska er órjúfanlegur hluti af lífi hennar og starfi. Sylvía Lovetank er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ein­býli með bar og ar­instofu falt fyrir 265 milljónir

Rúmlega þrjú hundruð fermetra einbýlishús á Starhaga í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu. Ásett verð eru 265 milljónir króna. Húsið er hannað af Halldóri Jónssyni og í kjallaranum er arinstofa með innréttingum sem Sveinn Kjarval hannaði. Örstutt er á Ægisíðuna. 

Lífið
Fréttamynd

„Ætlaði sko ekki að falla inn í hópinn“

Tónlistarmaðurinn, stærðfræði séní-inn og lífskúnstnerinn Kjalar söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í Idolinu í vetur þar sem hann hafnaði öðru sæti. Kjalar hefur einnig vakið mikla athygli fyrir einstakan stíl sinn en hann elskar litríkar flíkur og er að eigin sögn duglegur að ögra sér í fatavali. Kjalar er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Arnar og Brynja selja mið­bæjar­perluna

Arnar Már Eyfells, eigandi Ketchup Creative, og Brynja Kúla Guðmundsdóttir, fyrirsæta og leikkona, hafa sett stórkostlega íbúð sína í miðbænum á sölu. Þessi litríka perla vakti mikla athygli í þáttunum Heimsókn nú á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Töfrandi augnablik með Múmínpabba og Hemúlnum

Nýjustu vörurnar í klassísku vörulínu Moomin frá Arabia eru tvö matarsett, myndskreytt Múmínpabba og Hemúlnum. Myndirnar sýna tvær af dáðustu persónum Múmíndals að sinna sínum uppáhalds verkum og áhugamálum. Múmínpabbi sinnir fjölskyldunni og heimilinu en Hemúllinn eltist við sjaldgæfar plöntutegundir. Nýjungarnar eiga að sýna okkur töfrandi augnablik, sem helst gerast þegar við tökum frá litla stund fyrir okkur sjálf til að vera við sjálf.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Labbaði á tískusýningu komin átta mánuði á leið

Stílistinn og tískuskvísan Karin Arnhildardóttir hefur brennandi áhuga á klæðaburði og reynir alltaf að kaupa flíkur sem endast lengi. Stíllinn hennar hefur breyst svolítið á síðustu árum þar sem hún sækir meira í þægindi, sem hún segir ekki alltaf hafa verið í forgangi hjá sér. Karin er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Geim­veru­neglur það nýjasta í na­gla­tískunni

Tískan er fljót að breytast og þar eru neglur engin undantekning. Hailey Bieber neglurnar hafa verið þær allra vinsælustu um nokkurt skeið en nú virðist sem ný tíska sé tekin við. Svokallaðar geimveruneglur eru nú áberandi en stjörnur á borð við Anne Hathaway og Hunter Schafer hafa sést skarta slíkum nöglum undanfarna daga.

Lífið
Fréttamynd

Rúna Dögg nýr framkvæmdastjóri Kolofon

Rúna Dögg Cortez er nýr framkvæmdastjóri hönnunarstofunnar Kolofon. Hún hefur starfað hjá stofunni síðan um sumarið 2021. Á þeim tíma hefur hún haldið utan um verkferla og umsjón viðskiptavina sem hönnunarstjóri stofunnar. Síðan í fyrra hefur hún einnig setið í framkvæmdastjórn stofunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spennandi innblástur fyrir ferminguna á hérer.is

Þau ykkar sem hafið áhuga á tísku og lífsstílstengdu efni ættuð líklega að setja HÉRER.IS í „favorites“ en þar má finna fjöldan allan af greinum sem gefa góð ráð og innblástur. Nú eru fermingar á næsta leiti og alltaf gott að geta fengið hugmyndir á einum stað áður en haldið er í verslunarleiðangur.

samstarf
Fréttamynd

Stjörnurnar fögnuðu í eftir­partýi Vanity Fair

Að Óskarsverðlaunahátíðinni lokinni er kvöldið þó rétt að byrja hjá stjörnunum sem tínast í hin ýmsu eftirpartý. Langstærst er eftirpartý tímaritsins Vanity Fair en þangað flykkjast allar stærstu stjörnurnar.

Lífið
Fréttamynd

Allt fyrir ferminguna á Boozt – vefverslun vikunnar á Vísi

Hjá Boozt finnur þú allt til að fullkomna fermingarútlitið, við erum með kjóla, jakkaföt, fylgihluti, skó og förðunarvörur fyrir fermingarbarnið, flíkur fyrir systkini fermingarbarnsins og foreldrana og síðast en ekki síst hundruð mismunandi fermingargjafahugmynda.

Samstarf
Fréttamynd

„Engin ein rétt leið til að vera smart“

Margrét Mist Tindsdóttir, jafnan þekkt sem Maja Mist, lifir og hrærist í tískuheiminum en hún starfar nú sem markaðsstjóri hjá Húrra Reykjavík eftir nokkur ár í tískubransanum í Kaupmannahöfn. Henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að klæðast kjólum og pilsum og finnst fjölbreytileikinn það skemmtilegasta við tískuna. Maja Mist er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tísku­sýning Victoria's Secret snýr aftur

Hin umdeilda tískusýning undirfatarisans Victoria's Secret verður haldin í ár í fyrsta sinn eftir fjögurra ára hlé. Fyrirtækið hefur gengist við því að hafa verið of lengi að bregðast við breyttum heimi. Forstjórinn segir að nú sé kominn tími til að hætta að gera það sem karlmenn vilja og fara að gera það sem konur vilja.

Lífið