Gina Tricot er ein af stærstu tískufatakeðjum Svíþjóðar og er Íslendingum að góðu kunn enda rekur tískuvörumerkið um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi.
Gina Tricot er rekið í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon en þau hafa rekið Lindex vörumerkið hér á landi í yfir áratug á farsælan hátt.
Í tilkynningu kemur fram að Gina Tricot bjóði konum og stúlkum skandinavískan tískufatnað og fylgihluti fyrir öll tilefni ásamt nýjum línum Gina Tricot Home og Gina Tricot Young sem er lína í stærðum 134-164.
Í fyrsta sinn er viðskiptavinum á höfuðborgarsvæðinu boðið uppá að velja um afhendingu samdægurs sé verslað fyrir kl. 16:00. Afhending er um land allt með þjónustu Dropp ásamt Póstinum auk þess sem viðskiptavinum gefst tækifæri til að sækja pantanir sínar á opnunartíma starfsstöðvar Gina Tricot í Skeiðarási 8, Garðabæ samdægurs og án kostnaðar.
„Eftir allan undirbúninginn og framlag þeirra fjölmörgu samstarfsaðila okkar sem lögðu hönd á plóginn getum við loks opnað Gina Tricot fyrir tískumeðvituðum konum á Íslandi. Við erum ótrúlega spennt fyrir framtíðinni!“segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi.

Netverslun ginatricot.is opnar á slaginu kl. 12:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með á Instagram síðunni @ginatricoticeland og Facebook, Gina Tricot Iceland.