Óli Kr. Ármannsson

Fréttamynd

Hætturnar leynast víða

Hafin er umræða um hvernig tryggja megi betur öryggi ferðamanna hér á landi eftir að kínverskur maður lét lífið í hörmulegu slysi í Reynisfjöru á miðvikudagsmorgun. Slys á ferðamönnum hafa verið tíð síðustu vikur og eðlilegt að þau verði kveikja að vangaveltum um hvort hér megi ekki eitthvað betur fara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Refsigleði

Hæstiréttur mildaði í gær dóma yfir burðardýri og sendli í umfangsmiklu fíkniefnamáli. Maður sem gerður var út hér heima til að sækja fíkniefnin fær fjögurra ára dóm í stað fimm og dómur yfir hollenskri konu sem gerð var út með efnin á milli landa var styttur um þrjú ár. Hún fær átta ár í stað ellefu í héraði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gengið alla leið í hömlunum

Viðbrögð við nýjasta áfellisdómi yfir íslenskri stjórnsýslu eru umhugsunarverð. EFTA-dómstóllinn komst að því nú í byrjun vikunnar að innflutningsbann ríkisins á fersku ófrosnu kjöti stæðist ekki ákvæði EES um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rangfærslur

Yfirlýsing Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær um að engin áform væru uppi í utanríkisráðuneytinu um að hverfa frá stuðningi Íslands við viðskiptaþvinganir á hendur Rússlandi er ánægjuleg. Enda væri vegið að hagsmunum landsins ef látið yrði undan þeim vælukór sem kvartað hefur

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýta á færi til uppstokkunar

Frá því í haust hafa staðið yfir fundir vegna nýrra búvörusamninga við bændur og eiga þeir að vera til tíu ára. Þær litlu spurnir sem er að hafa af þessu ferli benda til þess að ráðast eigi í töluverðar breytingar

Fastir pennar
Fréttamynd

Enn bætist í misskiptinguna

Umsögn Fjármálaeftirlitsins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu o.fl. er dálítið forvitnileg. Frumvarpið, sem tekið var til fyrstu umræðu í desemberbyrjun, kveður á um afnám banns við gengislánum .

Fastir pennar
Fréttamynd

Heiðursborgari

Full ástæða er til að óska Sveini Rúnari Haukssyni, lækni og formanni félagsins Ísland-Palestína, til hamingju með þann virðingarvott sem palestínska þjóðin sýndi honum í vikunni með því að veita honum heiðursríkisborgararétt í Palestínu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sögulærdómur

Auðvelt er að gleyma því í gleði jóla­hátíðarinnar og aðdraganda áramóta að í heiminum eru í dag uppi aðstæður sem ekki er að finna hliðstæðu við nema að leita áratugi aftur í tímann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Andi jólanna?

Látnir voru lausir í gær fjórir menn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl hingað til lands. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni og væntan­lega til marks um að rannsókn lögreglu sé vel á veg komin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sumt gott og annað skrítið

Fáum virðist vel við stofnanir ef marka má viðbrögð við tillögum Viðskiptaráðs sem kynntar voru í gær um að fækka ríkisstofnunum um meira en helming. Flestar snúa tillögurnar að sameiningu stofnana, eða að því að safna þeim undir einn hatt, en í fimm tilvikum er lagt til að leggja stofnanir niður án þess að verkefnin færist annað hjá ríkinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skiljanleg reiði

Fjöldi fólks frá Albaníu sem festa vill rætur á Íslandi veldur stjórnvöldum nokkrum vandkvæðum, enda fellur fólkið ekki undir skilgreiningar sem notast er við á flóttafólki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verðtrygging skiptir engu máli

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var tekinn tali í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Hann ræddi þar stöðu efnahagsmála, en var einnig spurður út í verðtrygginguna sem margir hafa illan bifur á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eftirbátar í samanburði

Fagleg þjónusta Landspítalans, lækningar, hjúkrun, endurhæfing og rannsóknir byggjast á að fjárveitingar dugi fyrir því hlutverki sem spítalanum er ætlað að gegna. Á þetta er minnt í yfirlýsingu sem læknaráð og hjúkrunarráð spítalans sendu frá sér í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Víða þarf að rétta hlut

Fengju aldraðir og öryrkjar sambærilega afturvirka hækkun og kjararáð hefur úthlutað kjörnum fulltrúum þjóðarinnar og embættismönnum sem undir ráðið heyra þá myndi það þýða að framfærsla hluta hópsins færi úr 172.000 í 187.996 krónur. Þar munar tæpum 16 þúsund krónum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óttaviðbrögð

Ekki þarf mikið til að æra óstöðuga og kemur ekki á óvart að í ákveðnum hópum hér á landi hafi forsprökkum hryðjuverkaárásanna í París tekist að æsa upp fordóma og hatur á öðru fólki. Í slíku andrúmslofti er sérstaklega mikilvægt að sæmilega hugsandi fólk gæti að því að bæta ekki olíu á eld sundrungar og ótta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að taka til

Dálítið skondið er að hlutfall þeirra sem halda vilja í krónuna og hafna henni er mjög nálægt hlutfalli þeirra sem halda vilja ríkissambandi við kirkjuna og ekki. Niðurstöðurnar virðast í fljótu bragði innan skekkjumarka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Það er vesen að nota krónu

Vaxandi áhyggjur eru af hve hagþróuninni svipar til þróunarinnar á fyrirhrunsárunum. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, náði ágætlega utan um þetta í fyrirspurn til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í fyrradag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Höldum okkur við staðreyndir

Margoft hefur komið fram í umræðu um mögulegan sæstreng fyrir rafmagn milli Íslands og Bretlands að ekki standi til að virkja hér hverja sprænu til að selja orkuna svo til útlanda eins og hvert annað hráefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blásið í bóluna

Kannski á að taka viljann fyrir verkið þegar fólk stígur fram með hugmyndir til þess að auðvelda hér fólki sín fyrstu íbúðarkaup.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svipu beitt á þolendur brota

Dæmi eru um að konur hafi verið „of seinar“ til að kæra kynferðisbrot gegn þeim vegna þess að neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum hefur sett sér starfsreglur um að geyma ekki lífsýni og sönnunargögn nema í rétt rúma tvo mánuði. Upplýst var um þetta í Fréttablaðinu í gær og um leið að lögreglu hafi ekki verið kunnugt um þessa tilhögun.

Fastir pennar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.