Hætturnar leynast víða Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Hafin er umræða um hvernig tryggja megi betur öryggi ferðamanna hér á landi eftir að kínverskur maður lét lífið í hörmulegu slysi í Reynisfjöru á miðvikudagsmorgun. Slys á ferðamönnum hafa verið tíð síðustu vikur og eðlilegt að þau verði kveikja að vangaveltum um hvort hér megi ekki eitthvað betur fara. En um leið og umræðan er þörf og ágæt er mikilvægt að ekki ráð för lítt hugsuð viðbrögð við voveiflegum atburðum. Þannig má velta fyrir sér hvort ekki sé farið offari þegar velt er upp hugmyndum um auknar takmarkanir að vinsælum ferðamannastöðum, eða uppsetningu markaðra gönguleiða sem fólk er beðið að halda sig innan. Ímynd landsins snýst jú að stórum hluta um að hér megi ganga að óspilltri náttúru vísri og víðernum sem fara má um jafnvel án þess að rekast á aðra manneskju. Vitað mál er að íslensk náttúra getur verið bæði hættuleg og óvægin, bæði vegna aðstæðna og svo vegna veðurs. Hér verða ferðamenn seint leiddir þannig um að þeir þurfi hvergi að gá að sér, hvort sem um er að ræða innfædda eða útlendinga. Um leið er ljóst að upplýsa þarf fólk um þær hættur sem á vegi þeirra geta orðið. Að því loknu hlýtur að þurfa að treysta hverjum og einum til að bera ábyrgð á sjálfum sér. Dæmin sanna hins vegar að enn betur þarf líklega að gera í að vara fólk við og þá sér í lagi á stöðum á borð við Reynisfjöru. Líklega er lykillinn að því að auka öryggi ferðamanna fólginn í auknum forvörnum og fræðslu. Í viðtali við Vísi í gær bendir Jónas Guðmundsson, ferðamálafræðingur sem meðal annars vinnur að slysavörnum ferðamanna hjá Landsbjörgu, að í þeim efnum hafi ýmislegt verið gert, svo sem með samstarfsverkefninu Safe Travel, en augljóslega þurfi að bæta í. Hann bendir líka á að huga þurfi að uppbyggingu innviða sem hreint ekki geri ráð fyrir þeirri aukningu sem orðið hefur á ferðamönnum hingað til lands. Þar er vegakerfið æpandi dæmi. Dauðagildrum má til dæmis fækka með því að einbreiðar brýr hverfi úr vegakerfinu. Þá bendir Jónas á að fjölga mætti útskotum þar sem ferðamenn geta stöðva bíla sína til að taka myndir og njóta náttúru. „Svo væri það bara 100 þúsund króna sekt ef þú stoppar á miðjum veginum,“ stingur hann líka upp á. Þá verður að teljast undarleg stefna að berja í gegn niðurskurð hjá lögregluliðum landsins þar sem straumur ferðamanna er hvað mestur eins og raunin er á Suðurlandi. Það er ekki nóg að laða hingað ferðamenn með markaðssetningu heldur þarf líka að sinna þeim þegar þeir eru komnir á staðinn. Hætt er við að draga kunni úr vilja fólks til að koma hingað til lands ef landið fær á sig þann stimpil að vera dauðagildra vegna þess að stjórnvöld ráðstafi ekki fjármunum í uppbyggingu og viðhald innviða. Náttúrunni verður ekki stýrt, en það sem við verður ráðið á að hafa í lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun
Hafin er umræða um hvernig tryggja megi betur öryggi ferðamanna hér á landi eftir að kínverskur maður lét lífið í hörmulegu slysi í Reynisfjöru á miðvikudagsmorgun. Slys á ferðamönnum hafa verið tíð síðustu vikur og eðlilegt að þau verði kveikja að vangaveltum um hvort hér megi ekki eitthvað betur fara. En um leið og umræðan er þörf og ágæt er mikilvægt að ekki ráð för lítt hugsuð viðbrögð við voveiflegum atburðum. Þannig má velta fyrir sér hvort ekki sé farið offari þegar velt er upp hugmyndum um auknar takmarkanir að vinsælum ferðamannastöðum, eða uppsetningu markaðra gönguleiða sem fólk er beðið að halda sig innan. Ímynd landsins snýst jú að stórum hluta um að hér megi ganga að óspilltri náttúru vísri og víðernum sem fara má um jafnvel án þess að rekast á aðra manneskju. Vitað mál er að íslensk náttúra getur verið bæði hættuleg og óvægin, bæði vegna aðstæðna og svo vegna veðurs. Hér verða ferðamenn seint leiddir þannig um að þeir þurfi hvergi að gá að sér, hvort sem um er að ræða innfædda eða útlendinga. Um leið er ljóst að upplýsa þarf fólk um þær hættur sem á vegi þeirra geta orðið. Að því loknu hlýtur að þurfa að treysta hverjum og einum til að bera ábyrgð á sjálfum sér. Dæmin sanna hins vegar að enn betur þarf líklega að gera í að vara fólk við og þá sér í lagi á stöðum á borð við Reynisfjöru. Líklega er lykillinn að því að auka öryggi ferðamanna fólginn í auknum forvörnum og fræðslu. Í viðtali við Vísi í gær bendir Jónas Guðmundsson, ferðamálafræðingur sem meðal annars vinnur að slysavörnum ferðamanna hjá Landsbjörgu, að í þeim efnum hafi ýmislegt verið gert, svo sem með samstarfsverkefninu Safe Travel, en augljóslega þurfi að bæta í. Hann bendir líka á að huga þurfi að uppbyggingu innviða sem hreint ekki geri ráð fyrir þeirri aukningu sem orðið hefur á ferðamönnum hingað til lands. Þar er vegakerfið æpandi dæmi. Dauðagildrum má til dæmis fækka með því að einbreiðar brýr hverfi úr vegakerfinu. Þá bendir Jónas á að fjölga mætti útskotum þar sem ferðamenn geta stöðva bíla sína til að taka myndir og njóta náttúru. „Svo væri það bara 100 þúsund króna sekt ef þú stoppar á miðjum veginum,“ stingur hann líka upp á. Þá verður að teljast undarleg stefna að berja í gegn niðurskurð hjá lögregluliðum landsins þar sem straumur ferðamanna er hvað mestur eins og raunin er á Suðurlandi. Það er ekki nóg að laða hingað ferðamenn með markaðssetningu heldur þarf líka að sinna þeim þegar þeir eru komnir á staðinn. Hætt er við að draga kunni úr vilja fólks til að koma hingað til lands ef landið fær á sig þann stimpil að vera dauðagildra vegna þess að stjórnvöld ráðstafi ekki fjármunum í uppbyggingu og viðhald innviða. Náttúrunni verður ekki stýrt, en það sem við verður ráðið á að hafa í lagi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun