Kolbeinn Óttarsson Proppé

Fréttamynd

Vinnufúsu hendurnar

Sjálfhverfni pistlahöfunda á sér engin takmörk og því mun þessi pistill fjalla um mig. Að vísu verður reynt að tengja hann efnahagsástandinu í lokin, en það er veik tenging. Pistillinn er fyrst og fremst um mig. Því þegar ég var sautján ára gamall fór ég í fyrsta skipti á sjóinn. Ekki af því að ég væri eftirsóttur, alls ekki. Útgerðarmaðurinn vildi Hrafnkel bróður minn en hann var ekki laus. Benti á mig. „Er hann vanur?“ „Nei, hefur aldrei komið á sjó, en hefur unnið í frystihúsi mörg sumur.“ „Já, já heyri í þér síðar.“

Bakþankar
Fréttamynd

Bútasaumur stjórnvalda

Einu sinni ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að skynsamlegasta leiðin til að skipuleggja byggð í Vatnsmýrinni væri sú að skipuleggja svæðið heildstætt - eins og það heitir á hinu ástkæra ylhýra stofnanamáli. Hástemmdar ræður voru haldnar um hið stórkostlega tækifæri sem skipulagsyfirvöldum gæfist nú; heilt hverfi inni í ráðsettri borg yrði skipulagt frá a til ö. Háleitar hugmyndir um grænt hverfi litu dagsins ljós, hér skyldi kveða við nýjan tón.

Bakþankar
Fréttamynd

Milliliðalaust

Ríkisstjórnin bað í gær þegna landsins um að beina reiði sinni ekki að persónum og heimilum. Rétt væri að skilja þar á milli og þrátt fyrir að réttur fólks til mótmæla væri vissulega viðurkenndur, sé mikilvægt að þau mótmæli séu skipulögð, friðsamleg og rúmist innan allsherjarreglu samfélagsins.

Bakþankar
Fréttamynd

Glatað tækifæri

Það gustaði um vinstri menn hér á landi eftir kosningarnar í apríl. Þjóðin hafði veitt minnihlutastjórninni umboð sitt til að takast á við vandann og gert hana að meirihlutastjórn. Tveir vinstri flokkar höfðu fengið meirihlutafylgi; nokkuð sem aldrei hafði áður gerst í sögunni. Enga meðreiðarsveina þurfti með og hægt var að teikna upp vinstri stjórn eins og vinstri menn vildu hafa hana.

Bakþankar
Fréttamynd

Okkar minnstu bræður

Fátt segir meira um manneskjuna en snoturt hjartalag. Það hvernig fólk kemur fram við þá sem minnst mega sín segir allt um hvernig manneskjur það er. Þannig segja fréttir af fólki, sem bregst við því að heimilislausir tjalda í nágrenni þeirra með því að hafa áhyggjur af áhrifum á sitt daglega líf, okkur ýmislegt um það fólk. Það fólk er uppteknara af sjálfu sér en góðu hófi gegnir. Það fólk ætti að opna augu sín fyrir eymd annarra, þrátt fyrir að þeirra eigin sé töluverð.

Bakþankar
Fréttamynd

Minnisvarðinn

Nú fer eins og eldur í sinu um óravíddir internetsins hvatningarboðskapur um að reisa eigi líkneskju, ellegar einhvers konar minnismerki, um Helga Hóseasson. Hugmyndin er góðra gjalda verð, enda meira um vert að minnast manns sem stóð á rétti sínum einn og óstuddur gegn kerfisbákninu, en góðskálda og broddborgara þessa lands.

Bakþankar
Fréttamynd

Sælir eru einfaldir

Raunveruleikinn er fyrirbæri sem oft og tíðum er ofmetið. Þannig getur það verið mun auðveldara að lifa lífinu í þeirri von að hlutirnir æxlist eftir þeim formerkjum sem manni sjálfum líkar, en að horfast í augu við blákaldan veruleikann; sumsé að oftar en ekki er þetta allt saman ansi skítt.

Bakþankar
Fréttamynd

Orð eru dýr

Í þann tíð er þunglyndi var bara orð sem rímaði við pungbindi og fólk eyddi dögum sínum í annað en tal um efnahagshrun og ábyrgð og enginn, utan nokkrir hagfræðingar, hafði hugmynd um hvað verg landsframleiðsla var; þá var þó stundum rætt um stjórnmál á skeri einu í Atlantshafi.

Bakþankar
Fréttamynd

Boðskapurinn

Í gær voru sex ár upp á dag síðan Íslendingar stóðu að innrás í Írak ásamt fleiri þjóðum. Vissulega var stuðningur Íslendinga meiri í orði en á borði enda hermönnum ekki fyrir að fara hér á landi, þrátt fyrir óskir margra um annað.

Bakþankar
Fréttamynd

Bankinn minn

Þú ert búinn að vera að sverta bankann minn,“ sagði Davíð Oddsson við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi gærkvöldsins. Það er enginn agi í þjóðfélaginu, sagði hann síðar í viðtalinu og í millitíðinni ræddi hann um þann fjölda fólks sem staðið hefur norpandi fyrir utan Seðlabankann og barist fyrir sannfæringu sinni. Þeirri sannfæringu sinni að Davíð eigi að víkja. Um þetta fólk hafði Davíð það að segja að einhverjir væru í því að „flytja fólk að Seðlabankanum“.

Bakþankar
Fréttamynd

Samvinnan

Það er athyglisvert að fylgjast með þeirri breytingu sem orðið hefur á högum þingmanna, allmargra þeirra í það minnsta. Tuttugu og fimm þingmenn sem áður voru í stjórn eru nú í stjórnarandstöðu og öfugt gildir um níu nýja stjórnarþingmenn. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist; eðli lýðræðisins er þannig að menn eiga að skiptast á að ráða eftir því hvernig almenningur kýs og stjórnmálamönnum semst að loknum kosningum. Þó er langt síðan jafnsnögg umskipti urðu á meirihluta á þingi og nú.

Bakþankar
Fréttamynd

Sigur fólksins

Stórtíðindi urðu í íslensku samfélagi nú í vikunni. Þau tíðindi lutu ekki að því að við sjáum stjórnarmynstur sem við höfum ekki áður séð – verði þá mynduð minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Nei, þau tíðindi voru að fólkið náði því fram að hrekja ríkisstjórn frá völdum. Aldrei áður hefur það gerst að Íslendingar hafi flykkst út á götur og heimtað nýja stjórn og á þá hafi verið hlustað; reyndar tók það tíma sinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Óvissuástand

Í dag eru 100 dagar liðnir síðan Geir H. Haarde bað guð að blessa íslensku þjóðina með þeim afleiðingum að henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Síðan þá hafa ráðamenn unnið að björgun íslensks efnahagslífs - vonar maður.

Bakþankar
Fréttamynd

Sprengjuregn

Þá eru það áramótin enn á ný og án vafa munu Íslendingar ekki slá slöku við sprengingarnar. Eftir nokkra klukkutíma stöndum við gónandi upp í loftið og dáumst að ljósadýrðinni. Einn mun kvarta yfir óhófi, annar hávaðanum, einhver spáir í hvað verður um öll skoteldaprikin - en flest munum við hafa gaman af og njóta.

Bakþankar
Fréttamynd

Misjöfn eru morgunverkin

Dagur rís á ný og ég bý mig undir verkefni dagsins. Þar sem ég er í ríkisstjórn er annasamur dagur framundan. Það er fundur á eftir og við þurfum að fara betur yfir fjárlagafrumvarpið. Hvar eigum við að skera niður í þessari ólgutíð? Þó við höfum sagst ætla að efla menntun í kreppunni er nú ansi mikið sem fer í þann málaflokk og allsstaðar verður að skera niður. Og hvað með Vatnsveginn upp á 110 milljónir. Nei hann verður að vera. Úff, ýmist er maður skammaður fyrir að skera niður á Landspítalanum, sagður vega að rekstri hjúkrunarheimila háskólans. Jæja Þjóðkirkjan er í það minnsta sæmilega sátt. Best að fara að koma sér. Mikið vona ég að ekki verði mikið af fólki við Tjarnargötuna með þessi ótætis hróp. Það er þó alltaf hægt að nota bakdyrnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Í ilmvatnsskýi

Við lifum á merkilegum tímum. Landsmenn flykkjast út á götur og mótmæla og það þykir lítið ef aðeins nokkur hundruð manns mæta á mótmæli. Gamlir mótmælahundar vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið; hvort þeir eiga að fagna auknum liðsauka við mótmæli eða finnast sem verið sé að kássast upp á þeirra júffertu.

Bakþankar
Fréttamynd

Skorpuþjóðin

Á sjöunda áratugnum gekk síldin um Íslandsmið sem aldrei fyrr. Búinn ASDIC-fiskleitartækjum og kraftblökkum mætti íslenski flotinn henni og hreinsaði hana upp. Með öllu. Veiðin fór úr 770 þúsund tonnum árið 1966 í síldveiðibann árið 1972. En síldin var í okkar lögsögu og við vorum því í fullum rétti.

Bakþankar