Talstöðin

Fréttamynd

Kærð fyrir húsbrot

Ríkissaksóknari hefur gefið út á ákærur á hendur þremenningunum sem mótmæltu með skyrskvettum á alþjóðlegu álráðstefnunni á Hótel Nordica fyrir skemmstu. Ákæran beinist gegn þeim Ólafi Páli Sigurðssyni, Paul Gill og loks Örnu Ösp Magnúsardóttur fyrir húsbrot og stórfelld eignaspjöll.

Innlent
Fréttamynd

2 daga fangelsi fyrir lakkrís

Árni Emanúelsson, ríflega fertugur Hafnfirðingur, segist jafnvel hafa í hyggju að sitja af sér dóm sem hann hlaut fyrir tilraun til smygls á 7,3 kílóum af sælgæti, mestmegnis lakkrís og hlaupi, 5,45 kílóum af skinku og 20 dósum af pepsí.

Innlent
Fréttamynd

Áttum öll jafnan þátt

Áttum öll jafnan þátt í mótmælunum - Yfirlýsing frá mótmælendunum tveimur sem ekki sitja í gæsluvarðhaldi. Arna Ösp Magnúsardóttir og Ólafur Páll Sigurðsson, tvö þeirra sem stóðum að mótmælum á alþjóðlegri álráðstefnu á hótel Nordica í fyrradag, segjast í yfirlýsingu sem barst Talstöðinni í gærkvöld að þau vilji vekja athygli á að gríðarlegt misræmi og ójafnrétti sem þau segja að hafi átt sér stað við málsmeðferð Bretans Paul Gill sem handtekinn var fyrir sama verknað og þau. Paul situr nú í gæsluvarðhaldi sem kunnugt er en Örnu og Ólafi Páli var sleppt úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Halldór: Hótaði aldrei stjórnarslitum

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ýmislegt sem komið hefur fram í Fréttablaðinu að undanförnu um sölu bankanna ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Í samtali við Talstöðina segir Halldór það vitleysu að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna sölu VÍS til Samsonarfélaga. Davíð Oddsson hefði þurft að taka ákvörðun um slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Fegurðarsamkeppni í fréttamennsku

Í hvert einasta sinn sem þessir ríkisstjórnarflokkar sýna vald sitt með þessum hætti – þá heldur maður að nú hljóti þeim sjálfum að hafa blöskrað – nú hljóti að vera komið nóg – þetta geti ekki gengið svona endalaust. Valdníðslan – fyrirlitningin. En það er greinilega aldrei komið nóg – hver ótrúlega mannaráðningin eftir aðra – öll þessi ár – það þyrfti reyndar að fara að taka það saman – Hæstarétt, Ríkisútvarpið, umboðsmann barna – æ, ég hef ekki geð í mér til að halda því áfram.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verðlaunuð fyrir Talstöðina

Arna Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, var á dögunum verðlaunuð fyrir nafngiftina á Talstöðinni, nýrri útvarpsstöð í eigu 365 - ljósvakamiðla. Arna sendi inn fjórar tillögur: Hljóðvarpið, Málstöðin, Útvarp Ísland og Talstöðin, en það var sem fyrr segir síðastnefnda tillagan sem varð fyrir valinu á nýju útvarpsstöðinni.

Innlent