Kosningar 2009

Fréttamynd

Lúðvík Geirsson: Ég er Samúel Örn þessara kosninga

„Ég er svona Samúel Örn þessara kosninga,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar sem segir það ekki sáluhjálparatriði hvort hann detti inn sem jöfnunarþingmaður eða einhver annar Samfylkingarmaður. Hann telur gott gengi Samfylkingarinnar útskýrast á evrópustefnu flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin hagnast á uppbótarþingsætum

Alls eru níu þingmenn komnir inn vegna uppbótarþingsæta. Ástæðan fyrir uppbótarþingsætum er vegna þess að niðurstöður kosninga, sætanna það er að segja, er skipt á milli kjördæma til þess að jafna atkvæðavægi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki stærsti sigur Samfylkingarinnar

Samfylkingin nær ekki því kjörfylgi sem flokkurinn hafði árið 2003 ef niðurstöður verða þær sömu þegar búið er að telja öll atkvæði og þau eru núna. Árið 2003 hlaut flokkurinn 31% atkvæða. Eins og staðan er núna er flokkurinn með tæplega 30% atkvæða. Flokkurinn var hins vegar með heldur minna fylgi fyrst þegar Samfylkingin bauð fram árið 1999 og árið 2007, en þá var fylgið 26,8%.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarlegar sviptingar hjá þingmönnum

Nokkuð hefur breyst síðan Vísir sagði frá því að þingmenn væru að detta út fyrr í nótt. Formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, Arnbjörg Sveinsdóttir, er dottinn inn sem jöfnunarþingmaður í norðausturkjördæmi. Þá er Birgir Ármannsson kominn á þing á ný sem jöfnunarþingmaður.

Innlent
Fréttamynd

27 nýir þingmenn

Samkvæmt nýjustu tölum eru tuttugu og sjö nýir þingmenn að fara hefja sitt fyrsta kjörtímabil á Alþingi. Flestir þeirra tilheyra Samfylkingunni, eða níu þingmenn. Samfylkingin er jafnframt með mestu endurnýjunina. Það koma hinsvegar fæstir nýjir þingmenn frá Sjálfstæðisflokknum og því endurnýjun flokksins minnst.

Innlent
Fréttamynd

Lokatölur úr Reykjavík suður

Lokatölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður voru lesnar upp á fjórða tímanum. Samkvæmt þeim er Birgir Ármannssson með þingsæti. Lokatölur eru annars eftirfarandi.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Kári dottinn út af þingi

Þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson er dottinn út af þingi en hann var jöfnunarmaður í Reykjavík suður. Hann var þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins en Ásta Möller einnig dottinn út af þingi.

Innlent
Fréttamynd

Þau eru að missa vinnuna

Töluvert af sitjandi þingmönnum eru að detta út, þar af eru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal þingflokksformaðurinn. Það eru Arnbjörg Sveinsdóttir, Birgir Ármannsson, Ásta Möller og svo Jón Gunnarsson. Varaþingmaðurinn Erla Ósk Ásgeirsdóttir er ekki heldur inni á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Þingflokksformaður ekki inn á þingi

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Arnbjörg Sveinsdóttir er ekki inni á þingi samkvæmt nýjustu tölum úr norðaustukjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar talsvert í kjördæminu. Þingmaðurinn Kristján Þór Júlíusson og svo Tryggvi Þór Herbertsson eru öruggir inn.

Innlent
Fréttamynd

Sigmundur hlakkar til að taka til starfa

„Jú, ég er bara farinn að hlakka til að taka til starfa á nýjum vettvangi," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson nýr þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við fréttastofuna. Það er búið að vera sérstakt að horfa á

Innlent
Fréttamynd

Kemur vel til greina að hafa utanþingsráðherra áfram

Þau Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir segja bæði vel koma til greina að halda áfram með utanþingsráðherra. Þau voru spurð að þessu í formannaspjalli á Ríkisútvarpinu. Þau sögðu bæði ákaflega góða reynslu af því að fá þau Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og Rögnu Árnadóttur til liðs við ríkisstjórnina þrátt fyrir að þau sitji ekki á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður Katrín: Þetta er grautfúlt

„Þetta er grautfúlt," sagði þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður sjálfstæðisflokksins um afhroð Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í viðtali á RÚV. Hún sagði að flokkurinn þyrfti að halda áfram, ekki mætti dvelja í fortíðinni heldur horfa fram á við og læra af reynslunni: „Eins og ég segi alltaf, það er eitt skref til hægri og ekkert til vinstri."

Innlent
Fréttamynd

Kosningaskýring: Samfylkingin komin í lykilstöðu

Meginniðurstaða kosninganna er sú að Samfylkingin hefur tekið við lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur landsins. Þetta gerir það að verkum að Samfylkingin hefur nú möguleika á því að mynda meirihluta með einum flokki hvort sem er til vinstri eða hægri við sig.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin að stíga á sviðið sem kjölfestuflokkur

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingin sé með kosningunum nú að stíga á sviðið sem kjölfestuflokkur í íslenskum stjórnmálum. Þetta kom fram í viðtali við hann í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.