Einar Már Jónsson

Fréttamynd

Eldflaug og eldfjall

Kannske kemur það einhverjum á óvart sem ekki er innvígður í leyndardóma menningarlífsins í París, en fyrir skömmu tók vikuritið „Le Nouvel Observateur“ að sér að auglýsa á netinu útvarpsþátt, þar sem heimspekingar, rithöfundar og blaðamenn áttu að upplýsa hlustendur um hinn glæsta persónuleika Jean Daniels, sem er einmitt einn af stofnendum og ritstjóri þess hins sama vikurits. Og beðið var um viðbrögð lesenda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stóra systir

Vofa gengur nú ljósum logum um París og reyndar um allt Frakkland og gegnir nafninu „Edvige". Kannske gæti maður ætlað að þetta sé lítil og nett Skotta, því Edvige er að vísu fallegt stúlkunafn, og er því eins vel hægt að ímynda sér hana á gangi um borgarstrætin klædda eftir hausttískunni með eyrnalokka og dökkmáluð hvarmahár, dragandi að sér augnagotur táldráttarmanna meðan laufblöðin falla fölnuð af trjánum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sigurgangan

Næsti áfanginn sem boðaður hefur verið í sigurgöngu frjálshyggjunnar í Frakklandi er sá að einkavæða póstþjónustuna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Borgarstjórinn í Spír

Sú kenning hefur stundum heyrst meðal araba að Shakespeare hafi í rauninni verið af þeirra kynþætti, arabi í húð og hár, og hafi hann nánar tiltekið verið höfðingi eða borgarstjóri, þ.e.a.s. „sjeik", yfir bænum Spír sem mun vera einhvers staðar norðarlega í Írak.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krókurinn sem beygist

Í Frakklandi hélt agúrkutíðin innreið sína í sumarbyrjun, þegar haldinn var síðasti ríkisstjórnarfundurinn. Við það tækifæri færði Carla Bruni öllum ráðherrunum, þrjátíu og átta að tölu, nýjasta geisladisk sinn „Eins og ekkert hafi gerst", og skýrðu fjölmiðlar frá þessari höfðinglegu gjöf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skothríðin

Vera má að einhverjum finnist undarlegt hve Nikulás Sarkozy forseti skipar mikið rúm á þessum blöðum mínum, en þá er því til að svara að það er nánast ógerningur að skrifa um einhver frönsk málefni þessa stundina, hver sem þau eru, án þess að hann skjóti upp kollinum einhvers staðar í einhverjum línum eða þá á milli þeirra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leyndardómur árinnar

Fyrir nokkru birtust í gluggum hljómplötuverslana geisladiskar þar sem kínverskur píanóleikari, kona að nafni Zhu Xiao-Mei (framborið: Dzjú Hsjá-Mei) lék seinni bókina af

Fastir pennar
Fréttamynd

Blaðamaðurinn

Fyrir skömmu var kvikmyndagerðarmaður einn að gramsa í gömlum blöðum í búð fornbókasala í bænum Charleville í Ardennafjöllum nyrst í Frakklandi, skammt frá landamærum Belgíu, og dró þá fram slitið eintak af dagblaði sem var dagsett 25. nóvember 1870.

Fastir pennar
Fréttamynd

„Þú ert dópið mitt“

Þegar þessar línur eru ritaðar er sennilega fullsnemmt að spá um það hver verði talinn helsti menningarviðburður sumarsins í Frakklandi, en eitt hefur þó séð dagsins ljós sem reynist vafalaust skæður keppandi um þennan eftirsóknarverða titil, og það er nýr geisladiskur hinnar vinsælu vísnasöngkonu Cörlu Bruni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hin hægri gildi

Ef eitthvað er að marka það sem stendur í frönskum blöðum þessa stundina og þenur sig jafnvel yfir forsíður þeirra, álíta hægri menn nú, rúmu ári eftir kosningasigurinn, að þeir hafi unnið endanlegan sigur í því hugmyndafræðilega stríði sem vinstri menn og hægri hafa háð linnulaust í marga áratugi, nú séu hin svokölluðu „hægri gildi“ orðin einráð í þjóðfélaginu og verði aldrei til eilífðar nóns snúið aftur frá því.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lít ég einn sem list kann

Þegar hásumarið hvelfist yfir París og borgin fyllist af ungum og léttklæddum blómarósum, koma og aðrir út úr felustöðum sínum; reyndar eru þeir jafnan til staðar í einhverjum hornum og skúmaskotum, allan ársins hring, en nú streyma þeir leynt og ljóst um stræti og garða, og fara skimandi um.

Fastir pennar
Fréttamynd

Laumufarþeginn

Nikulás Sarkozy var að koma aftur úr hinni umdeildu ferð sinni um Austurlönd nær og sestur upp í flugvélina á flugvellinum í Beirút í Líbanon með fríðu förneyti. Með honum voru forsprakkar allra „alvöru“ stjórnmálaflokka í Frakklandi, það er að segja þeirra flokka sem eiga sæti á þingi; hafði forsetinn boðið þeim að koma með í ferðina.

Skoðun
Fréttamynd

Gangan

Sunnudagseftirmiðdag síðla í maí var ég á leiðinni frá Bastillutorginu í París í átt að Lýðveldistorginu, Place de la République. Aldrei þessu vant voru þessar breiðgötur auðar og tómar, en ég tók brátt eftir því að fáeinir lögreglubílar stóðu hér og hvar og ábúðarfullir menn í kring og lokuðu fyrir alla umferð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ey getur kvikur kú

Nýlega var í fréttum nokkuð óvenjuleg sveit lögreglu­manna, sem valdir voru með sérstökum hætti, ekki eftir rassstærð eins og Þórbergur sagði einu sinni að tíðkaðist á Íslandi heldur eftir öðru sem flestir myndu þó telja vöntun eða skerðingu: það var sem sé sveit blindu lögregluþjónanna í Brussel. Þeir eru sex talsins og í miklum ábyrgðarstöðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

PPDA í vondum málum

Um langt skeið hefur frétta­þulurinn Patrick Poivre d"Arvor verið einn af vinsælustu sjónvarpsmönnum Frakklands. Ef einhverjum Íslendingum finnst þetta nafn fulllangt og óþjált í munni má það vera þeim nokkur huggun að það finnst Fransmönnum líka, og því er það gjarnan háttur þeirra, ekki síst í blöðum, að kalla hann einungis „PPDA"; fer þá ekkert á milli mála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvolpar pappírstígranna

Fyrir nokkru varð mér gengið inn í bókabúðina „Les cahiers de Colette" rétt hjá Pompidou listasafninu, þar sem ungleg og brosandi kona, Virginie Linhart að nafni, var komin til að árita nýútkomna bók sína, „Dagurinn þegar faðir minn þagnaði".

Fastir pennar
Fréttamynd

Normannagat

Um þessar mundir minnast Frakkar þess með pomp og pragt að fjörutíu ár eru liðin frá þeim atburðum sem kenndir eru við „maí 68“; hefur allt verið á öðrum endanum þess vegna í nokkrar vikur og allar horfur eru á því að svo verði enn um stund, a.m.k. þangað til yfirstandandi maímánuður er allur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glataði sonurinn

Þegar samin eru yfirlitsrit yfir tungumál á einhverju ákveðnu svæði, sem geta verið meira eða minna skyld eða kannske óskyld með öllu, er hentugt að hafa þýðingar á sama textanum sem sýnishorn. Með því að rýna í þessar mismunandi gerðir textans geta lesendurnir fengið hugmyndir um það sem kann að vera sameiginlegt með tungumálunum og það sem er á hinn bóginn ólíkt og gert sér grein fyrir einföldustu atriðum í byggingu þeirra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mývargur

Í Frakklandi hefur frumrannsóknir í vísindum nokkuð borið á góma að undanförnu. Hafa vísindamenn við hina opinberu vísindastofnun CNRS risið upp og gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að láta þá iðju sitja á hakanum, en beina fjármagninu í staðinn að hagnýtum rannsóknum alls konar, kannske í samvinnu við fyrirtæki og samkvæmt óskum þeirra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólympíuleikar

Ólympíuleikarnir hófust í París mánudaginn 7. apríl, vasklega var keppt og mörg met voru sett. Þótt keppnisgreinarnar væru að vísu ekki þær sömu og verða í Peking í sumar þegar leikunum verður þar haldið áfram, er hætt við að sá árangur sem náðist í París muni skyggja nokkuð á það sem fara mun fram í höfuðstað Miðríkisins, hvað sem það verður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rykið dustað

Í þeirri nútímavæðingu mannlífsins sem hefur verið í fullum gangi nú um nokkurt skeið, hafa ýmis grundvallaratriði orðið útundan, og eitt af þeim er bóklestur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Helvíti

Þessa daga er helvíti opið í París og til sýnis fyrir almenning, einu skilyrðin eru þau að menn hafi náð sextán ára aldri. Einfaldast er að taka neðanjarðarlest nr. 14 til að komast þangað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fornleifar

Fyrir nokkru bar svo við að í ljós kom heilt kvæði eftir forngrísku skáldkonuna Saffó, sem uppi var á sjöttu öld fyrir Krist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Yfirheyrslur

Á þeim tíma þegar alls kyns pappíralaus lýður frá fjarlægum hálfum sækist stöðugt eftir að setjast að í Frakklandi og ýmsir eru boðnir og búnir til aðstoðar á ystu mörkum laganna, eru yfirvöldin alveg sérlega á varðbergi gagnvart einu, og það eru pappírshjónabönd.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einkunnir

Ráðherrastólar eru háir og glæstir, og þó það sé vissulega satt sem franski heimspekingurinn Montaigne sagði á 16. öld að hversu hátt sem maðurinn tróni sér sitji hann þó aldrei á neinu öðru en eigin daus, hættir það til að gleymast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ú í úhaha

Klukkan átta að morgni fimmtudaginn 24. janúar sendi Société Générale, þriðji stærsti banki Frakklands, út tilkynningu, þar sem frá því var skýrt að bankinn hefði tapað sjö miljörðum evra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ástir Astreu og Celadons

Fyrir nokkru var frumsýnd í Frakklandi nýjasta mynd hins aldna kvikmyndajöfurs Erics Rohmer og nefnist hún „Ástir Astreu og Celadons".

Fastir pennar
Fréttamynd

Kossinn í Avignon

Eins og lög gera ráð fyrir féll að lokum dómur á mál stúlkunnar sem smellti kossi á einlitt og mjallahvítt málverk eftir Cy Wombly, þannig að það var ekki einlitt og mjallahvítt lengur heldur kom á það eldrautt far eftir varalit.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjárhundurinn

Það er í frásögur fært, að ábúðarfullur maður var nýlega á leið heim til sín úr sumarfríi á frönsku Rivíerunni, og ók í sinni glæsikerru gegnum hæðir og skóga í Miðhálendinu. Skyndilega þurfti hann að bremsa í beygju, sauðahjörð hafði lagt undir sig veginn og rann þar áfram með jarmi miklu, en samhljómur rollubjallanna endurómaði í hlíðunum í kring.

Fastir pennar
Fréttamynd

Neníta á netinu

Fyrir allnokkru kom til mín vinur minn A., organisti og eplabóndi með meiru, og sagði farir sínar ekki sléttar.

Fastir pennar