Össur Skarphéðinsson

Fréttamynd

Norðurslóðir eru framtíð Íslands

Mín spá er að á þessari öld muni Íslendingar sækja mestan auð sinn til norðurslóða. Uppsprettur nýrra verðmæta verða ferns konar. Olíu- og gasvinnsla mun hefjast á Drekasvæðinu fyrr en seinna. Sömu lindir liggja yfir í lögsögu Norðmanna vegna Jan Mayen. Má þá ekki gleyma að þar á Ísland fjórðungs hlut í öllum olíulindum samkvæmt einum besta milliríkjasamningi sem utanríkisþjónustan hefur gert.

Skoðun
Fréttamynd

Óraunsæi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum

Miðvikudagurinn 15. mars 2006 var örlagadagur í sögu Sjálfstæðisflokksins. Þann dag var íslenskum stjórnvöldum tilkynnt af Nicholas Burns, þáverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, að stjórnvöld þar í landi hefðu ákveðið að bandaríski herinn hyrfi frá Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Evrusvæðið réttir úr kútnum

Fjárfestar eru á ný að öðlast traust á evrusvæðinu. Nýleg könnun meðal tæplega átta hundruð fjárfesta sýndi að þeir telja nú evrusvæðið komið yfir það versta í efnahagserfiðleikum sínum. Það er í samræmi við æ fleiri teikn um að evrusvæðið sé að rétta úr kútnum. Skammtímatölur eru allar í rétta átt. Í upphafi árs lýsti Christine Lagarde, forstjóri AGS, því yfir að Portúgal væri komið á beinu brautina. Írland er á jákvæðri leið sem allir þekkja. Á Ítalíu er bankakerfið á mun traustari grunni en menn töldu. Traust forysta Marios Monti, fráfarandi forsætisráðherra, hefur komið fjötri á skuldir ítalska ríkisins. Þó hafa mest kaflaskil orðið í Grikklandsfárinu, sem

Skoðun
Fréttamynd

Göran Persson: Ljúkið viðræðunum við ESB

Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt.

Skoðun
Fréttamynd

Loftrýmisgæslan og samstaða

Við Íslendingar gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu samstarf Norðurlandaríkjanna fimm á öllum sviðum er okkur dýrmætt. Það er helsta ástæðan fyrir því að Ísland, alveg eins og hin löndin fjögur, boxar alþjóðlega töluvert fyrir ofan sinn raunverulega þyngdarflokk. Ein af þeim lexíum sem ég hef dregið af ferli mínum sem utanríkisráðherra er að fátt er okkur mikilvægara en að efla og ýta undir þetta samstarf á öllum sviðum.

Skoðun
Fréttamynd

Skapandi greinar eru lóðið

Gamla handboltahetjan Finnur Jóhannsson hjá True North tók mig eiginlega á tæknilegu rothöggi þegar hann kom til fundar við mig á sínum tíma. Hann afþakkaði sæti í ráðherrasófanum en skellti sér flötum beinum á gólfið.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnarskráin – gröfum stríðsexina

Þátttaka, og niðurstöður, atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána um helgina komu mörgum þægilega á óvart. Þátttakan var miklu meiri en a.m.k. flestir áttu fyrir fram von á. Skilaboðin til Alþingis voru skýr. Í fyrsta lagi tók fast að helmingur atkvæðisbærra manna þátt í atkvæðagreiðslunni.

Skoðun
Fréttamynd

"Hrapalleg mistök“ Bjarna

Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.

Skoðun
Fréttamynd

Krónan og Björn Bjarnason

Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr milljarður í þróunarhjálp

Heill milljarður til viðbótar verður settur í þróunarhjálp með því sem ég tel sögulegustu tillögu nýja fjárlagafrumvarpsins. Þróunarhjálp er okkar leið til að láta af höndum rakna til örsnauðs fólks í fátækustu ríkjum heims. Hún beinist ekki síst að mæðrum og börnum. Þróunarhjálp er meðal þeirra þátta sem ég hef lagt mesta áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þess vegna gleðst ég einlæglega, eins og örugglega allir Íslendingar, yfir þessum sögulega áfanga.

Skoðun
Fréttamynd

Norðurslóðamál á fljúgandi ferð

Nú er rúmt ár liðið síðan að Alþingi samþykkti einróma þingsályktunartillögu mína um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Með stefnunni var brotið blað. Þar eru í fyrsta sinn skilgreindir hagsmunir og stefnumið Íslands á norðurslóðum með tilliti til alþjóðasamvinnu, auðlindanýtingar, siglinga og umhverfisverndar. Þar eru norðurslóðir skilgreindar sem svæði sem Ísland ætlar að nýta til framleiðslu á miklum verðmætum í

Skoðun
Fréttamynd

Klók leið ríkisstjórnarinnar til að skapa störf í kreppunni

Eitt allra snjallasta ráðið sem ríkisstjórnin brá á til að skapa störf í hápunkti kreppunnar þegar atvinnuleysið var sem hæst var ákvörðun um að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu við viðhald bygginga einstaklinga, bæði íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa, og af opinberum byggingum.

Skoðun
Fréttamynd

Ben Stiller og Þórey

Fjári var það gott hjá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, að benda á hér í Fbl. að lögin um endurgreiðslu 20% kostnaðar við kvikmyndir framleiddar hér á landi hafa reynst einstaklega farsæl. Þau hafa meðal annars, eins og Þórey bendir á, laðað hingað frægar kvikmyndastjörnur eins og Ben Stiller, og ekki má nú gleyma harðjöxlum eins og Clint Eastwood, sem við Geir H. Haarde vorum samtíða í líkamsrækt í World Class um árið þegar hann gerði Flags of Our Fathers.

Skoðun
Fréttamynd

Vernd barna gegn kynferðislegum glæpum

Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í dag verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuráðinu benda rannsóknir til þess að eitt af hverjum fimm börnum verði fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi á æskuárum sínum. Hér er um að ræða svívirðilega glæpi sem hafa í för með sér líkamlegar og andlegar þjáningar fyrir börnin sem fyrir þeim verða.

Skoðun
Fréttamynd

Utanríkisþjónustan lætur verkin tala

Skugga kalda stríðsins lagði löngum yfir samskipti Íslands og Rússlands. Í dag eru engar viðsjár í okkar heimshluta. Rússar sýna vaxandi vilja til að eiga nána og góða samvinnu við Vesturlönd. Ég hef því sem utanríkisráðherra skilgreint Rússland sem eitt þeirra landa sem Ísland vill í framtíðinni eiga náin tengsl við á sviði viðskipta og menningar og um norðurslóðir. Óhætt er að segja að Rússar hafa tekið skýrri stefnu minni tveimur höndum. Í kjölfar stórbatnandi samskipta hafa viðskipti blómstrað allra síðustu árin. Heimsókn mín til Rússlands í síðustu viku í boði góðs vinar og samstarfsfélaga, Sergei Lavrov utanríkisráðherra, var sérlega árangursrík varðandi enn frekara samstarf og viðskipti.

Skoðun
Fréttamynd

Palestína - verkin tala

Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma.

Skoðun
Fréttamynd

Stóra myndin

Evrópumálin snúast um framtíðina. Þau snúast um hvort við Íslendingar ætlum að taka skrefið fram á við og treysta samband okkar við önnur sjálfstæð ríki innan vébanda Evrópusambandsins, eða hvort við ætlum að standa í stað og láta EES-samninginn duga. Sjá til, vona það besta og gera enn eina tilraun með sjálfstæða örmynt á sameiginlegum markaði, með eða án gjaldeyrishafta. Svo eru þeir sem vilja stíga skrefið tilbaka, segja upp EES- og Schengen-samningunum. Halda á heiðina eins og Bjartur forðum daga. Fram á við, standa í stað, afturábak. Um þetta snýst valið.

Skoðun
Fréttamynd

Grettistaki lyft í jöfnun skattbyrða

Við myndun núverandi ríkisstjórnar var það eitt af yfirlýstum markmiðum að breyta þeirri ranglátu ójafnaðarstefnu sem einkenndi skattkerfið eftir tólf ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Strax á fyrstu mánuðum var unnið að því að innleiða nýja skattastefnu sem byggðist á sjónarmiðum jöfnuðar. Sú stefna er hófleg að því leyti að hún stillir Íslandi rétt um miðbik OECD-ríkjanna, og hefur að auki verið blessuð í bak og fyrir af AGS sem sjálfbær skattastefna.

Skoðun
Fréttamynd

Einstök Íslandsveisla í Frankfurt

Ísland er í heiðursæti á Bókamessunni í Frankfurt. Það er óhætt að segja að íslenska framlagið hefur slegið rækilega í gegn. Íslenski skálinn, sem er mjög víðfeðmur, er rofinn af stórum þverveggjum og upp á þá er varpað lifandi myndum af fólki sem situr og les.

Skoðun
Fréttamynd

Viðurkenning á fullveldi sjálfstæðrar Palestínu

Í liðinni viku mælti ég á Alþingi fyrir tillögu um að ríkisstjórninni yrði falið að viðurkenna fullveldi sjálfstæðrar Palestínu á grundvelli landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið 1967. Nú þegar hafa 127 ríki viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki, þar af átta sem síðar hafa gengið í Evrópusambandið, og sex þeirra eru einnig innan Atlantshafsbandalagsins. Við yrðum að sönnu fyrsta ríkið í norðvesturhluta Evrópu sem tæki slíka ákvörðun og hið fyrsta í Evrópu í yfir 20 ár.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.