Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Eggjum grýtt og ung­lingar hand­teknir á Austur­velli

Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir.

Innlent
Fréttamynd

„Getum ein­fald­lega ekki haldið á­fram í ein­hverri blindni“

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir dagaspursmál um að ráðherranefndin og ríkisstjórnin komist til botns í umræðu sinni um málefni hælisleitenda og geti því myndað sér nýja stefnu í málaflokknum. Hann segir að það gæti gerst innan skamms að Ísland fari að bjarga fólki, en segist óttast að innviðir landsins springi.

Innlent
Fréttamynd

Tveir drengir hand­teknir á mót­mælum barna

Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 

Innlent
Fréttamynd

Ræddu nauð­syn þess að draga úr spennu

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Stofna til ó­háðrar rann­sóknar á UNRWA

António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur stofnað óháðan rannsóknarhóp sem á að skoða starfsemi Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakana um að nokkrir af þúsundum starfsmanna stofnunarinnar hafi tekið þátt í árásum Hamas-liða á Ísrael þann 7. október.

Erlent
Fréttamynd

Langar við­ræður um landa­mærin og hernaðar­að­stoð skila „dauðu“ frum­varpi

Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum Bandaríkjaþings birtu í gær nýtt frumvarp um öryggi á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael. Frumvarpið var samið eftir langar viðræður en ef þingmönnum tekst að fá það samþykkt í öldungadeildinni þykir líklegt að það verði ekki svo gott sem tekið til umfjöllunar í fulltrúadeildinni.

Erlent
Fréttamynd

„Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“

Hóp­ur grunn­skóla­nema í Haga­skóla í Reykjavík hef­ur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­mála um á­fram­haldandi stuðning við UNRWA

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

Nánast allir í­búar Gasa reiða sig á okkur

Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar stjórnist af til­finningum og ótta

Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Hafi þegar leið­rétt um­mæli sín

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af því að hún hafi farið með ósannindi varðandi stefnu stjórnvalda á Norðurlöndunum í aðstoð þeirra við flóttafólk á Gasa vera rangan. Hún hafi þegar leiðrétt ummæli sem hún hafi látið falla um málið þann 29. desember síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Enginn öruggur staður eftir á Gasa

„Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Beitir landtökumenn refsiaðgerðum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Brokk­geng byrjun Bjarna í utan­ríkis­ráðu­neytinu

Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent
Fréttamynd

Vill fara að for­dæmi Norð­manna og hefði viljað meira sam­ráð

Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina.

Innlent