Birna Guðný Björnsdóttir

Fréttamynd

Því hann sótti mig og greip

Ég er smá skrítin. Mér þykir vænt um kirkjuna. Mér þykir mjög, mjög vænt um kirkjuna. Nostalgían við mæta með vinunum, í fullan íþróttasal upp í Seljaskóla, á sunnudagsmorgnum, lifir góðu lífi. Það er furðulegt til þess að hugsa að þá þótti það vera hipp og kúl að mæta á staðinn og safna biblíumyndum.

Skoðun
Fréttamynd

Van­líðan verður vinur þegar maður fæst við baknag

Leikskólalífið er fremur einfalt. Þegar börn gráta, þá er ekki málið að leyfa þeim bara að sitja áfram grátandi út í eitt. Maður sýnir þeim að einhver sé til staðar fyrir þau, knúsar þau ef þau vilja það og dregur djúpt að sér andann til að hvetja þau til að gera hið sama.

Skoðun
Fréttamynd

Þakkir til fuglanna

Hvað er það eiginlega með fugla? Í allt sumar eru fuglar búnir að elta mig og eiginlega fyrr því í febrúar/mars verpti að venju krumma par upp á þaki. Eggjunum var því miður fórnað nú í ár með vindkviðu en samt komu krummarnir í heimsókn í síðustu viku til að kveðja.

Skoðun
Fréttamynd

Dansinn við sálina

Prakkarabrosið brosti sínu blíðasta hjá mér í næstliðinni viku þegar umræðan fór á flug um egótripp á samfélagsmiðlum. Umræða sem náði ákveðnum hápunkti þegar holdarfar Egils Helgasonar var dregið í dagsljósið sem rök fyrir ágæti þess að leyfa sér egóflipp svona endrum og sinnum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­breyti­leiki regn­bogans

Ég hef verið kölluð ýmsum ljótum nöfnum síðan ég tók upp á því að skrifa greinar og birta þær í skoðunarhorni Vísis. Allt af fólki sem þekkir mig ekki neitt en hefur samt leyft sér að mynda sér skoðanir á mér í tvívídd.

Skoðun
Fréttamynd

Viktorískt tilhugalíf

Hvernig sem að stofnast til hinna fyrstu kynna, í gegnum Tinder, djamm eða á nautnalegu námskeiði undir nafninu „Tengjum tungur saman yfir munaðarfullum munnbitum“, þá koma alltaf vangaveltur um hvernig næstu skrefum skal hagað.

Skoðun
Fréttamynd

Miley Cyrus, laukurinn og framhjáhöldin

Miley Cyrus gaf út nýtt lag og myndband nú á dögunum sem hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum. Æðislegt lag sem yfirfyllir Tiktok-ið mitt þessa dagana. Annað hvort myndband hjá mér núna er yfirfullt af einstaklingum í öllum sínum fjölbreytileika, dansandi að innlifun eftir takti lagsins. Það verður að segjast að þetta er skref upp á við frá brjáluðu lauk kerlingunni sem einhverra hluta vegna var alltaf að poppa upp hjá mér.

Skoðun
Fréttamynd

Hjartans dýrin

Voff, voff, voff er hljóðið sem bíður mín í hvert skipti sem ég kem inn á heimili mitt. Þar bíður mín hoppandi, skoppandi hundur sem hefur ekki enn uppgötvað að hann er ekki kengúra. Maður veltir því ósjálfrátt fyrir sér hvort það sé hans heitasta ósk að komast upp í faðminn minn og fá smá klapp og knús.

Skoðun
Fréttamynd

Afríku­þorpið

Hvað er verið að gera við beljuna hugsaði ég þegar ég sat aftan á pallbíl á leið minni milli þorpa. Búið var að strengja upp dúk fyrir ofan hausinn á okkur, sem sátu þarna saman, þolinmóð aftan á pallinum, og nú átti að hífa blessaða beljuna upp á dúkinn. What!!!

Skoðun
Fréttamynd

Rifrildi og ósætti eða tær snilld

Ég hélt að ég myndi ekki skrifa meira um kjaramál, en hér er ég aftur, ég get bara ekki setið á mér. Ég er svo uppveðruð af þessu öllu. Fréttir um náða samninga hafa létt svo mikið á spennunni og ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig áframhaldið verður. Því þetta held ég að sé ekki búið. Þetta er gálgafrestur að einhverju stóru.

Skoðun
Fréttamynd

Hundrað tonna hamingjusprengja

Ég ákvað að fara mjög markvissa leið í leit minni að tilgangi lífsins og hamingjunni. Ég ákvað að huga vel að líkama, hug og sál. Mig grunaði alltaf að hamingja mín yrði ekki eingöngu staðsett innan kassans, í fyrirfram skilgreiningum annarra á því hvar hamingjuna mætti finna.

Skoðun
Fréttamynd

Leitin að hamingjunni

Ég er 45 ára einstæð móðir sem er búin að vera að leita að hamingjunni síðastliðna mánuði. Ég er búin að vera frekar ötul í þessari leit því ég er staðráðin í því að snúa hlutum við. Ég nefnilega áttaði mig á því, mér til skelfingar, fyrir nokkrum mánuðum síðan, að allt mitt líf þá hef ég ekki verið sérstaklega hamingjusöm.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­hamingju­sama fólkið og slöngu­dansinn

Byrjum smá á því dansa. Dillum rassinum og brosum. Öndum djúpt, finnum friðinn og látum okkur líða vel. Setjumst svo niður og íhugum. Textinn hér að neðan gæti orðið smá erfiður að melta fyrir ykkur sem hafa ekki kynnt ykkur efnið, en það er kannski orðið tímabært því í vændum er holskefla af umræðu tengdum innihaldi hans.

Skoðun
Fréttamynd

Nöktu föt keisarans og skæri demanturinn

Verkalýðshreyfingin er að berjast á mörgum vígstöðum þessa dagana og eins og áður þá sendi ég á þau orkuknús og óska þeim alls hið besta. Þau mega alveg fá að vita að það er fólk í samfélaginu sem stendur með þeim svo ef þú lesandi góður ert sammála mér, ekki hika við að senda á þau fallegar kveðjur og orkuknús.

Skoðun
Fréttamynd

Fundurinn hjá SAF og álagið

Fyrir stuttu síðan var haldinn Ferðaþjónustudagurinn hjá SAF. Ég skráði mig á fundinn smá forvitin um hvað færi fram á slíkum fundi. Þegar ég mætti á staðinn og leit í kringum mig þá þekkti ég auðvitað engan, en ok þetta var bara smá spennandi.

Skoðun
Fréttamynd

Elísa­bet, vínið og veikindin

Ég ákvað að vera smá óþekk á föstudagskvöld og hella mér í smá vínglas. Ég er ekki vön því enda er ég alin upp af fólki sem liggur við að megi kalla heittrúað á það að allt vín sé böl. Mig bara langaði smá til að skála fyrir þessari æðislegri fyrirmynd kvenna, sterku og staðföstu drottningunni henni Elísabetu og hámhorfa um leið á nokkra þætti af Crown.

Skoðun
Fréttamynd

Hjarta­bankinn - banki allra laun­þega

Hjartabankinn er banki sem mig langar að labba inn í. Þar bíða mín starfsmenn sem eiga auðvelt að kalla fram bros þar sem þeim líður vel í vinnunni og þar sem þeim líður vel með þau störf sem þau inna af hendi. Þar bíður mín kaffi og hjartalaga súkkulaðimolar sem ég get ekki staðist um leið og ég lofa sjálfri mér að synda tvær aukaferðir seinna í sundinu.

Skoðun
Fréttamynd

Vekjum risann, tökum upp spjótin

Það er stór risi sem sefur værum svefni í hjarta samfélagsins. Hann vaknar af og til og gleypir í sig mat í tonnatali. Hann þarf ekki að hafa fyrir neinu í lífinu. Maturinn rennur til hans í stöðugum straumi án nokkurrar fyrirhafnar af hans hendi. Og enginn þorir eða sér hag í því að vekja hann hann af værum blundi.

Skoðun
Fréttamynd

Sykur­púða snillingurinn hann Ragnar

VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi.

Skoðun