Betri helmingurinn með Ása

Hittust í fyrsta sinn á flugvellinum í L.A.: „Það var svakalegt móment sem við munum alltaf eiga“
Elli hafði séð Steinunni þegar hún var í stúlknasveitinni Nylon og hafði honum alltaf þótt hún afar sæt. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum síðar sem hann sá viðtal við hana í blaðinu og ákvað að senda henni vinabeiðni á Facebook. Það reyndist honum mikið gæfuspor, því í dag eru þau trúlofuð og eiga von á sínu öðru barni.

Gleymdu barninu heima: „Hvar er Stefán?“
Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eiga fimm börn og lentu í því ótrúlega atviki að upplifa alvöru „Home Alone“ augnablik þegar þau voru á leiðinni upp á flugvöll.

Spákonan vissi að þau ættu eftir að enda saman
Linda og Siggi kynntust í menntaskóla og urðu þau fljótt góðir vinir. Það var þó ekki fyrr en leiðir þeirra lágu aftur saman á fullorðinsárunum sem neistinn kviknaði á milli þeirra og hafa þau verið saman síðan.

„Við eigum Íslandsmet í fjarsambandi held ég“
Fótboltakonan Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltamaður fundu ástina þegar örlögin leiddu þau saman árið 2007. Í kjölfarið slógu þau „Íslandsmet“ í fjarsambandi og hafa byggt upp fallegt líf saman.

Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu
„Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga.

Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf
Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir.

Féll óvænt fyrir manninum sem var að búa til styttu af nöktum líkama hennar
Listaparið Brynhildur og Heimir hefur verið saman frá árinu 2010. Það má með sanni segja að samband þeirra hafi byrjað með óhefðbundnum hætti. Þau smullu þó saman eins og flís við rass og voru flutt saman til Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að þau kynntust og hafa þau verið saman allar götur síðan.

„Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“
Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni.

Áskorun að þurfa að horfa á maka sinn njóta ásta með annarri manneskju
Listafólkið Arnar Dan og Sigga Soffía urðu ástfangin á göngum Listaháskólans enda segir Arnar fátt meira heillandi en að sjá manneskju í essinu sínu. Sigga viðurkennir þó að það hafi reynst henni erfitt að þurfa horfa á Arnar nakinn í ástarsenu með annarri konu á nemendasýningu skólans.

Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót
Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði.

Ætti ekki að vera feimnismál að hjón leiti sér aðstoðar
Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár og komist yfir hinar ýmsu hindranir í sinni sambandstíð. Þau segja að þar skipti gagnkvæmt traust og samskipti miklu máli. Þá segjast þau einnig hafa leitað sér aðstoðar fyrir mörgum árum og það hafi skilað miklum árangri.

„Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“
Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi.

„Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár“
Þau Ingi og Linda kynntust í gegnum Crossfit-samfélagið á Akureyri og voru þau góðir vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu loks saman árið 2019. Þau segja það koma mörgum á óvart hve stutt sé síðan þau byrjuðu saman, þar sem þau séu búin að gera svo ótrúlega margt á skömmum tíma.

Tók eftir undarlegri hegðun í aðdraganda bónorðsins
Leikaraparið Ebba Katrín og Oddur kynntist innan veggja Þjóðleikhússins fyrir fjórum árum síðan. Oddur heillaðist af Ebbu en hún var enn í leiklistarnámi sem átti hug hennar allan og hafði hún því lítinn tíma fyrir stefnumótalíf. Oddur gafst þó ekki upp og sýndi Ebbu ómælda þolinmæði og eru þau trúlofuð í dag.

Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu
Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son.

„Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“
Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars.

Saman síðan á unglingsárum: „Ég tilkynnti honum að hann væri númer tvö, því fótboltinn væri númer eitt“
„Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar.

Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun
Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki.

Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur
Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu.

„Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“
Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku.