Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli

Fréttamynd

Bjóst ekki við að komast lífs af

„Ég var ekki búinn að gefa upp vonina um að finnast, en ég var ekki viss um að myndi finnast á lífi,“ segir Scott Estill, ferðamaðurinn sem týndist á Reykjanesi síðustu helgi.

Innlent
Fréttamynd

„Við urðum bara kærulaus“

Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum.

Innlent
Fréttamynd

Leyfðu sér ekki að missa vonina

Bandaríski ferðamaðurinn sem fannst eftir tæplega sólarhrings leit í Geldingadölum í gærkvöld hefur það fínt og braggast vel. Björgunarsveitarfólk segist ekki hafa misst vonina - þó svartsýnar spár hafi vissulega verið inni í myndinni.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi

Bandaríski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að við gosstöðvarnar á Reykjanesi er fundinn heill á húfi. Hann fannst um fjóra kílómetra norðvestur af gosstöðvunum og hafði gengið í þveröfuga átt.

Innlent
Fréttamynd

Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út

Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins.

Innlent
Fréttamynd

Leit í nótt bar ekki árangur

Leit að er­lendum ferða­manni, sem varð við­skila við eigin­konu sína við gos­stöðvarnar við Fagra­dals­fjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Land­helgis­gæslunnar tekur nú þátt í leitinni.

Innlent
Fréttamynd

Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið

Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur.

Innlent