Handleggir græddir á Guðmund Felix

Fréttamynd

Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum

Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Felix predikar á nýársdag í Vídalínskirkju

Áramótin verða með öðruvísi hætti í ár en kórónuveirufaraldurinn setur annað árið í röð strik í reikninginn. Engar brennur verða til að mynda á höfuðborgarsvæðinu og hefur biskup tekið þá ákvörðun að aflýsa helgihaldi. Biskupsritari segir mikilvægt að bregðast við óvenjulegum og krefjandi aðstæðum í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir

Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“

Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn.

Innlent
Fréttamynd

Fékk að knúsa barnabarnið í fyrsta skipti

Guðmundur Felix Grétarsson er kominn til landsins í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Hann ætlar að taka sér kærkomið frí til að knúsa börnin sín í fyrsta sinn eftir að hafa fengið handleggi, og fékk í gær loks að knúsa nýfætt afabarn sitt.

Innlent
Fréttamynd

Faðmaði dóttur sína og barnabörn í fyrsta skipti

Fagnaðarfundir voru í Frakklandi þegar Guðmundur Felix Grétarsson, sem handleggir voru græddir á fyrr á þessu ári, hitti dóttur sína og tvær dótturdætur. Þetta var í fyrsta skipti sem hann gat faðmað dóttur sína frá því að hún var fjögurra mánaða gömul.

Lífið
Fréttamynd

Guð­­mundur Felix hnyklar vöðvann í fyrsta skipti

Guð­mundur Felix Grétars­son hreyfði í dag upp­hand­leggs­vöðva sinn í fyrsta skipti eftir að hann missti hendurnar árið 1998. Tauga­endar í hand­leggjunum sem hann fékk grædda á sig í byrjun árs hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyrir í fyrstu.

Innlent
Fréttamynd

Bjóst alveg við þessum erfiðleikum

„Ég fór bara í endurhæfingu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í janúar og hefur verið fjallað um aðgerðina í fjölmiðlum um allan heim. Guðmundur átti afmæli í gær.

Lífið
Fréttamynd

Fékk loksins að hitta mömmu

Guðmundur Felix Grétarsson fékk loks að hitta móður sína eftir að undanþága þess efnis fékkst frá sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi, þar sem hann liggur eftir að hafa gengist undir handaágræðslu í janúar.

Innlent
Fréttamynd

„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“

Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.