Handleggir græddir á Guðmund Felix

Fréttamynd

Guð­­mundur Felix hnyklar vöðvann í fyrsta skipti

Guð­mundur Felix Grétars­son hreyfði í dag upp­hand­leggs­vöðva sinn í fyrsta skipti eftir að hann missti hendurnar árið 1998. Tauga­endar í hand­leggjunum sem hann fékk grædda á sig í byrjun árs hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyrir í fyrstu.

Innlent
Fréttamynd

Bjóst alveg við þessum erfiðleikum

„Ég fór bara í endurhæfingu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í janúar og hefur verið fjallað um aðgerðina í fjölmiðlum um allan heim. Guðmundur átti afmæli í gær.

Lífið
Fréttamynd

Fékk loksins að hitta mömmu

Guðmundur Felix Grétarsson fékk loks að hitta móður sína eftir að undanþága þess efnis fékkst frá sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi, þar sem hann liggur eftir að hafa gengist undir handaágræðslu í janúar.

Innlent
Fréttamynd

„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“

Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans.

Innlent
Fréttamynd

Saumarnir teknir úr Guð­mundi Felix

Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir.

Innlent
Fréttamynd

Felix á fætur og steig dans

Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan.

Innlent
Fréttamynd

„Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“

Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti.

Innlent
Fréttamynd

Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar

Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Felix hefur gengist undir handaágræðslu

Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir meira en tuttugu árum síðan, hefur nú fengið nýjar hendur eftir að hann gekkst undir aðgerð í Lyon í Frakklandi í dag. Aðgerðin stóð yfir í nærri 15 klukkustundir.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.