Handleggir græddir á Guðmund Felix

„Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“
Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi.

„Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“
Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi.

Guðmundur Felix fer yfir stöðuna: „Ég verð betri með degi hverjum“
Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðasta mánuði, hefur birt nýtt myndband þar sem hann fer yfir stöðu mála eftir aðgerðina. Hann segist verða betri með degi hverjum og stefnt er að því að hann hefji endurhæfingu um mánaðamót.

Fékk loksins að hitta mömmu
Guðmundur Felix Grétarsson fékk loks að hitta móður sína eftir að undanþága þess efnis fékkst frá sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi, þar sem hann liggur eftir að hafa gengist undir handaágræðslu í janúar.

Líkaminn byrjaður að hafna handleggjum Guðmundar: „Ekkert til að hafa áhyggjur af“
Líkami Guðmundar Felix Grétarssonar er byrjaður að hafna höndum sem voru ágræddar á hann. Höfnunin er algeng og sætir hann nú lyfjameðverð vegna þessa.

Sársaukinn orðinn viðráðanlegur eftir miklar kvalir
Guðmundur Felix Guðmundsson, sem fékk handleggi grædda á sig í janúar, segir sársaukann sem fylgt hefur aðgerðinni nú vera orðinn viðráðanlegan. Sársaukinn hafi hins vegar verið rosalegur fyrstu vikurnar.

„Ég sendi ykkur stundum bara þumalinn“
Guðmundur Felix Grétarsson, nú handhafi en ekki handlangari eins og hann komst sjálfur skemmtilega að orði á dögunum, gat í dag í fyrsta skipti eftir handaágræðslu sest í stól og komist á netið. Þar virðist hafa verið fyrsta verkefni á dagskrá að renna yfir kveðjur sem streymt hafa til hans.

Saumarnir teknir úr Guðmundi Felix
Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir.

Felix á fætur og steig dans
Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan.

„Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“
Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti.

Guðmundur Felix þakkar þjóðinni og sýnir nýju handleggina
„Komið þið sæl, kæru Íslendingar. Það er loksins komið að þessu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson „handhafi“ í kveðju til landsmanna.

Guðmundur Felix fer líklega af gjörgæslu í dag
Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handleggjaágræðslu í Lyon í Frakklandi í síðustu viku, verður líklegast útskrifaður af gjörgæslu í dag.

Blóðflæði í öllum fingrum eftir aðgerðina
Guðmundur Felix Grétarsson er með blóðflæði í öllum fingrum eftir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í síðustu viku. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í kvöld.

Fyrsta kveðjan eftir ágræðsluna: „Ég er ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi“
Guðmundur Felix Grétarsson segir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í vikunni hafa gengið mjög vel. Hann færir öllum sem sendu honum kveðju og heillaóskir kærar kveðjur í fyrstu orðsendingunni sem hann birtir eftir aðgerðina.

Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar
Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna.

Guðmundur Felix hefur gengist undir handaágræðslu
Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir meira en tuttugu árum síðan, hefur nú fengið nýjar hendur eftir að hann gekkst undir aðgerð í Lyon í Frakklandi í dag. Aðgerðin stóð yfir í nærri 15 klukkustundir.