Þýski boltinn

Fréttamynd

Söknum Ballack ekki neitt

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, segir að félagið sakni miðjumannsins Michael Ballack ekki neitt og segir þá gagnrýni sem liðið hefur orðið fyrir undanfarið vera alveg þá sömu og á síðasta ári þegar þýski landsliðsmaðurinn var í herbúðum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Röber tekur við Dortmund

Jurgen Röber, fyrrum þjálfari Stuttgart og Wolfsburg, var í dag ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund í stað Hollendingsins Bert van Marwijk sem rekinn var í gær. Dortmund er í miklum fjárhagserfiðleikum og því bíður Röber erfitt verkefni hjá stórliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hargreaves til sölu?

Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, hefur nú látið í veðri vaka að Owen Hargreaves gæti farið frá félaginu í framtíðinni, en aðeins ef félagið gæti fengið mann í staðinn á viðráðanlegu verði. Hann segir þó að liðið þurfi á enska landsliðsmanninum að halda í næstu umferð Meistaradeildarinnar þegar hann verði búinn að ná sér af meiðslum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hitzfeld hafnaði Dortmund

Ottmar Hitzfeld hefur hafnað tilboði þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund um að taka við þjálfun þess, en félagið hefur þegar tilkynnt að sitjandi þjálfari Bert van Marwijk hætti með liðið í vor. Hitzfeld segist ætla að einbeita sér að því að vinna fyrir sjónvarp í nánustu framtíð, en hann gerði Dortmund að Evrópumeisturum fyrir um áratug síðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Schalke á toppinn

Schalke komst í dag á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Bielefeld 1-0 á útivelli með marki frá varamanninum Zlatan Bajramovic og Bayern Munchen burstaði Mainz 4-0 með mörkum frá Hasan Salihamidzic, Roy Makaay, Claudio Pizarro og Bastian Schweinsteiger. Bremen á leik til góða gegn Wolfsburg á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Hargreaves er ekki að skapa sér vinsældir

Karl-Heinz Rummenigge, yfirmaður knattspyrnumála hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen, hefur varað enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves við sífelldum yfirlýsingum sínum um að hann vilji fara til Manchester United.

Fótbolti
Fréttamynd

Deisler meiddur enn og aftur

Miðjumaðurinn Sebastian Deisler hjá Bayern Munchen spilar ekki meira með liðinu fyrr en eftir vetrarhlé í deildinni eftir að hann reif vöðva í læri á æfingu í dag. Landsliðsmaðurinn hefur aldrei náð sér almennilega á strik með liðinu og hefur þurft í fimm uppskurði á hné vegna þrálátra meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Marwijk hættir hjá Dortmund

Þýska knattspyrnufélagið Dortmund hefur tilkynnt að þjálfari liðsins Bert van Marwijk muni láta af störfum í lok leiktíðar í vor en þetta er aðeins eitt atvik í röð furðufrétta frá Dortmund á undanförnum mánuðum. Þetta stóra félag berst nú í bökkum fjárhagslega og er í alla staði skugginn af sjálfu sér.

Fótbolti
Fréttamynd

Schalke upp að hlið Bremen

Schalke komst í dag upp að hlið Werder Bremen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið lagði granna sína í Dortmund 3-1. Kevin Kuranyi, Peter Lovenkrands og Christian Pander skoruðu mörk Schalke sem hefur 33 stig á toppnum líkt og Bremen. Ein umferð er nú eftir af þýsku úrvalsdeildinni fyrir vetrarhlé.

Fótbolti
Fréttamynd

Naldo með þrennu í stórsigri Bremen

Leikmenn Werder Bremen voru ekki lengi að hrista af sér vonbrigðin í Meistaradeildinni í vikunni þegar liðið malaði Frankfurt 6-2 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Brasilíski varnarmaðurinn Naldo skoraði þrennu fyrir Bremen. Stuttgart lagði Bochum 1-0 og Bayern lagði Cottbus 2-1 með mörkum frá Schweinsteiger og Van Buyten.

Fótbolti
Fréttamynd

Klose með þrennu fyrir Bremen

Werder Bremen gaf tóninn af því sem koma skal í stórleiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni á þriðjudag með því að bera sigurorð af Herthu Berlin, 3-1, í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn fleytir Bremen í toppsæti deildarinnar en Miroslav Klose skoraði öll mörkin.

Fótbolti
Fréttamynd

Hargreaves spilar ekki fyrr en eftir áramót

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen segist ekki muni spila meira með liði sínu á árinu, en hann er að jafna sig eftir fótbrot í september. Hann útilokar ekki að ganga í raðir Manchester United í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Framtíð Klose óráðin

Framtíð þýska landsliðsframherjans Miroslav Klose hjá Werder Bremen virðist alfarið vera óráðin, en bæði leikmaðurinn og forráðamenn liðsins viðurkenna að til greina komi að hann fari frá félaginu. Klose er 28 ára gamall og var markahæsti leikmaður HM í Þýskalandi í sumar, en vitað er af áhuga fjölda liða í Evrópu á þessum sterka framherja.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuttgart í þriðja sæti

Stuttgart smellti sér í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 1-0 sigri á Gladbach. Það var framherjinn Cacau sem skoraði eina mark leiksins og hefur Gladbach aðeins náð í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum. Leverkusen lyfti sér af mesta fallsvæðinu með 3-1 sigri á Cottbus.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern lagði Stuttgart í toppslagnum

Bayern Munchen unnu góðan sigur á Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 2-1, eftir að hafa lent undir strax á 8. mínútu leiksins. Við tapið féll Stuttgart af toppi deildarinnar en þar situr nú Schalke eftir 4-2 sigur á Engergie Cuttbus.

Fótbolti
Fréttamynd

Óhagstætt að selja Hargreaves

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, segir að félagið vilji ekki selja enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves því skattalög í landinu geri það að verkum að það hreinlega borgi sig ekki.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern ætlar að versla í sumar

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, segir félagið tilbúið að eyða háum fjárhæðum til leikmannakaupa í sumar og á von á að heimsklassa leikmaður verði keyptur til félagsins fyrir allt að 30 milljónir evra.

Fótbolti
Fréttamynd

Deisler í liði Bayern á ný

Sebastian Deisler verður í liði Bayern Munchen í fyrsta skipti í átta mánuði um helgina þegar meistararnir mæta Stuttgart í úrvalsdeildinni. Deisler hefur verið frá vegna hnémeiðsla, en þessi fyrrum landsliðsmaður Þjóðverja hefur verið óheppinn með meiðsli allan sinn feril og þjáist einnig ef þunglyndi.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuttgart á toppinn

Stuttgart skellti sér í toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði félaga Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í Hannover 2-1 á útivelli, eftir að hafa lent undir 1-0. Þetta er í fyrsta sinn í meira en tvö ár sem Stuttgart nær á toppinn í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern lagði Leverkusen í æsilegum leik

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen voru hætt komnir í viðureign sinni við Leverkusen í úrvalsdeildinni í dag, en eftir að hafa lent undir 2-1 þegar 10 mínútur lifðu leiks, náðu meistararnir að snúa leiknum sér í hag og vinna 3-2 á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern tapaði fyrir botnliðinu

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen töpuðu mjög óvænt 1-0 fyrir botnliði Hannover í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var Szabolcs Huszti sem skoraði mark félaga Gunnars Heiðars Þorvaldssonar eftir varnarmistök Bayern, sem er nú sex stigum á eftir toppliði Werder Bremen. Stuttgart er í öðru sætinu eftir 2-0 sigur á Hamburg í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Hargreaves byrjaður í endurhæfingu

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen er nú byrjaður í endurhæfingu eftir að hafa fótbrotnað í síðasta mánuði. Hargreaves er 25 ára gamall og er nú laus við plastspelku af fætinum, sem þýðir að hann er farinn að ganga um eðlilega. Vonir standa til um að hann geti farið að spila í lok næsta mánaðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Bremen valtaði yfir Bochum

Werder Bremen skellti sér á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að valta yfir Bochum á útivelli 6-0. Frábært lið Bremen skoraði fimm mörk á síðasta hálftíma leiksins, en á meðan vann Bayern góðan sigur á Hertha Berlín 4-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern er ekki nógu stórt lið

Þýski sóknarmaðurinn Miroslav Klose kveðst eingöngu hafa áhuga á að yfirgefa herbúðir Werder Bremen ef honum býðst að fara til einhvers af stóru liðunum í Evrópu og nefnir hann Real Madrid og Barcelona í því samhengi.

Fótbolti
Fréttamynd

Hertha á toppinn

Hertha frá Berlín skellti sér í dag á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þrátt fyrir að liðið sé aðeins búið að vinna tvo af sex fyrstu leikjum sínum á tímabilnu. Eftir fyrstu sex umferðirnar eru nú sex lið efst og jöfn með tíu stig, en markatala Hertha er best eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Stuttgart í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Wolfsburg skellti meisturunum

Það urðu heldur betur óvænt úrslit í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar lærisveinar Klaus Augenthaler í Wolfsburg skelltu meisturum Bayern Munchen 1-0. Wolfsburg var í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn en fyrsta mark Mike Hanke í sjö mánuði tryggði heimamönnum sigurinn. Þetta var aðeins þriðji sigur Wolfsburg í síðustu 23 leikjum, en þessi sigur hefur væntanlega keypt Augenthaler einhvern gálgafrest í starfi sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tim Borowski meiddur

Þýski landsliðsmaðurinn Tim Borowski hjá Werder Bremen verður frá keppni í tvær til þrjár vikur að sögn lækna félagsins eftir að hann meiddist á fæti í leiknum gegn Barcelona í gærkvöldi. Þetta þýðir að Borowski mun missa af leik Þjóðverja og Georgíu í byrjun næsta mánaðar - sem og næsta leik Bremen í Evrópukeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern komst í efsta sætið

Bayern München komst á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í gær með því að leggja i Alemannia Aachen 2-1. Gestirnir komust yfir í leiknum en svo skoruðu Claudio Pizarro og Mark van Bommel og tryggðu Bayern stigin þrjú.

Fótbolti
Fréttamynd

Verður frá í minnst sex vikur

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves verður frá keppni í lágmark sex vikur efir að staðfest er að hann braut bein í fæti sínum í leik gegn Bielefeld í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta þýðir að hann mun missa ef leikjum Englendinga í undankeppni EM í næsta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Meiddur í nára og lék ekki

Landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék ekki með liði sínu Hannover í þýsku úrvalsdeildinni vegna meiðsla. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Hannover tognaði Gunnar Heiðar lítillega á æfingu fyrir helgi og gat ekki leikið með af þeim sökum.

Fótbolti