Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Ferðamálastofa fellir úr gildi starfs­leyfi Eagle golfferða

Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir

Bananahýði á Royal Melbourne-golfvellinum átti sinn þátt í því að McIlroy var ekki í baráttunni um sigurinn á Opna ástralska meistaramótinu um helgina. McIlroy sá á eftir sigrinum til Dana en óvenjulegt atvik á öðrum hring vakti mikla athygli.

Golf
Fréttamynd

Bíða enn eftir tæpri milljón í endur­greiðslu eftir fall Play

Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. 

Neytendur
Fréttamynd

Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál

Olíufyrirtæki í Texas í Bandaríkjunum kannar nú hvort að forstjóri þess hafi deilt innherjaupplýsingum, meðal annars til Phils Mickelson, margfalds risamótameistara í golfi. Mickelson slapp naumleg við ákæru í innherjasvikamáli fyrir nokkrum árum.

Sport
Fréttamynd

Mun lík­legast aldrei komast yfir þetta

Keegan Bradley var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem tapaði á heimavelli á móti Evrópu í Ryderbikarnum á dögunum. Hann segist hafa upplifað mjög erfiðar vikur síðan.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segir frá því á miðlum sínum að hann gekkst undir sína sjöundu bakaðgerð á föstudag. Þetta er önnur stóra aðgerðin sem hann fer í á þessu ári.

Golf
Fréttamynd

„Heimsku­legt og asna­legt hjá mér“

Þulurinn á Ryderbikarnum hefur beðist afsökunar á því að hafa tekið þátt í dónalegum og klúrum söng um Rory McIlroy á meðan keppninni stóð um síðustu helgi.

Golf
Fréttamynd

„Ertu að horfa Donald Trump?“

Kylfingarnir í liði Evrópu sungu sigursöngva eftir að hafa unnið Bandaríkin í New York í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, og sungu meðal annars til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem svaraði þeim.

Golf
Fréttamynd

Evrópa með af­gerandi for­ystu fyrir loka­daginn

Sveit Bandaríkjanna var með bakið upp við vegg fyrir keppnina í fjórboltanum í Ryder-bikarnum í kvöld en ógæfa þeirra hélt áfram þar sem evrópsku kylfingarnir unnu þrjú af fjórum einvígum kvöldsins.

Golf