Sælgæti

„Frá Sviss“ hverfur af umbúðum Toblerone
Toblerone-súkkulaði hefur alla tíð einungis verið framleitt í Sviss, en framleiðandinn hyggur nú á opnun nýrrar verksmiðju í Slóvakíu. Svissnesk lög kveða á um að vegna þessa þurfi nú að breyta því sem stendur á umbúðunum.

Hundrað tonn af sælgæti á mánuði frá Helga í Góu
Helgi Vilhjálmsson í Góu er ekki að baki dottinn þó hann sé orðinn áttræður því hann framleiðir hundrað tonn af sælgæti á hverjum mánuði og hefur varla undan að framleiða ofan í landsmenn. Þá hefur hann byrgt lagerinn sinn upp vegna ástandsins í heiminum.

Ná ekki að breyta enskuskotnum umbúðum Nóa kropps
Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus nær ekki að breyta enskuskotnum umbúðum á sumarútgáfu af Nóa kroppi þar sem búið er að dreifa nánast öllu takmörkuðu upplagi þess í verslanir. Málfræðingur við Háskóla Íslands gerði athugasemd við að umbúðirnar væru að hluta á ensku.

Kalla inn Kinder egg vegna gruns um salmonellu
Ferreri Scandinavia AB í Svíþjóð og Aðföng hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla Kinder Surprise í tveimur pakkningastærðum. Annars vegar 20 gramma stök egg og þriggja stykkja pakkningu með 20 gramma eggjum.

Ódýrustu páskaeggin í Bónus
Samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var þriðjudaginn 29. mars er Bónus að jafnaði með lægsta verðið á matvöru. Dýrast er að versla í Iceland en þar er meðalverð 38% yfir lægsta verði.

Freyja flytur í Hveragerði
Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum.

Nói innkallar konfekt vegna mögulegra málmagna í fyllingunni
Nói Síríus hefur innkallað tvær pakkningar af Nóa Konfekti vegna mögulegra málmagna í fyllingu konfektmolanna. Um er að ræða Konfekt í lausu, 560 gr., og Konfektkassa 630 gr.

Arftaki Camillu fær loksins nafn
Langþráður draumur aðstandenda Bíó Paradísar um að eignast nýja poppvél rættist á dögunum. En til að nefna gripinn var brugðið til þess ráðs að leita til almennings eftir nafni. Vinningstillagan var hið hljómfagra nafn Maísól Camilludóttir.

Grænt ljós komið á norska yfirtöku Nóa Síríus
Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kaupa Orkla ASA á 80% eignarhlut í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi hf. Greint var frá því í byrjun mánaðar að norski matvælarisinn hafi komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé félagsins en fyrir átti Orkla 20% hlut í sælgætisframleiðandanum.

Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri
Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf.

Kólus innkallar Risaþrista
Sælgætisframleiðandinn Kólus hefur ákveðið að innkalla Sambó Ristaþrist í fimmtíu gramma umbúðum. Ástæðan er sögð sú að aukabragð hafi borist úr plastumbúðum í vöruna. Talið er mögulegt að tilvikin geti verið fleiri að því er segir í tilkynningu frá Kólus.

Valið sett í hendur viðskiptavinarins í Nammilandi
Viðskiptavinir Hagkaups hafa veitt því eftirtekt að nammibarirnir hafa verið opnaðir aftur. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir í samtali við Vísi að það hafi verið ákvörðun verslunarinnar á sínum tíma í haust að loka Nammilandinu vegna ástandsins í samfélaginu.

Sakar starfshóp um samráðsleysi og að notast við gamlar og úreltar tölur
Félag atvinnurekenda hefur gert alvarlegar athugasemdir við hugmyndir starfshóps heilbrigðisráðherra sem hefur lagt til að breytingar verði gerðar á skattkerfinu með það að leiðarljósi að sætindi hækki um tuttugu prósent í verði.

Lagt til að sætindi hækki um tuttugu prósent í verði
Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, skipaði leggur til að breytingar verði gerðar á skattkerfinu með það að leiðarljósi að sætindi hækki um tuttugu prósent í verði.

„Við eigum öll að vara okkur á lakkrís“
Innkirtlasérfræðingur segir að konur á meðgöngu og fólk með háan blóðþrýsting eigi alls ekki að borða lakkrís.

Lést af völdum óhóflegs lakkrísáts
Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts.

Ráðast í breytingar á „martröð endurvinnslumannsins“
Framleiðslufyrirtæki kartöfluflagnanna Pringles ætla sér að ráðast í endurbætur á hinum sérstöku umbúðum eftir gagnrýni um að nær ómögulegt sé að endurvinna þær.

Trompetleikur, hákarl, harðfiskur, ópal, möndlur og kóngabrjóstsykur
Grískir ferðamenn, sem voru nýlega í hringferð um Ísland heilluðust upp úr skónum af land og þjóð. Í lok ferðarinnar spilaði fararstjórinn þeirra m.a. þjóðsöng Grikkja á trompetinn sinn.

Þetta eru molarnir fjórir sem Nói Siríus fórnar
Fjórir þekktir molar munu víkja úr Nóa konfektinu fyrir fjórum nýjum molum.

„Musteri hins Bláa ópals“ í Árbæjarsafni
Hafin er undirskriftasöfnun til að krefja stjórnvöld um að heimila framleiðslu á einum skammti af Bláum ópal.