Þórir Guðmundsson

Fréttamynd

Innantómt öryggishlutverk?

Öryggishlutverk Ríkisútvarpsins er gjarnan ofarlega á blaði þegar talið berst að markmiðum hins opinbera með rekstri fjölmiðils í almannaeigu. En hvert er öryggishlutverkið? Stutt skoðun sýnir ekki að það sé verulegt, umfram þá þjónustu sem Stöð 2, Vísir og Bylgjan hafa veitt um áratugaskeið.

Skoðun
Fréttamynd

Var­huga­verð veg­ferð

Vegurinn til heljar er oftast varðaður góðum ásetningi og vafalaust hefur Íslandsbanki hin ágætustu markmið með því að "kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla,“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra bankans.

Skoðun
Fréttamynd

Minnkum skaðann

Á hverju kvöldi nema laugardaga aka þrír sjálfboðaliðar Rauða krossins í Reykjavík um götur höfuðborgarsvæðisins og bjóða upp á lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu. Í hverri ferð er að minnsta kosti einn sjálfboðaliðinn heilbrigðismenntaður – yfirleitt hjúkrunarfræðingur eða læknir.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenska er undirstaðan

Á þessu ári er líklegt að Ísland veiti um 200 flóttamönnum skjól frá stríði, ofsóknum og óbærilegum þjáningum. Við getum það vel, erum ein af auðugustu þjóðum í heimi og vantar vinnuafl.

Skoðun
Fréttamynd

Næsta skref

Í síðustu viku komu hingað 35 sýrlenskir flóttamenn; sex fjölskyldur sem nú fá aðstoð hins opinbera og Rauða krossins til að aðlagast íslensku samfélagi. Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra tóku á móti hópnum, sem fór inn í innréttaðar íbúðir og fær á næsta ári mikinn stuðning sveitarfélaga og Rauða krossins.

Skoðun
Fréttamynd

Við getum múltitaskað

Hin mikla bylgja velvildar í garð sýrlenskra flóttamanna dregur fram allt það besta í þjóðarsálinni. Á nokkrum sólarhringum hafa fleiri en þúsund manns skráð sig til sjálfboðastarfa hjá Rauða krossinum.

Skoðun
Fréttamynd

Samstaða um mannúð og réttaröryggi

Frumvarpsdrögin sem þingmannanefnd undir forystu Óttarrs Proppé birti á mánudag eru stórviðburður á heimsvísu. Á meðan Evrópa logar í deilum um flóttafólk og farendur þá hafa íslensku stjórnmálaflokkarnir komið sér saman um reglur þar sem mannúð og réttaröryggi eru í fyrirrúmi.

Skoðun
Fréttamynd

Hildarleikur í hafi: hvað getum við gert?

Þegar þetta er skrifað voru að berast fréttir af 700 manns sem drukknuðu í Miðjarðarhafi rétt suður af ítölsku eyjunni Lampedusa. Þetta eru konur, karlar og börn – fólk sem leggur lífið að veði til að komast í skjól frá stríði og örbirgð heima fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Að komast í núll

Ég hitti hetjur í síðustu viku. Á fundi Alþjóða Rauða krossins í Genf voru saman komnir helstu ebólusérfræðingar heims, Rauða kross fólk sem unnið hefur sleitulaust gegn farsóttinni í tíu mánuði og ungur maður frá Líberíu sem fékk ebólu og lifði af.

Skoðun
Fréttamynd

Tækniaðstoð bjargar lífum

Á undanförnum vikum hefur Rauði krossinn á Íslandi lagt sitt af mörkum til að heimamenn í einu fátækasta landi heims geti hjálpað sér sjálfir. Landið er Síerra Leóne, sem enn er þjakað af harðvítugri borgarastyrjöld sem lauk fyrir áratug og þar sem lífslíkur eru ekki nema 50 ár.

Skoðun
Fréttamynd

0-0-1 í Afríku

Morgunverður, hádegisverður, kvöldverður. Þessar alþjóðlegu matarvenjur halda okkur á lífi, gefa okkur starfsorku og eiga að duga okkur til lífs. Fólkið sem ég heimsótti nýlega í Vestur-Afríku þarf líka að borða þrisvar á dag til að halda sér gangandi en getur það ekki alltaf. Þegar sultarólin herðist tala menn um 0-0-1. Þá er enginn morgunmatur, enginn hádegismatur, eingöngu kvöldmatur. Nú er hungurtímabilið, vikurnar eða mánuðirnir frá því uppskeran frá í fyrra var uppurin og fram að næstu uppskeru.

Skoðun
Fréttamynd

Mannslífum bjargað í Sómalíu

Í fyrrasumar gaf almenningur á Íslandi af miklum rausnarskap um 57 milljónir króna í söfnun Rauða krossins vegna hræðilegrar hungursneyðar í Sómalíu. Nú, ári síðar, er rétt að gefa skýrslu um árangur af starfi Rauða krossins, sem er umtalsverður.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað ef hið óhugsandi gerist?

Við Íslendingar búum í landi eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða og veðurofsa. Í ellefuhundruð ára sögu byggðar höfum við lært að búa við þau skilyrði sem náttúran setur okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Afgangsfötin umbreytast í hjálpargögn í Sómalíu

Í hrjóstrugum hæðum í norðaustanverðri Afríku umbreytast afgangsföt almennings á Íslandi í hjálpargögn fyrir heimilislausa sómalska flóttamenn. Hvergi sést skýrar hvernig fatnaður sem almenningur gefur Rauða krossinum veitir lífsbjörg á vettvangi hamfara og örbirgðar.

Skoðun
Fréttamynd

Bragðgott kraftaverkameðal

Fyrir nokkrum dögum fór flugvél Alþjóða Rauða krossins frá Evrópu til Afríku með dýrmætan farm. Í vélinni voru 60 tonn af kraftaverkameðali – bætiefnaríku hnetusmjöri, sem ber vörumerkið Plumpy'Nut.

Skoðun
Fréttamynd

Hjálpum. Núna.

Sameinuðu þjóðirnar hafa nú formlega lýst því yfir að hungursneyð ríki í Sómalíu. Í fréttum heyrum við af mestu þurrkum í 60 ár. Myndir berast af aðframkomnu fólki sem nú berst yfir landamærin til Eþíópíu og Keníu.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.