Innlent Tvítug varnarliðskona myrt Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Innlent 13.10.2005 19:41 Framleiðsla minnkar milli ára Framleiðsla mjólkur í júlí á þessu ári var minni en í fyrra samkvæmt uppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Mjólkurframleiðslan í júlí var 9 milljónir lítra en í júlí í fyrra var hún 9,6 milljónir lítra. Sama var upp á teningnum í júní og þar sem verðlagsárið endar 31. ágúst má telja harla ólíklegt að kúabændur nái að framleiða alla þá mjólk sem óskað hefur verið eftir til kaupa. Innlent 13.10.2005 19:41 Konu sleppt eftir yfirheyrslur Íslenskri konu, sem yfirheyrð var hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli vegna morðsins á tvítugri varnarliðskonu á miðnætti í nótt, hefur verið sleppt. Talið var að hún hefði verið vitni að verknaðinum, sem var framinn á svæði varnarliðsins, og var hún þess vegna færð til yfirheyrslu. Varnarliðsmaður sem grunaður er um verknaðinn er enn í haldi herlögreglunnar. Innlent 13.10.2005 19:41 Framtíð R-listans ræðst í kvöld Framtíð R-listans ræðst í kvöld á félagsfundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Á fimmtudag í síðustu viku var síðasti fundur viðræðunefndar R-listaflokkanna haldinn og málið sent til flokkanna þriggja sem standa að R-listanum. Ekki eru taldar miklar líkur á að félagsfundur Vinstri - grænna samþykki að halda áfram í R-listanum heldur sé vilji til þess að hreyfingin bjóði fram í eigin nafni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:41 Vill ljúka róðri á Menningarnótt Hringferð Kjartans Haukssonar á árabát um landið fer senn að ljúka. Hann er nú staddur á Stokkseyri þar sem hann bíður eftir lygnari sjó en hann stefnir ótrauður á að ná til höfuðborgarinnar fyrir Menningarnótt. Innlent 13.10.2005 19:41 Sölubann vegna gerlamengunar Salmonella, saurkólígerlar og E.coli gerlar hafa fundist í sýnum sem tekin hafa verið úr kryddjurtum, ávöxtum og grænmeti frá Tælandi sem seld hafa verið hér á landi um hríð. Innlent 13.10.2005 19:41 Útskrifaður af gjörgæslu í dag Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðukaustur í Fljótsdal í gærmorgun útskrifast af gjörgæslu í dag. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var grunaður um ölvun við akstur. Innlent 13.10.2005 19:41 Styrktur til rannsókna á ufsa Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur veitt Hlyni Ármannssyni líffræðingi hálfrar milljónar króna styrk til framhaldsnáms í fiskifræði. Í tilkynningu frá LÍÚ segir að um sé að ræða árlegan styrk sem veittur hafi verið í fyrsta sinn árið 1998. Styrkurinn er ætlaður náttúrufræðingum sem hafa lokið eða eru að ljúka grunnnámi í háskóla og hyggjast hefja framhaldsnám erlendis á næsta skólaári. Innlent 13.10.2005 19:41 Víkurfréttir 25 ára Héraðsfréttablaðið Víkurfréttir á Suðurnesjum fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli, en fyrsta eintak blaðsins leit dagsins ljós þann 14. ágúst 1980. Fyrstu tvö árin var blaðið gefið út af prentsmiðjunni Grágás en í byrjun ársins 1983 var blaðið selt og frá þeim tíma hefur Víkurfréttum, sem kemur út vikulega, verið dreift frítt inn á heimili á Suðurnesjum. Innlent 13.10.2005 19:41 Kalkþörungar fluttir til Írlands Fyrsti farmurinn af kalkþörungum kom að landi á Bíldudal í síðustu viku en fluttir verða út tveir skipsfarmar af óunnum þörungunum til Írlands á meðan á byggingu Kalkþörungarverksmiðjunnar stendur. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þeim ljúki í febrúar. Gert er ráð fyrir að 12 til 15 manns starfi við verksmiðjuna þegar hún verður fullbúin og að afkastageta hennar verði um 40 þúsund tonn á ári. Innlent 13.10.2005 19:41 Kláruðust á fimm tímum Öll flugsæti frá Íslandi á sérstökum afsláttarkjörum sem flugfélagið Iceland Express hóf sölu á í gærmorgun höfðu öll klárast síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:41 Aflaverðmæti komið í 280 milljónir Aflaverðmæti Engeyjar RE-1, nýjasta og stærsta frystiskips Íslendinga, er komið í tæpar 280 milljónir króna en skipið er nú í sínum öðrum túr. Verið er að landa um 1500 tonnum af síldarafurðum úti á sjó í þessum töluðu orðum. Innlent 13.10.2005 19:41 Taka undir áskorun FÍB Neytendasamtökin taka undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöldum beri að lækka álögur sínar á eldsneyti með tilliti til gríðarlegra hækkana á heimsmarkaðsverði undanfarna mánuði. Innlent 13.10.2005 19:41 Undirbúningur málsóknar hafinn Starf við undirbúning málsóknar gegn sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta er hafið að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Innlent 13.10.2005 19:41 Löng bið eftir iðnaðarmönnum Allt að tvo mánuði getur tekið að fá iðnaðarmann í vinnu og þótt hann komi er alls ekki víst að verkið klárist á tilsettum tíma. Þetta segir framkvæmdastjóri Handlagins.is. Hann segir að svona verði þetta líklega áfram. Innlent 13.10.2005 19:41 Atvinnulífið fram yfir þingsæti Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna. Innlent 13.10.2005 19:41 Frívaktarlögga sneri þjóf niður Lögreglukona á frívakt sneri niður þjóf á veitingastaðnum American Style í gærkvöld. Maðurinn, sem var sagður í annarlegu ástandi, reyndi að stela veski af ófrískri konu en var fljótt snúinn niður af lögreglukonunni. Hún hélt honum niðri með annarri hendi meðan hún kallaði til lögreglu á vakt sem kom og færði manninn í fangageymslur. Innlent 13.10.2005 19:41 Virði útivistarreglur á pysjutíma Lundapysjutíminn stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september. Þessi tími vekur oft mikla lukku yngri kynslóðarinnar og vaka litlir peyjar og pæjur oft fram eftir til að sjá hvort einhver pysjan villist inn í bæ. Lögreglan í Vestmannaeyjum vill benda fólki á að fara varlega þegar rökkva tekur og beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að útivistareglur barna gilda jafnt yfir þennan tíma sem annan. Innlent 13.10.2005 19:41 Neitar aðkomu að Baugsmáli Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í <em>Morgunblaðinu</em> og <em>Fréttablaðinu</em> í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. Innlent 13.10.2005 19:41 Neytendasamtök taka undir með FÍB Neytendasamtökin taka undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöld lækki álögur sínar á bensíni og olíu tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð er jafn hátt og það er nú. Neytendasamtökin minna á að stjórnvöld fá í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiða fyrir eldsneyti. Jafnframt að verð á þessum vörum sé með því hæsta hér á landi borið saman við önnur lönd. Innlent 13.10.2005 19:41 Fiskvinnsla getur vel gengið Shiran Þórisson sem vinnur að rekstrargreiningu á Bílddælingi og Versölum segir að fiskvinnsla eigi að geta gengið á Bíldudal. Sigurjón Þórðarson er mjög ósáttur við mánaðarlangan drátt á greiningunni. Innlent 13.10.2005 19:41 Viðar ráðinn framkvæmdastjóri RA Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar hefur ráðið Viðar Hreinsson bókmenntafræðing framkvæmdastjóra félagsins. Hann tekur við starfinu 1. september næstkomandi af Ernu Indriðadóttur sem hverfur til annarra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ReykjavíkurAkademíunni. Innlent 13.10.2005 19:41 Fjallkjóaunga komið á legg Fjallkjói hefur komið upp unga hér á landi í fyrsta sinn svo vitað sé, eftir því sem fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Fullorðinn fjallkjói sást í júní á Mývatnsheiði og stuttu fyrir helgi á sama stað sáust að minnsta kosti tveir fullorðnir fjallkjóar og nýlega fleygur fjallkjóaungi í för með þeim. Fjallkjóinn er svo kallaður umferðarfugl sem fer hér um vor og haust á leið til og frá varpheimkynnum sínum á Norðaustur-Grænlandi. Innlent 13.10.2005 19:41 Kona myrt á varnarliðssvæði Tvítug varnarliðskona var myrt á varnarsvæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli á miðnætti í nótt. Varnarliðsmaður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Íslensk kona er í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Hún er talin hafa verið vitni að verknaðinum og getað gefið mikilvægar upplýsingar. Innlent 13.10.2005 19:41 Vinstri grænir fram í eigin nafni Vinstri grænir slitu R-listasamstarfinu fyrir nokkrum mínútum þegar þeir samþykktu tillögu stjórnar um að bjóða fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. 68 félagsmenn greiddu atkvæði með tillögunni, 28 vildu halda R-listasamstarfinu áfram en tveir seðlar voru auðir eða ógildir. Innlent 13.10.2005 19:41 Konan var myrt með hnífi Hnífur var notaður sem morðvopn að sögn heimilda fréttastofu þegar varnarliðsmaður myrti tvítuga varnarliðskonu á miðnætti í nótt. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Áverka var að finna á hnakka konunnar en ekki er víst hvort þeir hafi leitt dauða hennar, segir á vef <em>Víkurfrétta</em>. Innlent 13.10.2005 19:41 Minningarathöfn vegna fósturláta Árleg minningarathöfn vegna fósturláta verður haldin í Bænhúsi við Fossvogskirkju í Reykjavík á miðvikudaginn klukkan fjögur. Sjúkrahúsprestar Landspítala - háskólasjúkrahúss sjá um athöfnina í samvinnu við starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma en athöfnin er öllum opin. Innlent 13.10.2005 19:41 Blæs á sögusagnir um klofning Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna. Innlent 13.10.2005 19:41 Leiðbeinandi hraði á hringveginum Skilti sem sýna leiðbeinandi hraða hverju sinni eru komin upp á hringveginum. Sett verða upp fleiri skilti næsta sumar en til stendur að koma upp slíkum skiltum á stofnvegum að sögn Gunnar Gunnarssonar aðstoðarvegamálastjóra. Innlent 13.10.2005 19:41 Vilja kosningar um álversstækkun Vinstri - grænir í Hafnarfirði vilja halda íbúakosningar um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík og stefna að því að standa fyrir undirskriftarsöfnun vegna þessa. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi VG í í Hafnarfirði í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:41 « ‹ ›
Tvítug varnarliðskona myrt Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Innlent 13.10.2005 19:41
Framleiðsla minnkar milli ára Framleiðsla mjólkur í júlí á þessu ári var minni en í fyrra samkvæmt uppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Mjólkurframleiðslan í júlí var 9 milljónir lítra en í júlí í fyrra var hún 9,6 milljónir lítra. Sama var upp á teningnum í júní og þar sem verðlagsárið endar 31. ágúst má telja harla ólíklegt að kúabændur nái að framleiða alla þá mjólk sem óskað hefur verið eftir til kaupa. Innlent 13.10.2005 19:41
Konu sleppt eftir yfirheyrslur Íslenskri konu, sem yfirheyrð var hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli vegna morðsins á tvítugri varnarliðskonu á miðnætti í nótt, hefur verið sleppt. Talið var að hún hefði verið vitni að verknaðinum, sem var framinn á svæði varnarliðsins, og var hún þess vegna færð til yfirheyrslu. Varnarliðsmaður sem grunaður er um verknaðinn er enn í haldi herlögreglunnar. Innlent 13.10.2005 19:41
Framtíð R-listans ræðst í kvöld Framtíð R-listans ræðst í kvöld á félagsfundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Á fimmtudag í síðustu viku var síðasti fundur viðræðunefndar R-listaflokkanna haldinn og málið sent til flokkanna þriggja sem standa að R-listanum. Ekki eru taldar miklar líkur á að félagsfundur Vinstri - grænna samþykki að halda áfram í R-listanum heldur sé vilji til þess að hreyfingin bjóði fram í eigin nafni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:41
Vill ljúka róðri á Menningarnótt Hringferð Kjartans Haukssonar á árabát um landið fer senn að ljúka. Hann er nú staddur á Stokkseyri þar sem hann bíður eftir lygnari sjó en hann stefnir ótrauður á að ná til höfuðborgarinnar fyrir Menningarnótt. Innlent 13.10.2005 19:41
Sölubann vegna gerlamengunar Salmonella, saurkólígerlar og E.coli gerlar hafa fundist í sýnum sem tekin hafa verið úr kryddjurtum, ávöxtum og grænmeti frá Tælandi sem seld hafa verið hér á landi um hríð. Innlent 13.10.2005 19:41
Útskrifaður af gjörgæslu í dag Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðukaustur í Fljótsdal í gærmorgun útskrifast af gjörgæslu í dag. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var grunaður um ölvun við akstur. Innlent 13.10.2005 19:41
Styrktur til rannsókna á ufsa Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur veitt Hlyni Ármannssyni líffræðingi hálfrar milljónar króna styrk til framhaldsnáms í fiskifræði. Í tilkynningu frá LÍÚ segir að um sé að ræða árlegan styrk sem veittur hafi verið í fyrsta sinn árið 1998. Styrkurinn er ætlaður náttúrufræðingum sem hafa lokið eða eru að ljúka grunnnámi í háskóla og hyggjast hefja framhaldsnám erlendis á næsta skólaári. Innlent 13.10.2005 19:41
Víkurfréttir 25 ára Héraðsfréttablaðið Víkurfréttir á Suðurnesjum fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli, en fyrsta eintak blaðsins leit dagsins ljós þann 14. ágúst 1980. Fyrstu tvö árin var blaðið gefið út af prentsmiðjunni Grágás en í byrjun ársins 1983 var blaðið selt og frá þeim tíma hefur Víkurfréttum, sem kemur út vikulega, verið dreift frítt inn á heimili á Suðurnesjum. Innlent 13.10.2005 19:41
Kalkþörungar fluttir til Írlands Fyrsti farmurinn af kalkþörungum kom að landi á Bíldudal í síðustu viku en fluttir verða út tveir skipsfarmar af óunnum þörungunum til Írlands á meðan á byggingu Kalkþörungarverksmiðjunnar stendur. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þeim ljúki í febrúar. Gert er ráð fyrir að 12 til 15 manns starfi við verksmiðjuna þegar hún verður fullbúin og að afkastageta hennar verði um 40 þúsund tonn á ári. Innlent 13.10.2005 19:41
Kláruðust á fimm tímum Öll flugsæti frá Íslandi á sérstökum afsláttarkjörum sem flugfélagið Iceland Express hóf sölu á í gærmorgun höfðu öll klárast síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:41
Aflaverðmæti komið í 280 milljónir Aflaverðmæti Engeyjar RE-1, nýjasta og stærsta frystiskips Íslendinga, er komið í tæpar 280 milljónir króna en skipið er nú í sínum öðrum túr. Verið er að landa um 1500 tonnum af síldarafurðum úti á sjó í þessum töluðu orðum. Innlent 13.10.2005 19:41
Taka undir áskorun FÍB Neytendasamtökin taka undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöldum beri að lækka álögur sínar á eldsneyti með tilliti til gríðarlegra hækkana á heimsmarkaðsverði undanfarna mánuði. Innlent 13.10.2005 19:41
Undirbúningur málsóknar hafinn Starf við undirbúning málsóknar gegn sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta er hafið að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Innlent 13.10.2005 19:41
Löng bið eftir iðnaðarmönnum Allt að tvo mánuði getur tekið að fá iðnaðarmann í vinnu og þótt hann komi er alls ekki víst að verkið klárist á tilsettum tíma. Þetta segir framkvæmdastjóri Handlagins.is. Hann segir að svona verði þetta líklega áfram. Innlent 13.10.2005 19:41
Atvinnulífið fram yfir þingsæti Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna. Innlent 13.10.2005 19:41
Frívaktarlögga sneri þjóf niður Lögreglukona á frívakt sneri niður þjóf á veitingastaðnum American Style í gærkvöld. Maðurinn, sem var sagður í annarlegu ástandi, reyndi að stela veski af ófrískri konu en var fljótt snúinn niður af lögreglukonunni. Hún hélt honum niðri með annarri hendi meðan hún kallaði til lögreglu á vakt sem kom og færði manninn í fangageymslur. Innlent 13.10.2005 19:41
Virði útivistarreglur á pysjutíma Lundapysjutíminn stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september. Þessi tími vekur oft mikla lukku yngri kynslóðarinnar og vaka litlir peyjar og pæjur oft fram eftir til að sjá hvort einhver pysjan villist inn í bæ. Lögreglan í Vestmannaeyjum vill benda fólki á að fara varlega þegar rökkva tekur og beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að útivistareglur barna gilda jafnt yfir þennan tíma sem annan. Innlent 13.10.2005 19:41
Neitar aðkomu að Baugsmáli Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í <em>Morgunblaðinu</em> og <em>Fréttablaðinu</em> í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. Innlent 13.10.2005 19:41
Neytendasamtök taka undir með FÍB Neytendasamtökin taka undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöld lækki álögur sínar á bensíni og olíu tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð er jafn hátt og það er nú. Neytendasamtökin minna á að stjórnvöld fá í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiða fyrir eldsneyti. Jafnframt að verð á þessum vörum sé með því hæsta hér á landi borið saman við önnur lönd. Innlent 13.10.2005 19:41
Fiskvinnsla getur vel gengið Shiran Þórisson sem vinnur að rekstrargreiningu á Bílddælingi og Versölum segir að fiskvinnsla eigi að geta gengið á Bíldudal. Sigurjón Þórðarson er mjög ósáttur við mánaðarlangan drátt á greiningunni. Innlent 13.10.2005 19:41
Viðar ráðinn framkvæmdastjóri RA Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar hefur ráðið Viðar Hreinsson bókmenntafræðing framkvæmdastjóra félagsins. Hann tekur við starfinu 1. september næstkomandi af Ernu Indriðadóttur sem hverfur til annarra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ReykjavíkurAkademíunni. Innlent 13.10.2005 19:41
Fjallkjóaunga komið á legg Fjallkjói hefur komið upp unga hér á landi í fyrsta sinn svo vitað sé, eftir því sem fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Fullorðinn fjallkjói sást í júní á Mývatnsheiði og stuttu fyrir helgi á sama stað sáust að minnsta kosti tveir fullorðnir fjallkjóar og nýlega fleygur fjallkjóaungi í för með þeim. Fjallkjóinn er svo kallaður umferðarfugl sem fer hér um vor og haust á leið til og frá varpheimkynnum sínum á Norðaustur-Grænlandi. Innlent 13.10.2005 19:41
Kona myrt á varnarliðssvæði Tvítug varnarliðskona var myrt á varnarsvæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli á miðnætti í nótt. Varnarliðsmaður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Íslensk kona er í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Hún er talin hafa verið vitni að verknaðinum og getað gefið mikilvægar upplýsingar. Innlent 13.10.2005 19:41
Vinstri grænir fram í eigin nafni Vinstri grænir slitu R-listasamstarfinu fyrir nokkrum mínútum þegar þeir samþykktu tillögu stjórnar um að bjóða fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. 68 félagsmenn greiddu atkvæði með tillögunni, 28 vildu halda R-listasamstarfinu áfram en tveir seðlar voru auðir eða ógildir. Innlent 13.10.2005 19:41
Konan var myrt með hnífi Hnífur var notaður sem morðvopn að sögn heimilda fréttastofu þegar varnarliðsmaður myrti tvítuga varnarliðskonu á miðnætti í nótt. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Áverka var að finna á hnakka konunnar en ekki er víst hvort þeir hafi leitt dauða hennar, segir á vef <em>Víkurfrétta</em>. Innlent 13.10.2005 19:41
Minningarathöfn vegna fósturláta Árleg minningarathöfn vegna fósturláta verður haldin í Bænhúsi við Fossvogskirkju í Reykjavík á miðvikudaginn klukkan fjögur. Sjúkrahúsprestar Landspítala - háskólasjúkrahúss sjá um athöfnina í samvinnu við starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma en athöfnin er öllum opin. Innlent 13.10.2005 19:41
Blæs á sögusagnir um klofning Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna. Innlent 13.10.2005 19:41
Leiðbeinandi hraði á hringveginum Skilti sem sýna leiðbeinandi hraða hverju sinni eru komin upp á hringveginum. Sett verða upp fleiri skilti næsta sumar en til stendur að koma upp slíkum skiltum á stofnvegum að sögn Gunnar Gunnarssonar aðstoðarvegamálastjóra. Innlent 13.10.2005 19:41
Vilja kosningar um álversstækkun Vinstri - grænir í Hafnarfirði vilja halda íbúakosningar um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík og stefna að því að standa fyrir undirskriftarsöfnun vegna þessa. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi VG í í Hafnarfirði í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:41