Innlent

Fréttamynd

Virði útivistarreglur á pysjutíma

Lundapysjutíminn stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september. Þessi tími vekur oft mikla lukku yngri kynslóðarinnar og vaka litlir peyjar og pæjur oft fram eftir til að sjá hvort einhver pysjan villist inn í bæ. Lögreglan í Vestmannaeyjum vill benda fólki á að fara varlega þegar rökkva tekur og beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að útivistareglur barna gilda jafnt yfir þennan tíma sem annan.

Innlent
Fréttamynd

Neitar aðkomu að Baugsmáli

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í <em>Morgunblaðinu</em> og <em>Fréttablaðinu</em> í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug.

Innlent
Fréttamynd

Neytendasamtök taka undir með FÍB

Neytendasamtökin taka undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöld lækki álögur sínar á bensíni og olíu tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð er jafn hátt og það er nú. Neytendasamtökin minna á að stjórnvöld fá í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiða fyrir eldsneyti. Jafnframt að verð á þessum vörum sé með því hæsta hér á landi borið saman við önnur lönd.

Innlent
Fréttamynd

R-lista slitið á átakafundi

Vinstri grænir samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að bjóða fram undir eigin merkjum í næstu borgarstjórnarkosningum. Borgarfulltrúar flokksins voru hvor á sinni skoðun, Árni Þór Sigurðsson vildi framboð í nafni Vinstri grænna en Björk Vilhelmsdóttir vildi halda R-listasamstarfinu áfram.

Innlent
Fréttamynd

Ginntar hingað á fölskum forsendum

"Mér var tjáð að ég hefði dágóðan tíma til að skoða landið og fengi minn frítíma en þegar til kom stóð ekki neitt sem hún sagði," segir Sabrina Maurus, ein hinna þýsku stúlkna sem hingað voru fengnar til vinnu að tilstuðlan þýskra eigenda Cafe Margret á Breiðdalsvík fyrr í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Tókst ekki að leggja Friðrik

Önnu Þorsteinsdóttur tókst ekki að leggja Frikðrik Ólafsson stórmeistara að velli á afmælisfjöltefli Skáksambands Íslands í gær. Anna, sem er níræð, var elst þeirra sem tóku þátt í fjölteflinu. Yngsti þátttakandinn var þriggja ára telpa. Leikar fóru þannig að Friðrik vann nítján skákir, gerði sex jafntefli en tapaði engri.

Innlent
Fréttamynd

Ráðinn bani með eggvopni

Tvítugri stúlku var ráðinn bani með eggvopni á svæði varnarliðsins seint í gærkvöld. Rúmlega tvítugur maður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Varðskipin á sjó frekar en í bíó

"Ég tel að full þörf sé fyrir öll varðskipin í vinnu og þau ættu í raun ekki að fást við neitt annað," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. <font face="Helv"></font>

Innlent
Fréttamynd

Gæði íslenskra háskóla séu misjöfn

Gæði íslenskra háskóla eru misjöfn og eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins er svo almenns eðlis að það hefur engar afleiðingar fyrir skólana, segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöður rannsókna sinna á gæðavanda háskólastigsins standa þótt menntamálaráðherra sé ósammála honum.

Innlent
Fréttamynd

Óákveðinn varðandi einhleypar

Félagsmálaráðherra segist ekki hafa myndað sér endanlega skoðun á því hvort einhleypar konur eigi að fá að fara í tæknifrjóvgun hérlendis, en það sé eðlilegt að ræða það mál, þar sem einhleypir geti nú ættleitt börn. Hann leggur höfuðáherslu á rétt lesbískra para til að gangast undir slíka meðferð.

Innlent
Fréttamynd

Ásgeir fer ekki á þing

Ásgeir Friðgeirsson mun ekki taka sæti á Alþingi á komandi þingi en hann var í fimmta sæti Samfylkingarinnar í Kraganum svokallaða og átti að leysa Guðmund Árna Stefánsson sem heldur til starfa í utanríkisþjónustunni. Sæti Ásgeirs tekur Valdimar L. Friðriksson.

Innlent
Fréttamynd

Tryggvi lét Baug borga skatta sína

Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs hf., kemur oftast við sögu í þeim kafla ákærunnar gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs sem snýr að fjárdrætti.

Innlent
Fréttamynd

Ekki góð vörn að benda á aðra

Það þykir ekki góð vörn í dómsmáli, að aðrir kunni að hafa sloppið með svipuð brot eða verri. Það gefur heldur ekki rétta mynd af íslensku viðskiptalífi að segja að hægt sé að gera alla stjórnendur fyrirtækja að glæpamönnum ef nógu grannt er skoðað. Þetta segir sérfræðingur í félagarétti.

Innlent
Fréttamynd

80% sátt við næsta yfirmann sinn

Tæplega áttatíu prósent félagsmanna í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur eru sátt við næsta yfirmann sinn og finnst hann vera sanngjarn við starfsfólk. Kannanir VR á vinnumarkaði leiða þetta í ljóst. Í frétt á heimasíðu VR segir að þessar niðurstöður séu í samræmi við þá þróun sem verið hafi á vinnumarkaði á síðustu árum. Hinn mjúki og mannlegi stjórnandi hafi nú í auknum mæli tekið við stjórnartaumunum af hinum harða og fjarlæga yfirmanni.

Innlent
Fréttamynd

Fiskvinnsla getur vel gengið

Shiran Þórisson sem vinnur að rekstrargreiningu á Bílddælingi og Versölum segir að fiskvinnsla eigi að geta gengið á Bíldudal. Sigurjón Þórðarson er mjög ósáttur við mánaðarlangan drátt á greiningunni.

Innlent
Fréttamynd

Viðar ráðinn framkvæmdastjóri RA

Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar hefur ráðið Viðar Hreinsson bókmenntafræðing framkvæmdastjóra félagsins. Hann tekur við starfinu 1. september næstkomandi af Ernu Indriðadóttur sem hverfur til annarra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ReykjavíkurAkademíunni.

Innlent
Fréttamynd

Fjallkjóaunga komið á legg

Fjallkjói hefur komið upp unga hér á landi í fyrsta sinn svo vitað sé, eftir því sem fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Fullorðinn fjallkjói sást í júní á Mývatnsheiði og stuttu fyrir helgi á sama stað sáust að minnsta kosti tveir fullorðnir fjallkjóar og nýlega fleygur fjallkjóaungi í för með þeim. Fjallkjóinn er svo kallaður umferðarfugl sem fer hér um vor og haust á leið til og frá varpheimkynnum sínum á Norðaustur-Grænlandi.

Innlent
Fréttamynd

Kona myrt á varnarliðssvæði

Tvítug varnarliðskona var myrt á varnarsvæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli á miðnætti í nótt. Varnarliðsmaður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Íslensk kona er í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Hún er talin hafa verið vitni að verknaðinum og getað gefið mikilvægar upplýsingar.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir fram í eigin nafni

Vinstri grænir slitu R-listasamstarfinu fyrir nokkrum mínútum þegar þeir samþykktu tillögu stjórnar um að bjóða fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. 68 félagsmenn greiddu atkvæði með tillögunni, 28 vildu halda R-listasamstarfinu áfram en tveir seðlar voru auðir eða ógildir.

Innlent
Fréttamynd

Konan var myrt með hnífi

Hnífur var notaður sem morðvopn að sögn heimilda fréttastofu þegar varnarliðsmaður myrti tvítuga varnarliðskonu á miðnætti í nótt. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Áverka var að finna á hnakka konunnar en ekki er víst hvort þeir hafi leitt dauða hennar, segir á vef <em>Víkurfrétta</em>.

Innlent
Fréttamynd

Minningarathöfn vegna fósturláta

Árleg minningarathöfn vegna fósturláta verður haldin í Bænhúsi við Fossvogskirkju í Reykjavík á miðvikudaginn klukkan fjögur. Sjúkrahúsprestar Landspítala - háskólasjúkrahúss sjá um athöfnina í samvinnu við starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma en athöfnin er öllum opin.

Innlent
Fréttamynd

Blæs á sögusagnir um klofning

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna.

Innlent
Fréttamynd

Leiðbeinandi hraði á hringveginum

Skilti sem sýna leiðbeinandi hraða hverju sinni eru komin upp á hringveginum. Sett verða upp fleiri skilti næsta sumar en til stendur að koma upp slíkum skiltum á stofnvegum að sögn Gunnar Gunnarssonar aðstoðarvegamálastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Vilja kosningar um álversstækkun

Vinstri - grænir í Hafnarfirði vilja halda íbúakosningar um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík og stefna að því að standa fyrir undirskriftarsöfnun vegna þessa. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi VG í í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Konu sleppt eftir yfirheyrslur

Íslenskri konu, sem yfirheyrð var hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli vegna morðsins á tvítugri varnarliðskonu á miðnætti í nótt, hefur verið sleppt. Talið var að hún hefði verið vitni að verknaðinum, sem var framinn á svæði varnarliðsins, og var hún þess vegna færð til yfirheyrslu. Varnarliðsmaður sem grunaður er um verknaðinn er enn í haldi herlögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð R-listans ræðst í kvöld

Framtíð R-listans ræðst í kvöld á félagsfundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Á fimmtudag í síðustu viku var síðasti fundur viðræðunefndar R-listaflokkanna haldinn og málið sent til flokkanna þriggja sem standa að R-listanum. Ekki eru taldar miklar líkur á að félagsfundur Vinstri - grænna samþykki að halda áfram í R-listanum heldur sé vilji til þess að hreyfingin bjóði fram í eigin nafni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Vill ljúka róðri á Menningarnótt

Hringferð Kjartans Haukssonar á árabát um landið fer senn að ljúka. Hann er nú staddur á Stokkseyri þar sem hann bíður eftir lygnari sjó en hann stefnir ótrauður á að ná til höfuðborgarinnar fyrir Menningarnótt.

Innlent
Fréttamynd

Sölubann vegna gerlamengunar

Salmonella, saurkólígerlar og E.coli gerlar hafa fundist í sýnum sem tekin hafa verið úr kryddjurtum, ávöxtum og grænmeti frá Tælandi sem seld hafa verið hér á landi um hríð.

Innlent
Fréttamynd

Útskrifaður af gjörgæslu í dag

Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðukaustur í Fljótsdal í gærmorgun útskrifast af gjörgæslu í dag. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var grunaður um ölvun við akstur.

Innlent
Fréttamynd

Styrktur til rannsókna á ufsa

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur veitt Hlyni Ármannssyni líffræðingi hálfrar milljónar króna styrk til framhaldsnáms í fiskifræði. Í tilkynningu frá LÍÚ segir að um sé að ræða árlegan styrk sem veittur hafi verið í fyrsta sinn árið 1998. Styrkurinn er ætlaður náttúrufræðingum sem hafa lokið eða eru að ljúka grunnnámi í háskóla og hyggjast hefja framhaldsnám erlendis á næsta skólaári.

Innlent