Innlent

Fréttamynd

Söfnunin tekur kipp

"Menn klóruðu sér í kollinum yfir þessum manni sem kom til okkar og sagðist ætla að róa umhverfis landið," sagði Ragnar Gunnar Þórhallsson formaður Sjálfsbjargar í móttökuveilsu sem haldin var á hafnarbakkanum í Reykjavík fyrir Kjartan Jakob Hauksson ræðara. "Nú er það engin spurning að hann er Sjálfsbjargarvinur númer eitt," bætti Ragnar við og svo var Kjartan heiðraður með þreföldu húrrakalli.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt íþróttahús rís í Fjarðabyggð

Bygging fjölnota íþróttahúss og líkamsræktarstöðvar er hafin á Reyðarfirði. Stefnt er að því að líkamsræktarstöðin taki til starfa í vetur og að íþróttahúsið verði tekið í notkun næsta vor. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði um 400 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Þorbjörg sækist eftir 4. sæti

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í 4. sæti á lista sjálfstæðismanna í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Þorbjörg er menntuð á sviði uppeldis- og menntunarfræða og lauk MA-prófi í námssálfræði frá háskólanum í Washington en hún starfar nú sem ráðgjafi menntamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Einbýlishús eyðilagðist í bruna

Tveggja hæða hús eyðilagðist í bruna á Siglufirði í nótt. Slökkviliði Siglufjarðar var tilkynnt um eld í gömlu tveggja hæða steinsteyptu einbýlishúsi að Mjóstræti 1 um klukkan tvö í nótt. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði var mikill eldur í húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar og logaði út um glugga á neðri hæð.

Innlent
Fréttamynd

Hugmyndir móðgun við Álftnesinga

Guðmundur A. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, segir að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra eigi að segja af sér, fyrir að móðga bæjarbúa með óskynsamlegu tali um að honum lítist betur á að flytja innanlandsflugið til Álftaness en á Löngusker.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra segi af sér vegna ummæla

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Álftaness, sagði í viðtali í Íslandi í bítið fyrr í morgun að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ætti að segja af sér eftir ummæli sín í fréttum í gær. Þá sagði Sturla að sér litist betur á að hafa flugvöll á Álftanesi en á Lönguskerjum.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í fangelsi sextán ára

Sextán ára gamall piltur var í gær dæmdur í 16 mánaða fangeldi fyrir fjölda innbrota og þjófnaðarmála, en ákæruliðir voru yfir 20 talsins. Dóminn kvað upp Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Vill fé til að mæta umönnunarvanda

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að leggja fyrir borgarráð tillögur um sérstaka fjárheimild til að veita stjórnendum leikskóla og frístundaheimila olnbogarými til að greiða fyrir yfirvinnu og álag vegna undirmönnunar sem nú háir leikskólastarfi í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Tekið harðar á heimilisofbeldi

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur ákveðið að fylgja fram tillögum refsiréttarnefndar um að breyta hegningarlögum, til að unnt verið að bregðast harðar við heimilisofbeldi. Kom þetta fram í ræðu ráðherrans í dag á norrænni ráðstefnu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, sem haldin er hér á landi að frumkvæði Stígamóta.

Innlent
Fréttamynd

Þrír fengu skilorð

Þrír ungir menn um og yfir tvítugt voru í gær dæmdir fyrir innbrot í tölvuverslun þar sem þeir stálu vörum fyrir tæpar 600 þúsund krónur. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, en hinir tveir í þriggja mánaða fangelsi. Dómarnir voru allir skilorðsbundnir í þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Verðhækkanir leiði til nýrra leiða

Bensínverðhækkanirnar eru jákvæðar að mati Péturs Blöndals, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Hann segir þær verða til þess að leitað verði nýrra leiða við orkugjöf og þar komi Íslendingar sterkir inn.

Innlent
Fréttamynd

Greiði Kynnisferðum tíund

Rútubílaeigendur gera alvarlegar athugasemdir við útboð ríkisins á sérleyfisakstri. Í skilmálum er gert ráð fyrir að Kynnisferðir fái í sinn hlut tíu prósent af sölu farmiða og að sérleyfishafar greiði Vegagerðinni 70 milljónir króna í aðstöðugjald.

Innlent
Fréttamynd

Alelda á augabragði

Hús við Mjóstræti á Siglufirði er gjörónýtt eftir að hafa brunnið í fyrrinótt. Til allrar mildi höfðu íbúar þess flutt úr húsinu og tekið alla búslóðina deginum áður en brunin varð. Húsið stóð því autt.

Innlent
Fréttamynd

Föngum hafnað á öryggisgeðdeild

Geðsjúkir fangar eru ekki teknir inn á sérhæfða öryggisgeðdeild á Kleppsspítala, segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann hefur ítrekað vakið athygli stjórnvalda á stöðu heilbrigðismála fanga og bindur miklar vonir við nýtt fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Bólar ekki á ómerktum bílum

Lögreglan á Akranesi hafði í gær ekki enn fengið fyrirmæli um aukið umferðareftirlit á götum bæjarins, en vefmiðillinn Skessuhorn boðaði það í viðtali við Ólaf Þór Hauksson sýslumann í lok síðasta mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

IKEA innkallar fjöltengi

IKEA hefur innkallað svokölluð Rabalder-fjöltengi og biður þá viðskiptavini sem hafa keypt það að hætta strax að nota það og skila því til verslunarinnar, en varan var seld á tímabilinu apríl til ágúst á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskukennsla flyst til Mímis

Námsflokkar Reykjavíkur, sem heyra undir menntasvið Reykjavíkurborgar, munu skrifa undir þriggja ára þjónustusamning um íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru í Reykjavík, við Mími-símenntun í dag. Þá tekur samningurinn einnig til þróunar kennsluhátta í íslensku fyrir útlendinga.

Innlent
Fréttamynd

Beltin björguðu vörubílstjóra

Bílbelti björguðu ökumanni vörubifreiðar frá meiðslum þegar vegkantur gaf sig undan bílnum þar sem hann var á ferð í Melasveit um klukkan tvö í gærdag.

Innlent
Fréttamynd

Gölluðu strætókerfi breytt

Margvíslegar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. voru samþykktar á fundi stjórnar fyrirtækisins í gær. Tímatöflum verður breytt, tengingar á skiptistöðvum lagfærðar og þjónustutími lengdur. Þegar er farið að bæta fleiri vögnum inn á leiðirnar.

Innlent
Fréttamynd

Ókeypis tímar í þjóðhagfræði

Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands ætlar að brydda upp á þeirri nýbreytni í haust að bjóða öllum áhugamönnum um hagfræði og efnahagsmál að sækja háskólafyrirlestra um þjóðhagfræði sér að kostnaðarlausu.

Innlent
Fréttamynd

43 prósent hlynnt aðild að ESB

Litlar breytingar virðast hafa orðið á afstöðu Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins. Þetta leiðir ný könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í ljós. 43 prósent svarenda í könnuninni reyndust hlynnt Evrópusambandsaðild en 37 prósent andvíg henni.

Innlent
Fréttamynd

Hafa aðeins selt eitt fjöltengi

Ikea hefur innkallað Rabalder-fjöltengi sem hafa verið í sölu um allan heim frá því í apríl á þessu ári en byrjað var að selja vöruna hér á landi þann 10. ágúst. Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ikea, segir þetta vera fyrirbyggjandi aðgerðir en galli varð við samsetningu á einhverjum tengjanna sem getur hafa valdið því að vírar í því hafi marist og skemmst.

Innlent
Fréttamynd

Ákært fyrir framleiðslu amfetamíns

Sameinuð voru mál á hendur 34 ára gömlum manni sem setið hefur í gæsluvarðahaldi í rúma fjóra mánuði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn var ákærður fyrir að hóta og svo ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði þannig að sá hlaut af nokkur meiðsli í mars á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Ný stefna í flugvallarmáli

Ekki er nema hálft ár frá því að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri boðaði að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri en í smækkaðri mynd. Nú hefur flugvallarmálið tekið algerlega nýja stefnu.

Innlent
Fréttamynd

Kenna sjö hundruð útlendingum

Mímir-Símenntun mun taka að sér íslenskukennslu um sjö hundruð útlendinga en síðustu árin hafa Námsflokkar Reykjavíkur haft umsjón með henni.

Innlent
Fréttamynd

Helmingsmunur á körfum

Tæplega 50 prósenta munur var á hæsta og lægsta verði vörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni. Kom í ljós að vörukarfan var ódýrust í verslun Bónuss þar sem hún kostaði rúmlega 5.500 krónur, en hún var dýrust í Hagkaupum og kostaði rúmlega 8.200 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarástand á leikskólum

Um hundrað starfsmenn vantar í leikskóla Reykjavíkurborgar en engar tölur eru til um fjölda barna á biðlista eftir plássi vegna þessa. Borgarstjóri heitir auknu fjárframlagi svo leysa megi starfsmannavandann. Auk þessa vantar um hundrað starfsmenn á frístundaheimili borgarinnar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Þyrftu að vera á geðsjúkrahúsum

Áætlað er að 6 til 8 geðsjúkir einstaklingar, sem þyrftu að vera á geðhjúkrunarstofnunum, afpláni nú í fangelsum landsins, að sögn Önnu Kristínar Newton, sálfræðings hjá Fangelsismálastofnun. Um er að ræða einstaklinga sem eru mjög veikir og myndi líða betur og vegna betur annars staðar en innan fangelsisveggjanna.

Innlent
Fréttamynd

Ófriður og umferð

Lögreglan í Keflavík fór í eitt útkall vegna heimilisófriðar og ölvunar aðfaranótt föstudags, en sagði föstudagsvaktina að öðru leyti hafa verið tíðindalitla.

Innlent