Innlent Þjóðhetja fellur frá Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, 82 ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum bæði til sjós og lands. Innlent 13.10.2005 19:46 Hópferðamiðstöð kærir útboð Hópferðamiðstöðin hefur kært útboð Vegagerðarinnar á sérleyfisleiðum á Íslandi næstu þrjú ár til Samkeppnisstofnunar og kærunefndar útboðsmála. Innlent 13.10.2005 19:46 Þrjú alvarleg slys á Norðurlandi Á undanförnum tveimur vikum hafa orðið þrjú alvarleg vinnuslys í umdæmi Vinnueftirlitsins á Norðurlandi-eystra. Í öllum tilvikum er um sams konar slys að ræða, þar sem trésmiðir brjóta fingur eða taka framan af fingrum í sög eða hjólsög í borði. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Innlent 14.10.2005 06:40 Krónan hækkar vegna skuldabréfa Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Ánægja með laun eykst Mun fleiri félagsmenn VR virðast vera sáttir við launin sín í ár en í fyrra, eða 51 prósent á móti 40 prósentum. Þetta kemur fram á heimasíðu VR og er hluti af launakönnun VR 2005. Einn af hverjum fjórum er ósáttur við laun sín í ár á móti einum af hverjum þremur í fyrra. Karlarnir eru ánægðari en konurnar og ánægjan eykst í réttu hlutfalli við aukna menntun. Innlent 14.10.2005 06:40 Samúðarskeyti til BNA og Íraks Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sent George Bush Bandaríkjaforseta samúðarskeyti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna manntjónsins sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar á síðustu dögum. Þá hefur hann einnig sent Ibrahim al-Jafari, forsætisráðherra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins fyrr í vikunni þegar tæplega þúsund Írakar létu lífið í Kazamiyah-hverfinu í Bagdad. Innlent 14.10.2005 06:40 Ekki færri sólskinsstundir í 36 ár Ágústmánuður var nokkuð í meðallagi á suðvesturhorni landsins en blautur og frekar kaldur norðanlands. Sólskinsstundir í ágústmánuði á Akureyri hafa ekki verið jafnfáar í 36 ár. Innlent 14.10.2005 06:40 Ragnar Sær sækist eftir 5. sætinu Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor, en prófkjörið fer fram í byrjun nóvember næstkomandi. Ragnar Sær hefur undanfarin sjö ár starfað sem sveitarstjóri, fyrst í Biskupstungnahreppi og síðan í Bláskógabyggð. Innlent 14.10.2005 06:40 Slösuðust lítillega í bílveltu Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll sem þeir voru í valt við Jónsgeisla við Reynisvatnsveg í Grafarholti á tólfta tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar voru meiðsl mannanna minniháttar, en bifreiðin er mikið skemmd. Innlent 14.10.2005 06:40 Ræða kynferðisofbeldi á ráðstefnu Ráðstefna sem ber nafnið „Norðurlönd - Griðland fyrir ofbeldismenn?“ hefst á Grandhóteli í dag á vegum Stígamóta og regnhlífarsamtakanna „Nordiske kvinner mot vold“ sem voru stofnuð í Noregi árið 1994. Samtökin einbeita sér meðal annars að baráttunni gegn kynferðisofbeldi og á yfirskrift ráðstefnunnar rætur að rekja til reynslu Stígamóta og annarra kvennaathvarfa á Norðurlöndunum, en reynsla þeirra er svipuð. Innlent 14.10.2005 06:40 Ungmenni á skilorði Málum þriggja ungmenna var í gær lokið strax við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Símon Sigvaldason héraðsdómari áminnti 19 ára pilt um að halda sig nú réttu megin laganna á nýju skilorði og ungt par sömuleiðis. Innlent 14.10.2005 06:40 Lést í slysi á sjó Banaslys varð um borð í bátnum Hauki EA í gærkvöldi þegar báturinn var staddur um 30 sjómílur vestnorðvestur af Garðaskaga. Maður á fimmtugsaldri klemmdist á milli trollhlera í bátnum og er talið að hann hafi látist samstundis. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi en hún kom með hinn látna til Reykjavíkur klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi. Innlent 14.10.2005 06:40 Íslendingar hlynntir ESB-aðild Meirihluti landsmanna er hlynntur aðild að ESB ef marka má skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. Munurinn er þó ekki mikill því 43 prósent aðspurðra sögðust vilja aðild en 37 prósent voru henni andvíg. Innlent 14.10.2005 06:40 Fór út af við Þingvallavatn Ölvaður ökumaður slapp ómeiddur þegar hann ók fólksbíl sínum út af veginum meðfram Þingvallavatni um áttaleytið á fimmtudagskvöld. Að sögn lögreglu á Selfossi fór bíllinn út af við Vatnsvik, en meðfram vatninu er vegurinn nokkuð hlykkjóttur og mishæðóttur. Innlent 14.10.2005 06:40 Keyra lengur frá 15. október Stjórn Strætós bs. samþykkti á fundi sínum í morgun tillögur að úrbótum á nýja leiðakerfinu, sem koma eiga til móts við athugasemdir sem borist hafa eftir að leiðakerfið var tekið í notkun þann 23. júlí síðastliðinn. Í tillögum stjórnar Strætós er sérstaklega tekið tillit til þarfa vaktavinnufólks á heilbrigðisstofnunum og verður þjónustutími á ákveðnum leiðum lengdur til miðnættis frá og með 15. október. Innlent 14.10.2005 06:40 Íslendings saknað í Missisippi Talið er að allt að tíu þúsund hafi látist í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar. Utanríkisráðuneytið hefur grenslast fyrir um tvo Íslendinga sem búa í Missisippi. Annar þeirra fannst síðdegis í gær heill á húfi. Erlent 14.10.2005 06:40 Úthluta hvatapeningum í Garðabæ Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að hvert barn á aldrinum 6-16 ára fái árlega úthlutað tiltekinni upphæð, svokölluðum hvatapeningum, sem barnið og/eða foreldrar þess geta varið til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Upphæðin verður 10 þúsund krónur á barn á árinu 2005 og 20 þúsund krónur á ársgrundvelli frá og með árinu 2006. Innlent 14.10.2005 06:40 Reykjavíkurvegur lokaður Búast má við umferðartöfum á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði næsta mánuðinn en þar verður frá og með deginum í dag unnið að gerð nýs hringtorgs við Arnarhraun. Innlent 14.10.2005 06:40 Álftanes ekki uppi á borðinu "Við vorum bara að koma af rólegum fundi skipulagsnefndar þegar ég heyrði þetta í fréttum," segir Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, um ummæli Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um að vinna sé hafin um að athuga flutning Reykjavíkurflugvallar út á Álftanes. Innlent 14.10.2005 06:40 Hefur safnað um 3,5 milljónum Rúmlega 3,5 milljónir króna hafa safnast í Frelsissjóðinn frá því Kjartan Jakob Hauksson ræðari hóf róðurinn í kringum landið á árabát á sjómannadaginn, þann 5. júní. Kjartan stefnir að því að loka hringnum á morgun þegar hann siglir inn í Ægisgarð og leggur árabát sínum sem ber nafnið Frelsi. Innlent 14.10.2005 06:40 Svipað og í olíukreppunni Verð á eldsneyti hefur nú náð svipuðum hæðum og í olíukreppunni á áttunda áratugnum, eftir verðhækkun í gær, sem er rakin til áhrifa frá fellibylnum Katrínu. Útgerðin tapar um fjórum milljörðum á ári vegna hækkana á gasolíu sem hefur hækkað um fjörutíu og átta prósent á einu ári. Innlent 14.10.2005 06:40 Beltin björguðu vörubílstjóra Bílbelti björguðu ökumanni vörubifreiðar frá meiðslum þegar vegkantur gaf sig undan bílnum þar sem hann var á ferð í Melasveit um klukkan tvö í gærdag. Innlent 14.10.2005 06:40 Gölluðu strætókerfi breytt Margvíslegar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. voru samþykktar á fundi stjórnar fyrirtækisins í gær. Tímatöflum verður breytt, tengingar á skiptistöðvum lagfærðar og þjónustutími lengdur. Þegar er farið að bæta fleiri vögnum inn á leiðirnar. Innlent 14.10.2005 06:40 Ókeypis tímar í þjóðhagfræði Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands ætlar að brydda upp á þeirri nýbreytni í haust að bjóða öllum áhugamönnum um hagfræði og efnahagsmál að sækja háskólafyrirlestra um þjóðhagfræði sér að kostnaðarlausu. Innlent 14.10.2005 06:40 43 prósent hlynnt aðild að ESB Litlar breytingar virðast hafa orðið á afstöðu Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins. Þetta leiðir ný könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í ljós. 43 prósent svarenda í könnuninni reyndust hlynnt Evrópusambandsaðild en 37 prósent andvíg henni. Innlent 14.10.2005 06:40 Hafa aðeins selt eitt fjöltengi Ikea hefur innkallað Rabalder-fjöltengi sem hafa verið í sölu um allan heim frá því í apríl á þessu ári en byrjað var að selja vöruna hér á landi þann 10. ágúst. Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ikea, segir þetta vera fyrirbyggjandi aðgerðir en galli varð við samsetningu á einhverjum tengjanna sem getur hafa valdið því að vírar í því hafi marist og skemmst. Innlent 14.10.2005 06:40 Ákært fyrir framleiðslu amfetamíns Sameinuð voru mál á hendur 34 ára gömlum manni sem setið hefur í gæsluvarðahaldi í rúma fjóra mánuði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn var ákærður fyrir að hóta og svo ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði þannig að sá hlaut af nokkur meiðsli í mars á þessu ári. Innlent 14.10.2005 06:40 Ný stefna í flugvallarmáli Ekki er nema hálft ár frá því að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri boðaði að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri en í smækkaðri mynd. Nú hefur flugvallarmálið tekið algerlega nýja stefnu. Innlent 14.10.2005 06:40 Kenna sjö hundruð útlendingum Mímir-Símenntun mun taka að sér íslenskukennslu um sjö hundruð útlendinga en síðustu árin hafa Námsflokkar Reykjavíkur haft umsjón með henni. Innlent 14.10.2005 06:40 Helmingsmunur á körfum Tæplega 50 prósenta munur var á hæsta og lægsta verði vörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni. Kom í ljós að vörukarfan var ódýrust í verslun Bónuss þar sem hún kostaði rúmlega 5.500 krónur, en hún var dýrust í Hagkaupum og kostaði rúmlega 8.200 krónur. Innlent 14.10.2005 06:40 « ‹ ›
Þjóðhetja fellur frá Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, 82 ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum bæði til sjós og lands. Innlent 13.10.2005 19:46
Hópferðamiðstöð kærir útboð Hópferðamiðstöðin hefur kært útboð Vegagerðarinnar á sérleyfisleiðum á Íslandi næstu þrjú ár til Samkeppnisstofnunar og kærunefndar útboðsmála. Innlent 13.10.2005 19:46
Þrjú alvarleg slys á Norðurlandi Á undanförnum tveimur vikum hafa orðið þrjú alvarleg vinnuslys í umdæmi Vinnueftirlitsins á Norðurlandi-eystra. Í öllum tilvikum er um sams konar slys að ræða, þar sem trésmiðir brjóta fingur eða taka framan af fingrum í sög eða hjólsög í borði. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Innlent 14.10.2005 06:40
Krónan hækkar vegna skuldabréfa Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Ánægja með laun eykst Mun fleiri félagsmenn VR virðast vera sáttir við launin sín í ár en í fyrra, eða 51 prósent á móti 40 prósentum. Þetta kemur fram á heimasíðu VR og er hluti af launakönnun VR 2005. Einn af hverjum fjórum er ósáttur við laun sín í ár á móti einum af hverjum þremur í fyrra. Karlarnir eru ánægðari en konurnar og ánægjan eykst í réttu hlutfalli við aukna menntun. Innlent 14.10.2005 06:40
Samúðarskeyti til BNA og Íraks Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sent George Bush Bandaríkjaforseta samúðarskeyti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna manntjónsins sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar á síðustu dögum. Þá hefur hann einnig sent Ibrahim al-Jafari, forsætisráðherra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins fyrr í vikunni þegar tæplega þúsund Írakar létu lífið í Kazamiyah-hverfinu í Bagdad. Innlent 14.10.2005 06:40
Ekki færri sólskinsstundir í 36 ár Ágústmánuður var nokkuð í meðallagi á suðvesturhorni landsins en blautur og frekar kaldur norðanlands. Sólskinsstundir í ágústmánuði á Akureyri hafa ekki verið jafnfáar í 36 ár. Innlent 14.10.2005 06:40
Ragnar Sær sækist eftir 5. sætinu Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor, en prófkjörið fer fram í byrjun nóvember næstkomandi. Ragnar Sær hefur undanfarin sjö ár starfað sem sveitarstjóri, fyrst í Biskupstungnahreppi og síðan í Bláskógabyggð. Innlent 14.10.2005 06:40
Slösuðust lítillega í bílveltu Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll sem þeir voru í valt við Jónsgeisla við Reynisvatnsveg í Grafarholti á tólfta tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar voru meiðsl mannanna minniháttar, en bifreiðin er mikið skemmd. Innlent 14.10.2005 06:40
Ræða kynferðisofbeldi á ráðstefnu Ráðstefna sem ber nafnið „Norðurlönd - Griðland fyrir ofbeldismenn?“ hefst á Grandhóteli í dag á vegum Stígamóta og regnhlífarsamtakanna „Nordiske kvinner mot vold“ sem voru stofnuð í Noregi árið 1994. Samtökin einbeita sér meðal annars að baráttunni gegn kynferðisofbeldi og á yfirskrift ráðstefnunnar rætur að rekja til reynslu Stígamóta og annarra kvennaathvarfa á Norðurlöndunum, en reynsla þeirra er svipuð. Innlent 14.10.2005 06:40
Ungmenni á skilorði Málum þriggja ungmenna var í gær lokið strax við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Símon Sigvaldason héraðsdómari áminnti 19 ára pilt um að halda sig nú réttu megin laganna á nýju skilorði og ungt par sömuleiðis. Innlent 14.10.2005 06:40
Lést í slysi á sjó Banaslys varð um borð í bátnum Hauki EA í gærkvöldi þegar báturinn var staddur um 30 sjómílur vestnorðvestur af Garðaskaga. Maður á fimmtugsaldri klemmdist á milli trollhlera í bátnum og er talið að hann hafi látist samstundis. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi en hún kom með hinn látna til Reykjavíkur klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi. Innlent 14.10.2005 06:40
Íslendingar hlynntir ESB-aðild Meirihluti landsmanna er hlynntur aðild að ESB ef marka má skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. Munurinn er þó ekki mikill því 43 prósent aðspurðra sögðust vilja aðild en 37 prósent voru henni andvíg. Innlent 14.10.2005 06:40
Fór út af við Þingvallavatn Ölvaður ökumaður slapp ómeiddur þegar hann ók fólksbíl sínum út af veginum meðfram Þingvallavatni um áttaleytið á fimmtudagskvöld. Að sögn lögreglu á Selfossi fór bíllinn út af við Vatnsvik, en meðfram vatninu er vegurinn nokkuð hlykkjóttur og mishæðóttur. Innlent 14.10.2005 06:40
Keyra lengur frá 15. október Stjórn Strætós bs. samþykkti á fundi sínum í morgun tillögur að úrbótum á nýja leiðakerfinu, sem koma eiga til móts við athugasemdir sem borist hafa eftir að leiðakerfið var tekið í notkun þann 23. júlí síðastliðinn. Í tillögum stjórnar Strætós er sérstaklega tekið tillit til þarfa vaktavinnufólks á heilbrigðisstofnunum og verður þjónustutími á ákveðnum leiðum lengdur til miðnættis frá og með 15. október. Innlent 14.10.2005 06:40
Íslendings saknað í Missisippi Talið er að allt að tíu þúsund hafi látist í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar. Utanríkisráðuneytið hefur grenslast fyrir um tvo Íslendinga sem búa í Missisippi. Annar þeirra fannst síðdegis í gær heill á húfi. Erlent 14.10.2005 06:40
Úthluta hvatapeningum í Garðabæ Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að hvert barn á aldrinum 6-16 ára fái árlega úthlutað tiltekinni upphæð, svokölluðum hvatapeningum, sem barnið og/eða foreldrar þess geta varið til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Upphæðin verður 10 þúsund krónur á barn á árinu 2005 og 20 þúsund krónur á ársgrundvelli frá og með árinu 2006. Innlent 14.10.2005 06:40
Reykjavíkurvegur lokaður Búast má við umferðartöfum á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði næsta mánuðinn en þar verður frá og með deginum í dag unnið að gerð nýs hringtorgs við Arnarhraun. Innlent 14.10.2005 06:40
Álftanes ekki uppi á borðinu "Við vorum bara að koma af rólegum fundi skipulagsnefndar þegar ég heyrði þetta í fréttum," segir Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, um ummæli Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um að vinna sé hafin um að athuga flutning Reykjavíkurflugvallar út á Álftanes. Innlent 14.10.2005 06:40
Hefur safnað um 3,5 milljónum Rúmlega 3,5 milljónir króna hafa safnast í Frelsissjóðinn frá því Kjartan Jakob Hauksson ræðari hóf róðurinn í kringum landið á árabát á sjómannadaginn, þann 5. júní. Kjartan stefnir að því að loka hringnum á morgun þegar hann siglir inn í Ægisgarð og leggur árabát sínum sem ber nafnið Frelsi. Innlent 14.10.2005 06:40
Svipað og í olíukreppunni Verð á eldsneyti hefur nú náð svipuðum hæðum og í olíukreppunni á áttunda áratugnum, eftir verðhækkun í gær, sem er rakin til áhrifa frá fellibylnum Katrínu. Útgerðin tapar um fjórum milljörðum á ári vegna hækkana á gasolíu sem hefur hækkað um fjörutíu og átta prósent á einu ári. Innlent 14.10.2005 06:40
Beltin björguðu vörubílstjóra Bílbelti björguðu ökumanni vörubifreiðar frá meiðslum þegar vegkantur gaf sig undan bílnum þar sem hann var á ferð í Melasveit um klukkan tvö í gærdag. Innlent 14.10.2005 06:40
Gölluðu strætókerfi breytt Margvíslegar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. voru samþykktar á fundi stjórnar fyrirtækisins í gær. Tímatöflum verður breytt, tengingar á skiptistöðvum lagfærðar og þjónustutími lengdur. Þegar er farið að bæta fleiri vögnum inn á leiðirnar. Innlent 14.10.2005 06:40
Ókeypis tímar í þjóðhagfræði Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands ætlar að brydda upp á þeirri nýbreytni í haust að bjóða öllum áhugamönnum um hagfræði og efnahagsmál að sækja háskólafyrirlestra um þjóðhagfræði sér að kostnaðarlausu. Innlent 14.10.2005 06:40
43 prósent hlynnt aðild að ESB Litlar breytingar virðast hafa orðið á afstöðu Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins. Þetta leiðir ný könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í ljós. 43 prósent svarenda í könnuninni reyndust hlynnt Evrópusambandsaðild en 37 prósent andvíg henni. Innlent 14.10.2005 06:40
Hafa aðeins selt eitt fjöltengi Ikea hefur innkallað Rabalder-fjöltengi sem hafa verið í sölu um allan heim frá því í apríl á þessu ári en byrjað var að selja vöruna hér á landi þann 10. ágúst. Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ikea, segir þetta vera fyrirbyggjandi aðgerðir en galli varð við samsetningu á einhverjum tengjanna sem getur hafa valdið því að vírar í því hafi marist og skemmst. Innlent 14.10.2005 06:40
Ákært fyrir framleiðslu amfetamíns Sameinuð voru mál á hendur 34 ára gömlum manni sem setið hefur í gæsluvarðahaldi í rúma fjóra mánuði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn var ákærður fyrir að hóta og svo ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði þannig að sá hlaut af nokkur meiðsli í mars á þessu ári. Innlent 14.10.2005 06:40
Ný stefna í flugvallarmáli Ekki er nema hálft ár frá því að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri boðaði að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri en í smækkaðri mynd. Nú hefur flugvallarmálið tekið algerlega nýja stefnu. Innlent 14.10.2005 06:40
Kenna sjö hundruð útlendingum Mímir-Símenntun mun taka að sér íslenskukennslu um sjö hundruð útlendinga en síðustu árin hafa Námsflokkar Reykjavíkur haft umsjón með henni. Innlent 14.10.2005 06:40
Helmingsmunur á körfum Tæplega 50 prósenta munur var á hæsta og lægsta verði vörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni. Kom í ljós að vörukarfan var ódýrust í verslun Bónuss þar sem hún kostaði rúmlega 5.500 krónur, en hún var dýrust í Hagkaupum og kostaði rúmlega 8.200 krónur. Innlent 14.10.2005 06:40